4.1.2008
Vindhani - eða að svíkja lit
Ég veit ekki hvort Anna B. Mikaelsdóttir beindi því til mín sérstaklega þegar hún skrifaði óviðurkvæmilega athugasemd hjá mér við myndbandið með viðtalinu við Vonnegut. Sé það ekki tilfellið bið ég hana vinsamlegast að gefa mér skýringu á athugasemdinni. Ég vona að hún hafi ekki beint þessu til mín, þar sem ég lít á hana sem kæra bloggvinkonu mína, og að henni sé það vel kunnugt um afstöðu mína og skoðanir, að það ætti ekki að koma henni á óvart að ég gagnrýni trúleysingja jafnt sem kirkjunnar menn.
Ég skil satt að segja alls ekki hvað Önnu gekk til með að skrifa þetta, því ekki hefur mér sýnst hún elsk að harðstjórum, hvorki Bush né Hitler! Anna mín, vinsamlegast komdu með skýringu, og/eða beiðni um að ég taki athugasemdina þína út, þar sem mér finnst hún þér ekki sæmandi. Nema þetta hafi verið meint sem brandari, sem ég (og Vendetta) skildi ekki, og jafnvel þá finnst mér hann smekklaus, svona án allra útskýring (samt alls ekki verulega smekklaus ).
Klukkan 20:30: Fengin er skýring á undarlegri athugasemd Önnu í viðkomandi færslu, hún stafaði af bilun í tölvu og stimplaðist þarna inn fyrir mistök! Ég bið Önnu innilega velvirðingar, hafi henni sárnað þessi færsla mín, en mig langar til að láta hana standa áfram hér inni sem vitnisburð um það hvað getur gerst í mannlegum samskiptum í þessu bloggumhverfi, sé maður nógu vitlaus.
Einnig langar mig til að leyfa því sem á eftir fer í færslunni að standa hér áfram sem svolitla útskýringu á viðhorfum mínum í umræðum um trúmál hér á moggablogginu:
Sé það tilfellið að athugasemdinni sé beint til mín í fullri alvöru, þá ætla ég að endurtaka hér það sem ég skrifaði í athugasemd hjá séra Svavari Alfreð (með breyttu orðalagi og viðbótum). Fyrsta málsgreinin beindist fyrst og fremst að því sem ég skrifaði um umræðuna hjá honum, en getur líka gilt almennt:
Það er auðvitað alveg sjálfsagt að reyna að leiðrétta fólk sem misskilur það sem maður segir. En stundum veltir maður fyrir sér hvort maður sé ekki hreinlega viljandi misskilinn, það er að segja að "andstæðingurinn" loki augunum hreinlega fyrir þeim mótbárum sem maður kemur með, vegna þess að það hentar hans skoðun betur að sjá ekki hvað maður á við. Svo fastir eru sumir á sínu. Halldór Laxness kallaði þetta að ganga með steinbarn í maganum. Þá er auðvitað þakkarvert ef einhver vill taka að sér ljósmóðurstörf, skyldi einhvern tíma koma að fæðingu.Ég vil hér með taka það skýrt fram, að síst er ég andsnúin kristinni trú, þó svo sumir sem telja sig sannkristna, og einnig, svo merkilegt sem það er, einn og einn trúleysingi, hafi sagt mér að ég sé alls ekki kristin, það er samkvæmt þeirra skilningi á þeim trúarbrögðum (religion). Enda tel ég mig, eins og oft hefur komið fram í skrifum mínum, trúaða, en samt ekki hallari undir ein trúarbrögð en önnur. Eins og ein góð vinkona mín minnti á í athugasemd við færslu hjá mér, þá er þetta tvennt trauðla það sama, og í sumum tilvikum alls ekki það sama.
Ég leyfi mér að gagnrýna ýmislegt varðandi þjóðkirkju landsins, þar sem mér þykir staða hennar að ýmsu leyti of/alltof óljós, sérstaklega þegar kemur að því hvort hún sé/eigi að vera ríkiskirkja eða ekki. Bendi í þessu sambandi á færsluna mína sem ég nefndi "Esaú", þar sem ég fjalla um stöðu þjóðkirkjupresta innan samfélagsins, sem mér finnst að hljóti að vera þeim erfið á stundum. Einnig kemur slík gagnrýni fram í grein minni um húmanisma og trú. Það þýðir hins vegar ekki að ég sé andsnúin trúarbrögðum sem slíkum. Þvert á móti, ég aðhyllist trúfrelsi og finnst að hver og einn eigi að fá að hafa sína persónulegu trú í friði, fyrir sig. Hins vegar þykir mér málið horfa allt öðruvísi við, leitist einstaklingar við að troða þeirri trú upp á aðra, ekki hvað síst ung börn, sem hafa ekki forsendur til að vega og meta og taka persónulega ákvörðun.
Þetta er skýring mín, þyki einhverjum ég vera beggja blands og snúast eftir því sem vindurinn blæs. Það er alls ekki mitt eigið álit að svo sé, heldur er mér gjarnara að fylgja sannfæringu minni heldur en að samsama mig einum hópi frekar en öðrum. Ég er hvorki hópsál né einstefnumanneskja, heldur fylgi sannfæringu minni í hverju máli, óháð skoðunum annarra. Það er skýringin, ekki flóknari en þetta.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað var það sem hún skrifaði?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.1.2008 kl. 15:36
sá hvað hún skrifaði, þetta hlýtur að vera einhvers konar djók, trúi ekki öðru.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.1.2008 kl. 15:52
Þá finnst mér að hún þurfi að útskýra djókið fyrir minni húmorslausu persónu, og Vendetta líka, sem virtist heldur ekki fatta húmorinn, og taldi þessu kannski beint til sín, af engri sjáanlegri ástæðu......
Kannski var Anna bara í vondu skapi og þurfti að fá útrás? Hvar annars staðar er betra að gera það en hjá vinum sínum!
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 15:56
Gréta mín þú þú segjir: ,,Hvað er bak við ystu sjónarrönd".
Ég tel að það sem er á bak við glæruna sé okkur hulið.
Það sem er okkar megin við hana sé staðreind lífsins, ekki ætla ég að dæma það sem á undan hefur gengið í þínum skrifum um trúmál að þeirri einföldu ástæðu að ég hef ekki fylgds með þeim skrifum.
Ég aðhyllist trúfrelsi eins og þú, og hef mínar skoðanir eftir atvikum mála.
Eitt veit ég með vissu, að það er fullt af fólki sem rekur rýtinginn í bakið á manni,
alveg óundirbúið, og þá er það þeirra mál.
Nú er ég að segja mína skoðun. þeir sem geta gert manni óverðskuldaðan óskunda og ekki virt mínar skoðanir jafnframt því að setja fram sínar,
fá ekki margar stjörnur hjá mér.
Og læt ég það fólk óáreitt. það snertir mig ekki.
Svona hugsa ég. Kærleiks kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 16:18
Skemmtilegur,...ég veit það nú ekki, Valgeir,...ég vildi bara koma vissum hlutum til skila og á hreint hér í bloggheimum.
Bestu kveðjur til þín, og takk sömuleiðis fyrir góðar óskir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 18:45
Sæl Greta Björg
Anna er ágætis vinkona mín og ég veit að tölvan hennar hefur verið biluð frá því fyrir áramót. Hún hefur farið á bókasöfn til að skoða póstinn sinn og skrá sig inn á vefsvæði, reyndar er póstunin til þín frá því nokkuð eftir miðnætti síðustu nótt. En tölvur eru víða og hægt að komast í hjá vinum og kunningjum.
Líkleg skýringin á þessu kommenti hjá henni er að einhver hafi komið í tölvu á eftir henni, séð að fyrri notandi væri enn skráður inn og ákveðið að gera svolítið sprell.
Reyndar finnst mér heldur vafasamt að hafa heila bloggfærslu um eina manneskju og hennar komment. Nær hefði verið að eyða kommentinu, sér í lagi ef þú telur hana góða vinkonu þína, og hafa síðan samband við hana beint. Einhver svoleiðis kurteisari nálgun.
Sjálfur myndi ég taka það afskaplega nærri mér ef ég sæi heila bloggfærslu um mig með þvílíkri fyrirsögn, ég hefði þá betur unnið til þess! Mér virðist þú hafa farið heldur offari hérna, á meðan ekki skýrist betur hvað er að gerast hefði verið betra að fara varlega.
Brynjólfur Þorvarðsson, 4.1.2008 kl. 19:29
Elsku Gréta mín...ég var fyrst að fatta núna að ég hefði óvart "pastað " þetta hjá þér...var að kaupa nýja tölvu og er alveg "lost " með hana í augnablikinu. Þetta átti alls ekki að gerast og er slys! ...so sorry!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:03
Elsku Anna mín, það hlaut líka að vera...þetta var svo skrítið...
Ég kippi athugasemdinni út eins og skot! ...við Vendetta öndum léttar!
Það getur greinilega margt skeð í bloggheimum...
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:16
já bloggheimar eru nýir og spennandi...og skrýtnir...komdu endilega í kaffi sem fyrst, við gætum sannarlega spjallað um margt
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:21
Já, og bið þig fyrirgefningar á þessu gönuhlaupi,...ég skal taka þessa færslu út ef þú vilt...sennilega hefði ég betur sent þér þetta í tölvupósti, frekar en að gera þessa færslu.
Málið er að þessu var ekki fyrst og fremst beint til þín, heldur fannst mér ég verða að skýra afstöðu mína í þessum málum, þar sem mér finnst ég stundum vera eins og milli steins og sleggju í þessum trúmálaumræðum, á milli strangkristinna og trúlausra. Ég er nýbúin að verða fyrir atlögu frá einum ofurheilögum trúmanni, sem ég hélt á tímabili að væri hreinlega grín, en sem mér sýnist á öllu að sé alvöru karakter í því sjónarspili sem manni virðist stundum vera í gangi hér á blogginu, eins og til dæmis nú fyrir jólin.
Ég vona að þú skiljir mig, Anna mín.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:22
Brynleifur, svo ég skýri nú fyrirsögnina...Vindhani...þá var ætlun mín að hún ætti við mig sjálfa...datt einhvern veginn í hug að Anna hefði móðgast eitthvað við mig fyrir að gagnrýna færsluna hans Svans sem hún var svo hrifin af, að hún liti kannski á mig sem vindhana sem sveiflaðist til og frá og að henni finndist ég vera að svíkja einhvern málstað...sem gat þó ekki verið, þar sem sá málstaður er ekki minn.
Svona getur maður nú verið fullur af ímyndunum á köflum, já, hún ég.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:27
Gréta mín, láttu bara allt standa, það er hollt að sjá hvernig misskilningur getur orðið til bæði hér í bloggheimum og alls staðar. Ég er að átta mig betur á nýju tölvunni minni, en hef verið á bókasafninu þanngað til í gær. Var svo að tengja nýja tölvu í gærkvöldi og hlýt að hafa "pastað " þetta?...man það varla, annað en að hafa "copyað"...svo hef ég verið að lesa .ína síðu og ætlað að segja eitthvað gáfulegt?...hversu gáfulegt er "fuck you"?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:28
þetta var SVO ÓVART!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:29
*FUCK*
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:44
hahahahahahaha...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:49
Það á heldur ekki að vera "ð" í Fuck you.
Vendetta, 4.1.2008 kl. 20:56
Gott að þetta leiðréttist á milli ykkar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2008 kl. 21:52
Púff, guði sé lof, þetta var bara misskilningur. Hef lesið gagnlegan pistil þinn Gréta og greinargóðan, takk fyrir mig....humanisti
Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2008 kl. 22:37
Ég þakka hólið Eva, húmanisti er mikið sæmdarheiti.
Þess vegna stendur mér ekki alveg á sama um hvernig það er notað.
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.