14.12.2007
Evangelískur
Hin evangelísk-lútherska kirkjudeild er samkvæmt lögum Þjóðkirkja Íslands (eins og flestum er væntanlega kunnugt) eða þjóðkirkjan, eins og stendur í lógói hennar, og lýsir miklu sjálfstrausti hennar sem slíkri. Hún á aðild að Lútherska Alheims Kirkjusambandinu (Lutheran World Federation)
Hvað merkir orðið "evangelískur"?
Sú merking sem ég legg í orðið er sú, að það að vera evangelískur sé að vera biðjandi, boðandi og þjónandi. Þessa merkingu legg ég í það út frá því að þjóðkirkjan hefur þessi orð í "lógói" sínu. Annars hef ég oft velt þessu orði fyrir mér og hver muni vera hin dýpsta merking þess.
Gott þætti mér ef einhver guðfræðimenntaður maður eða kona vildi taka að sér að útskýra þetta orð betur fyrir mér.
Ég hef reynt að grafast fyrir á alnetinu um fyllri skýringu á því hvaða skilning beri að leggja í það, en þar sem það lesefni sem ég hef fundið á alnetinu er allt á ensku dugir mér það tæpast, þar sem mér skilst að enskumælandi þjóðir leggi svolítið aðra merkingu í orðið "evangelical" en við eyjarskeggjar og nábúar okkar á meginlandinu.
...Það stendur ekkert um það, í umræddu lógói að minnsta kosti, að kirkjan eigi að vera fræðandi...(?)
*Hjálp, gott orð í staðinn fyrir orðskrípið LOGO !
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Bloggar, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:03 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hm, svo ég svari nú sjálfri mér, fyrst enginn annar er farinn til þess enn, þá fann ég þetta í innleggi yfirlýsts trúleysingja í bloggi Marínós um efnið Trúfræðslu og mannréttindi (vona að ég brjóti ekki af mér með að fá léðan þennan fróðleik um trúmál, frá trúleysingja, af annars manns bloggsíðu):
"Innra trúboð er stærstur hluti trúboðsstarfs evangelískrar ("trúboðandi") kirkju og trúboð er hennar helsta hlutverk skv. eigin skilgreiningum. Innra trúboð er þegar "sýndarkristnum" er kennd rétt kristni. Þeir sem segjast vera kristnir en trúa t.d. ekki á þrenninguna eða upprisuna eru í raun "hálfkristnir" eða minna og stærsta verkefni Þjóðkirkjunnar samkvæmt eigin skilgreiningum er einmitt að leiðrétta "trúvillu" þessara einstaklinga, gera þá sannkristna. Þetta er sem sagt yfirlýstur megin tilgangur hinnar evangelísk-lútersku Þjóðkirkju - að kristna fólk eins og þig Marínó (miðað við fyrri ummæli þín) en láta mig og mína alveg vera."
Eins og sjá má hefur viðkomandi trúleysingi sett sig mun betur inn í merkingu orðsins "evangelískur" en hinn skráði þjóðkirkjusauður er setti spurningu fram hér í upphafi.
Ætli kirkjunnar menn geti ekki alveg kvittað undir þessa útlistun? Þeir eru sennilega of önnum kafnir þessa dagana til að svara spurningum kjellingar úti í bæ.
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 17:33
Ja, ehemm, kjellinga er víst farin að þreytast í dag og tók ekki eftir því strax að hér að ofan er aðeins ræddur hinn trúboðandi hluti þrenningarinnar: biðjandi, boðandi, þjónandi.
Vænti enn svara frá guðfræði-fróðum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 17:37
?????έ???? faganaðarboðskapurinn, góður fréttirnar, gospel á ensku.
Páll notar þetta: 1.Kor.15:
1Ég minni yður, bræður, á fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku og þér einnig standið stöðugir í. 2Fyrir það verðið þér og hólpnir ef þér haldið fast við orðið, fagnaðarerindið, sem ég boðaði yður, og hafið ekki ófyrirsynju trúna tekið. Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, 4að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum 5og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf...
SM, 15.12.2007 kl. 00:22
spunirngarmerkin eru vegna grískunnar sem ég setti inn; evangelion
SM, 15.12.2007 kl. 00:22
Þökk fyrir að benda mér á, þetta, Sylvía.
Auðvitað á maður að leita í texta Biblíunnar eftir skýringum !
Þetta er betra en nokkrar útlistanir á Wikipediu. Vona að enginn haldi að ég sé wikipediu-trúar , þó ég leiti oft upplýsinga og skýringa þar.
Verst að kunna ekki neitt í grísku.
Þó hef ég hugsað mér að vera búin að læra nokkur orð í nútíma-grísku áður en ég fer aftur til Krítar ...
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 00:51
Ég er svo sem sjá má mest fyrir að fara sem minnstar krókaleiðir að efninu...
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.