Leita í fréttum mbl.is

Hljóða nótt! Heilaga nótt!

Þýðinguna á "Stille nacht" í færslunni hér fyrir neðan fann ég á netinu, og hélt að  sú þýðing væri þýðing Matthíasar Jochumssonar; þar (á netinu) var hún birt án þess að höfundar væri getið. Í gærkvöldi hlustaði ég á plötu með söng Sígríðar Ellu Magnúsdóttur. Þar söng hún "Hljóða nótt! Heilaga nótt!"  í réttri þýðingu Matthíasar og ætla ég að birta hana hér fyrir neðan.

Ég hef því miður enga hugmynd um eftir hvern fyrri þýðingin er, gaman væri að frétta um það. :

Nóttin helga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hljóða nótt! Heilaga nótt! 

 

Hljóða nótt! Heilaga nótt!

Hvílir þjóð þreyttan hvarm,

nema hin bæði, sem blessuðu hjá,

barninu vaka með fögnuð á brá.

Hvíldu við blíðmóður barm.

 

Hljóða nótt! Heilaga nótt!

Hjarðlið, þey, hrind þú sorg.

Ómar frá hæðunum, englanna kór, 

"yður er boðaður fögnuður stór;

Frelsari í Betlehemsborg."

 

Hljóða nótt! Heilaga nótt!

Jesú kær, jólaljós

leiftrar þér, guðsbarn, um ljúfasta brá,

ljómar nú friður um jörðu og sjá;

himinsins heilaga rós!

 

 Þýðing  Matthíasar Jochumssonar á "Stille Nacht, Heilige Nacht"

Nóttin helga - málverk eftir Carl Bloch 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk sömuleiðis, Þrymur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband