Jól 1956
Öftust á myndinni hér að ofan stendur Lilja María (Lillý), sitjandi er Aðalheiður (Heiða) með Sigrúnu Rögnu (Rögnu, f. 1956) í fanginu. Fremst situr svo Greta Björg kotroskin og glöð á jólunum. (Slaufan fína tolldi nú ekki lengi í hárinu!)
Myndin er tekin við jólatréð í stofunni í gamla læknishúsinu á Kirkjubæjarklaustri, jólin 1956. Húsið er enn embættisbústaður héraðslæknis, það hefur nú verið tekið allt undir íbúð hans, en ekki aðeins efri hæðin, eins og var þegar ég átti heima þar. Þá var viðtals- og skoðunarherbergi, apótek og ein sjúkrastofa, fyrir fólk sem þurfti stöðugt eftirlit eða aðhlynningu, á neðri hæðinni. Héraðið var (og er enn) víðfeðmt, náði austan úr Öræfum, niður Meðalland og vestur í Álftaver.
Einnig kom fyrir að héraðslæknirinn á Klaustri þyrfti að leysa af héraðslækninn í Vík í forföllum, þá var yfir Mýrdalssand að fara. Í þá daga voru vegasamgöngur ekki eins og í dag, t.d. var ekki búið að loka hringveginum austur á Höfn, hann var ekki lagður og opnaður fyrr en löngu seinna, vegurinn endaði vestan megin við Núpsstað (undir Lómagnúpi). Læknirinn fór í byrjun dvalar okkar þarna á hestbaki yfir í Öræfi, yfirleitt eina ferð snemma vors meðan enn var lítið vatnsrennsli í óbrúuðum Núpsvötnunum, fyrir leysingar. Þó þurfti að bregðast við ef bráð veikindi komu upp þar, þá þurfti að sjúkdómsgreina í gegnum síma og útvega flugvél á staðinn ef ástæða þótti til, sem flaug þá með sjúklinginn beint á sjúkrahús í Reykjavík. Ég held að þarna hafi verið einhvers konar frumstæð flugbraut þar sem hægt var að lenda á í neyð.
Seinna fór læknirinn þangað í svokölluðum "vatnabíl", í fyld Lárusar Siggeirssonar, þess sem tók hvað mestan þátt í leitinni að "gullskipinu". Ég man að pabbi sagði einhvern tíma að hraustasta og harðgerðasta fólk landsins hefði verið í Öræfum þeirra tíma, fólk sem kallaði ekki allt ömmu sína og kynni að bjarga sér, og ef neyðarkall bærist þaðan væri full ástæða til að bregðast skjótt við.
Eiginlegur vegur var ekki um Mýrdalssand, þó heita ætti að ár væru þar brúaðar. Þær tók þó fljótt af í jökulhlaupum. Einnig kom fyrir að læknirinn þyrfti að fara á strandstað niður á fjörur, þar sem læknir þurfti að vera viðbúinn ef á þyrfti að halda. Slíkar björgunaraðgerðir gátu varað í sólarhring eða meira. Þessu læknishéraði þjónaði faðir minn einn í samtals 8 ár.
Pabbi notaði yfirleitt jeppa, í byrjun embættisjeppa sem voru fyrst gamli Willy´s jeppinn, svo staion útgáfa hans og síðast Land Rover. Lengst af eftir að við fluttum til Reykjavíkur átti hann hvern Land Roverinn af öðrum, sem kallaðir voru "Lallar" á okkar heimili. Seinna fékk hann sér svo Lödu Sport.
Einhvern tíma stóð ég við hlið vel stæðs náunga heima hjá fyrrum tengdaforeldrum mínum og gáði að ferðum foreldra minna, sem voru væntanleg, út um glugga. Þegar þau óku upp að húsinu varð manni þessum að orði: "Nú, á pabbi þinn Lödu? Er hann ekki læknir?"
Ég sagði víst einhverjum að mamma væri með á myndinni hér efst, sem ég tók myndina í höfundarboxinu út úr. Það var misminni. Móðir mín, Ásta Kristín (Ásta) er með okkur á þessari (eldri) mynd:
Faðir minn heitir Úlfur Ragnarsson, hann orti mörg ljóð og sum þeirra hef ég birt hér á síðunni.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð | Breytt 16.12.2007 kl. 03:28 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Hins vegar hef ég starfað við hjúkrun og setið námskeið um geðsjúkdóma, svo ég tel mig vita aðeins um hvað er að ræða."
Taldi þig vita nokk um hvað þú varst að tala, þú skrifaðir þannig, en er ekki jákvætt að reyna að peppa fólk upp? ég tel það a.m.k. eftir mína reynslu.
Vildi bara færa þetta af síðunni hans Valla, hann hefur nóg að bera strákurinn, það veit ég þó ég hafi aldrei orðið jafnslæm og hann, Guði sé lof.
var ómögulegt að læknir ætti lödu? hversu vel lýsir þetta hugsunarhætti hjá sumu fólki
hef verið að skottast hér um á síðunni þinni núna í dag og lesið ljóðin sem og annað blogg hjá þér, mun örugglega heimsækja þig oftar,takk fyrir mig
Góð kveðja til þín mín kæra af Skaganum
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 17:33
Jú, Guðrún, ég er sammála þér um að það er mjög jákvætt að peppa fólk upp!
En þú veist líklega jafn vel og ég að það er til fólk sem lítur á þunglyndi sem aumingjaskap, sem fólk eigi að geta hrist af sér sisona. Þó ég vilji alls ekki bera þér á brýn að hafa talað þannig í athugasemdinni þinni, hún var mjög jákvæð á allan hátt.
Ég vildi víst bara leggja áherslu á að þunglyndi væri sjúkdómur sem fólk ræður ekki við að öllu leyti, þó það að beita meðvitað jákvæðri hugsun sé til bóta.
Einhvern tíma las ég í blaði um að rannsóknir hefðu sýnt fram á að einhverjar heilstöðvar væru vanvirkar, eða boðefni vantaði í heilann hjá þunglyndu fólki. Það að hægt er að beita lyfjagjöf sýnir þetta.
Það sama var talið eiga við um þá sem auðveldlega ánetjast alls kyns fíkn. Eins og þú veist er mjög misjafnt hvað fólk er viðkvæmt að þessu leyti, t.d. gagnvart áfengi. Sumir eru alkar frá fyrsta sopa, meðan aðrir geta drukkið árum saman án þess að neyslan fari úr böndum. Það hefur þó því miður ekki enn verið fundið upp lyf við þessu. Og þunglyndislyfin eru auðvitað engin allsherjar lækning, og þau hafa auðvitað marga vankanta og slæmar aukaverkanir, enn sem komið er.
Ef vel á að vera í geðlækningum verður lyfjagjöf, samtalsmeðferð og terapía að haldast í hendur. Oft er talað um að of mikið sé um að fólk fái bara lyf, þeim sé hent í fólk og sagt bless....Jæja, en ég ætla ekki að blaðra um þetta efni í allt kvöld...
Gott að þú hafðir gaman af að lesa síðuna mína.
Þakka þér fyrir komuna og velkomin aftur.
Bestu kveðjur
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 20:33
flottar myndir
SM, 15.12.2007 kl. 22:21
Takk!
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 22:50
Pabbi tók þessar myndir, nema þá af sjálfum sér!
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2007 kl. 03:31
Takk, Valli minn!
Í sambandi við myndina af pabba man ég það núna að kannski tók hann þessa mynd sjálfur. Mig minnir nefnilega að hann hafi stækkað hana sjálfur út úr hópmynd.
Hann átti mjög góða Leicu (kassavél eru vélar sem kíkt er ofan í ekki kallaðar það?) og þrífót, sem hann gat stillt á tíma og svo hljóp hanna og var með á myndinni. Þetta fannst mér alltaf mjög sniðugt!
Pabbi átti öll tæki til framköllunar. Mér fannst alltaf mjög gaman að fá að vera hjá honum þegar hann var að framkalla myndir, mér fannst alltaf jafn spennandi að sjá myndirnar koma smám saman í ljós á pappírnum. Og alls konar triks sem hægt var að nota. Svo var hægt að búa til glans á þær á eftir, það var gert í öðru tæki með hita.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2007 kl. 11:19
Skemmtilegur fróðleikur hér Gréta mín. Og flottar myndir. Takk
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2007 kl. 11:40
Frábært að fá svona opnaðar dyr inní "gamla" tíma. Meira svona, þetta er frábært, Gréta! Ég hef lesið mikið eftir pabba þinn og haft mætur á honum, alla tíð. Allra bestu aðventukveðjur til þín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.12.2007 kl. 00:07
Þakka þér fyrir og sömuleiðis!
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.12.2007 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.