Leita í fréttum mbl.is

Þegar piparkökur skreytast

piparkökurÍ dag skreytti ég piparkökur með honum pápa mínum. Hingað til höfum við skreytt upp úr heilli dós af kökum og mátt sjá afrakstur í formi prímadonnu-piparköku-skreytinga-listaverka. Því miður held ég að við höfum valdið múttu svolitlum vonbrigðum í ár, því bæði erum við hálflasin þessa dagana og vorum ekki til stórræðanna. Í ár varð skreytingin samvinnuverkefni, sem við mörðum af á 32 stk piparhjörtu með glasúr í fjórum litum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gréta...ég er hætt að þekkja þig...þú ert alltaf að skipta um mynd!...alltaf jafn myndarleg þó

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 11:56

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka hólið - ég er nú ekki beysin á núverandi mynd, búin að vaka mestalla nóttina.

He, he, það var verið að setja út á mann (sr. S) sem er í vinnufötunum sínum á höfundarmyndinni í blogginu sínu - honum finnst það bara flott hjá sér - mér datt í hug að herma eftir honum

Að vísu er ég nú hætt í þessu starfi, þetta er 8 ára gömul mynd, en það verður að hafa það. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Svavar Alfreð er nú bara að sýna "autoritet" með þessari mynd.  Vertu ekkert að benda honum á það, best að hann viti ekki að fólk fattar alveg að það sé maður á bak við skikkjuna!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 13:55

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna, það var ekki ég sem benti honum á það, það var einhver sem kallar sig Vilhelminu af Ugglas sem gerði það HÉR.

Mér fannst bara upplagt að máta hvernig maður fílar sig í "einkennisbúning" stéttar sinnar hér á blogginu - bara sem smá djók, eða kannski írónía. Hugsa að ég setji aftur "jólasveinagretuna" eftir nokkra daga. Fannst pínulítið asnalegt að taka þátt í samræðum sem "litla Greta".

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 15:29

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er að segja að Vilhelmina vísar í þessa færslu sína í bloggi Svavars.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 15:30

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

i see

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.