29.12.2007
Flugeldar
Mér finnst að það ætti að vera bannað að skjóta upp flugeldum fyrr en á gamlárskvöld.
Þessa stundina mætti halda, eftir látunum hér fyrir utan í hverfinu mínu að dæma, að það væri skollið á stríð í landinu!
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 121500
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...segðu!...verst eftir áramót...allar sprengingarnar þá
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.12.2007 kl. 22:44
já þetta er of mikið, líka vegna hesta og hestamanna.
SM, 30.12.2007 kl. 00:17
Gréta mín takk fyrir að vilja koma sem bloggvina mín.
Mér finnst í lagi að takmarka tíman sem við fáum til að skjóta þessum
danda upp í loftið.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2007 kl. 09:41
Takk sömu leiðis, Milla.
Mér finnst allt sem þú leggur til mála hér á blogginu svo skynsamlegt og hlýlegt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.12.2007 kl. 12:09
Ég er sammála ykkur varðandi flugeldum.
Heidi Strand, 30.12.2007 kl. 15:01
Sennilega var þetta nú flugeldasýning Landsbjargar sem heyrðist svona greinilega alla leið hingar......mér er samt sama, þetta er ekki skemmtilegt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.12.2007 kl. 20:38
Það er verið að sprengja héran núna, og ekki er ÞAÐ Landsbjörg...
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.12.2007 kl. 20:38
Ég er nú ekki sammála að það eigi að banna flugelda, enda er þetta í gangi aðeins nokkra daga ári.
Vendetta, 30.12.2007 kl. 20:46
Vendetta, ég er ekki að tala um að banna flugelda, heldur vil ég að þeir séu sendir upp á gamlárskvöld, ekki alveg frá 28. des. og til 6. janúar, eins og nú er.
Er ekki dálítið síðan þú hefur verið hér heima um áramót? Því þú mátt vita að landar þínir eru orðnir sprengi-óðir í kringum áramót.
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.12.2007 kl. 21:09
Er það annars ekki rétt skilið hjá mér að þú búir erlendis?
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.12.2007 kl. 21:11
Nei, ég bý á Íslandi. Hins vegar hef ég búið mestalla ævina erlendis. Og þótt ég hafi góða en krefjandi vinnu, hyggst ég af öðrum ástæðum flytjast aftur til útlanda einhvern tíma í framtíðinni. Hvert það verður, veit nú enginn, erfitt er um slíkt að spá.
Vendetta, 31.12.2007 kl. 01:31
Í nótt, aðfararnótt gamlársdags, löngu eftir miðnætti, var skotið. Nú er farið að birta af degi á gamlársdag, klukkar er hálf-ellefu, og enn er skotið. Það er ekkert spáð í ónæðið sem þetta veldur öðru fólki, og dýrum. Fólk kann sér ekkert hóf. Þetta er klikkun! Fyrir utan það að það er ólöglegt að sprengja og skjóta upp að nóttu til, eftir kl. 12 á miðnætti, nema á nýársnótt, man ekki hvenær má byrja á morgnana. Ég hringdi nefnilega í lögreglu og spurði út í þetta. En hún virðist ekkert skipta sér af því þó verið sé að með sprengingar á nóttunni.
Oft er nefnt að það sé nú gott að mikið seljist af flugeldum og skot-dóti, því þetta renni allt til styrktar björgunarsveitum. Málið er að það eru fleiri farnir að selja, ágóðinn fer ekki allur til þeirra. Auk þess sem það væri í fínu lagi, og mun umhverfisvænna, að borga björgunarsveitunum bara beint.
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.12.2007 kl. 10:40
Við vorum að kaupa áðan frá Hjálparsveit Skáta (Landsbjörg?) í gámi við Mjóddina. Nú veit ég ekki hvað miklum hluta af björgunum skátarnir standa fyrir, getur nokkur upplýst um það?
Vendetta, 31.12.2007 kl. 16:21
Ég þekki þetta því miður ekki, með hjálparsveit skáta.
Það er búið að skjóta nær stanslaust í allan dag hér í hverfinu. Mætti halda að skollin væri á styrjöld, þegar maður heyrir þetta hér innan dyra. En kannski vill fólk vera búið að skjóta upp ef veðrið skyldi versna í kvöld, veit það ekki. Ég man ekki eftir svona mikilli skothríð í fyrra fyrr en um kvöldið.
Frændi minn, konan hans og börnin þeirra komast ekki í matarboð í kvöld til foreldra hans, vegna þess að heimiliskötturinn er orðinn skelfingu lostinn af látunum nú þegar. Þau vilja ekki skilja hann einan eftir heima. Of mikið umstang að fara með sandkassann og allar græjur milli húsa, nóg stúss samt með litlu börnin. Svo þau verða heima í kvöld að passa dýrið sitt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.12.2007 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.