Leita í fréttum mbl.is

Uppsögn!

Ég sé að Jón Valur Jensson er búinn að segja mér upp bloggvináttunni. Greinilega er ég ekki nógu grandvör kona til að verða hennar aðnjótandi.

Hvort skyldi mér nú hafa verið vikið burt úr einkaparadís Jóns Vals vegna þess að hann vilji ekki hafa heiðingja á sínum bloggvinalista, þar sem hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég sé ekki kristin, ...   

"

Smámynd: Jón Valur Jensson

Þá ertu ekki kristin, Greta Björg. En allt í lagi, að það sé þá komið í ljós.

Jón Valur Jensson, 2.1.2008 kl. 00:44"

 ( Já, ég ætla rétt að vona að það sé í lagi! Tounge )

...eða vegna þess að ég sagði hann, undir lok umræðu á bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar, nimbus, annan af tveimur mestu kverúlöntum sem ég hef kynnst um mína daga. Ég græt að sjálfsögðu krókódílatárum yfir þessu, sem sjá má, og orna mér í staðinn við sætar kattamyndir á bloggi Sigurðar. InLove

Hér eftir verð ég sem sagt að nálgast blogg JVJ eftir krókaleiðum, vilji ég fræðast um hans tegund af kristindómi, og ætli ég megi ekki gera ráð fyrir að ég hafi einnig verið sett á bannlista hvað varðar athugasemdir? Kannski læt ég á það reyna, kannski ekki. Cool

Friður Halo + ást Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Svolítið um svona hér á blogginu.  Fyrst hann lætur svona kjánalega hefuru ekki mikið að gráta.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, mér finnst þetta bara bjánalegt og til annars en að gera grín að því.

Eins og hver annar sandkassaslagur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Jens Guð

  Hann er bara að stríða þér.  Hann er svo hrekkjóttur.  Rosalegur prakkari.  En mig undrar hvað fólki gengur illa að kjósa hann í skoðanakönnun þinni um skemmtilega bloggara.

Jens Guð, 4.1.2008 kl. 20:18

4 identicon

Ef þetta er sandkassaslagur þá hefur þú greinilega borðað seinustu lúkufyllina af sandinum í þessum slag með þessari færslu. "Seinastaorðismi" á lægsta stigi. Njóttu sigursins

Jakob (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Eg held , eins og Jens, að Jón Valur sé ekki búin að loka á þig. Við JónV erum næstum aldrei sammála og hann er ekki búin að loka á mig ...ennþá.

Ef hann er búinn að loka á þig, þá færðu þumla upp!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvaða Jesús trúir Jón Valur á? Hann fylgir ekki boðum Meistarans frá Nasaret, sýnist mér.

Hann setti mig í bann nýlega. Áður en það gerðist hafði hann lýst því yfir að ég væri of mikill kaþólikkahatari til að hann vildi hafa mig fyrir bloggkunningja. Hann hefði verið góður starfsmaður rannsóknarréttarins í Portúgal. En ég les nú bloggið hans samt. Ég er kominn af svo siðuðu fólki að ég erfi þetta ekkert við hann. Það er örugglega býsna erfitt að vera kaþólikki. Allt þetta tal um synd og iðrun geri menn dálítið ruglaða í ríminu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2008 kl. 20:38

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

ÉG SKAL HLÝÐA OG VERA ÞÆG OG GÓÐ ÞAÐ SEM EFTIR ER KVÖLDSINs.

AMEN.

ELSKA YKKUR ÖLL

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þú ert kristin...eins og ég!...án kirkju!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:59

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jens,

Já, þetta er skrítið, að enginn skuli kjósa hann Jón.

Fyrigefðu að ég skyldi gleyma að hafa þig með á listanum. Þú verður með næst, ef ég set aftur upp svona lista.

En vonandi skilur fólk að listinn er hugsaður sem smá grín hjá mér. Eins þessi færsla líka. Þó ég viðurkenni að mér sárnaði smá-oggulítið við Jón að segja að ég sé ekki kristin. En við því var að búast, þar sem ég er hvorki kaþólikki né þjóðkirkjukristin, heldur trúi ég fyrst og fremst á æðri mátt.

En ég má víst passa stríðnispúkann í mér, að hann skoppi ekki út um víðan völl.  Þið megið alveg láta mig vita af því ef ykkur ofbýður. 

Já, Anna mín,

Það er nefnilega lóðið.

Eða að ég er bara einfaldlega trúuð, á það góða í manninum.

Eins og Dalai Lama sagði:

"This is my simple religion. There is no need for temples; no need for complicated philosophy. Our own brain, our own heart is our temple; the philosophy is kindness." - Dalai Lama

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 21:07

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jakob,

Ég má nú alveg leika mér eins og hinir krakkarnir.

Anna,

Ég testa þetta á bloggi JVJ við fyrsta tækifæri, þar er engin smuga eins og er.

Villi,

Þú sem óskaðir honum Jóni svo pent til hamingju með nýja biskupinn. Fljótt skipast veður á lofti.

Annars ert þú ekki barnanna bestur, sýnist mér, grefur upp ófögnuð hvar sem hann kann að vera að finna. Og sérð stundum afturgöngur á stöðum þar sem þær eru þó ekki til í raun og veru.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 21:16

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef sko aldrei verið bannaður af honum Jóni Vali  ....

Núna finnst mér ég vera minniháttar ....

Steingrímur Helgason, 4.1.2008 kl. 21:20

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Oj, oj, bara orðið að statussymboli...ég veit nú ekkert hvort hann hefur bannað mig um leið og hann henti mér út...

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 21:27

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sé að einhver er búinn að kjósa JVJ,

...varst það kannski þú Steingrímur, af þínu miskunnarríka hjarta...kannski færð þú bannfæringu út á það.

Nú eiga aðeins Prédikarinn og Stefán Fr. eftir að fá atkvæði...

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 21:37

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið Vilhjálmur Örn hafið aldrei verið á bannlista hjá mér, Greta Björg. En maður hlýtur að ráða því sjálfur, hverja maður kallar vini sína. – Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 4.1.2008 kl. 22:05

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hmmm .... þú gafst mér hugmynd Greta Björg, ég ætla að fylgja þessu fordæmi og gera könnun um hver skemmtilegasti kristni bloggarinn sé.   Sjá nánar hér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.1.2008 kl. 22:58

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, komdu sæll, Jón Valur

Auðvitað ræður maður því hverjir eru vinir manns. Gott að vita að ég má enn skrifa athugasemdir hjá þér.

Líklega hefur þér sárnað þetta um kverúlantana, ég er svo sem ekki hissa, þetta var ekki beint kurteislegt eða í ætt við mannasiði sem manni voru innrættir í bernsku. Svona fer fólki aftur með aldrinum. 

Annars hef ég nú ekki tekið það svo hátíðlega með blogg"vina"lista, því mjög mikið er listinn einfaldlega listi yfir fólk sem manni finnst áhugavert að lesa. Varla hægt að kalla alla hjartans vini sem eru þar á lista.

Ég hef að vísu þann sið að raða á listann minn eftir því hvort fólkið á honum er persónulegir vinir mínir í "eigin persónu" (það er að segja fólk sem ég þekki augliti til auglitis), svo er eru bloggvinir sem skrifa reglulega athugasemdir hjá mér og ég tel vera bloggvini mína, síðan er fólk sem ég hef á lista vegna þess að ég tel skrif þeirra áhugaverð, af ýmsum ástæðum, og það fólk sem hefur óskað eftir að gerast bloggvinir mínir, þó það hafi ekki að öðru leyti gert vart við heimsóknir sínar hingað.

Svo eru skrípakallar eins og DoctorE, Guttomur og Samhyggð hafðir neðstir á listanum! (Þórdís Tinna er þar út af stafrófsröð). En ef til vill flyst doktorinn ofar, ef hann verður stilltur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 23:07

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Oj, oj og ó, ó,...nú er Stefán Fr. sá eini sem ekki hefur fengið atkvæði...þetta er bara eins og í Eurovision...hvernig ætli honum líði með það, ef hann veit þá nokkuð af þessari könnun?

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 23:25

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki þori ég fyrir mitt litla líf að leggja hér orð í belg.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 23:31

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Samt urðu þau einu fleira en postularnir, Sigurður...

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 23:52

20 Smámynd: Ingólfur

Yfirleitt þegar ég hef hætt mér til að skrifa athugasemdir hjá honum Jóni V. að þá hef ég fengið að heyra að ég væri á hálum ís. Ég tel mig nú hafa verið frekar hófsamur hjá honum og býst hálfpartinn við að vera settur í bann fyrir það eitt að vera honum ósammála.

Það kemur því ekki svo á óvart að hann segi upp bloggvinum sínum sem hann hélt að væru sannkristnir, þegar hann kemst allt í einu að þeirri niðurstöðu að þeir séu hundheiðnir.

En taktu þetta ekki nærri þér, Greta mín, ég skal vera bloggvinur þinn alveg óháð hvort þú flokkast sem kristin eða eitthvað annað.

Ingólfur, 5.1.2008 kl. 00:51

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir það, Ingólfur. Þetta eru ekki slæm býtti!

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2008 kl. 01:05

22 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæl Greta,ég þekki kannski ekki nógu vel til hlýtar til að kommentera eitthvað af viti.Ég verð nú samt að segja hvað mér finnst nú um þessa endalausu Krist umræðu og hvað sé nú svona eða svona.Sjálfur tel ég mig Kristinn mann og reyni af bestu getu að fylgja hjarta mínu,því í hjarta mínu er guð minn.

Heili minn aftur á móti er alltaf að reyna að segja mér eitthvað annað en hjarta mitt vill,ég vil vera dæmdur af guði mínum Jesú þegar minn tími kemur.Hvað Jón Valur sem ég tel ágætis mann og allt það hefur ekkert að gera með minn dóm en auðvitað má hann hafa sína skoðun.Eitt veit ég og það er að því meir sem ég þroskast og þykist vita því betur geri ég mér grein fyrir hversu lítið ég veit,hvernig get ég farið um og sagt að minn sannleikur sé eitthvað merkilegri en þinn,en auðvitað vill ég fá að lifa eftir mínum sannleik og minni sannfæringu.Síðan er auðvitað alltaf gaman að diskutera hitt og þetta.Að mínu mati að vera Kristinn er að mestu framkvæmd og felst í því að koma fram hvert við annað af virðingu og umburðarlyndi,jæja best að setja einhvern enda svo þetta verði nú ekki endaleysa sem mér finnst einmitt umræða um guð verða oft hér á blogginu.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.1.2008 kl. 10:13

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sæll Úlfar

Takk fyrir þetta. Ég er sammála þér að maður finnur fyrst og fremst í hjarta sér hvort maður er kristinn eða ekki. Þá skiptir það mann líka engu máli þó einhver aðili úti í bæ haldi öðru fram, það breytir engu. Það er álíka og einhver segði við mig að ég sé með brún augu en ekki blágrá. Ég myndi fara að hlæja, eins og ég gerði þegar ég las þetta sem Jón skrifaði. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2008 kl. 12:33

24 identicon

Spáðu í því að ég set það ekki fyrir mig að hafa þig sem bloggvin og ég er trúfrjáls. Ég er með slatta af kristnum bloggvinum, það síðasta sem mér dettur í hug er að afneita vinskap manna þó þeir séu ekki sama sinnis og ég...
Svona dæmi segja miklu meira en nokkur orð um misskilin kærleika sumra sjálfskipaðra kærleiksmanna

DoctorE (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:35

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að vísu er ég ein þeirra sem eru með augu sem skipta lit eftir umhverfi og skapsmunum, en þau verða samt aldrei brún!

Doktor, mér finnst þetta aðallega fyndið. His loss!

Ég segi sama og þú, ég raða ekki á listann eftir skoðunum, mér finnst gaman að lesa skrif frá fólki með ólík sjónarmið, það gefur manni mikið. Alls ekki gott að lesa alltaf bara það sem maður er sammála. Þó svo púlsinn geti stundum orðið aðeins hraðari við að lesa eitthvað sem maður er gjörsamlega ósammála, þá held ég að það sé bara hollt. 

Ingólfur Harri, þú þyrftir að vera á skautum þegar þú heimsækir Jón Val...

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2008 kl. 12:45

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vilhjálmur bannaði mig nú af því að hann telur mig vera gyðingahatara fyrir það eitt að vera ekki fullkomlega sammála um Zionismann hans, sem kemur í sjálfu sér gyðingdómi lítið við.  Svo siðuðu fólki er hann nú kominn af.  Ég segi nú ekki annað.  Hann er sennilega hrokafyllsti vitleysingurinn á þessu bloggi.  Það að hafa þá skoðun með tillititi til sjálfgefins uppruna hans, gerir mig semsagt að gyðingahatara. Það finnast víst ekki hrokar og hrottar í þeim röðum eða hvað?  Ég get byrjað á að nefna Guðinn hans t.d. sem er sami Guð og Kaþólikkar mæra.  Hatur hans á Kaþólikkum er því svoldið tvíbent. Svo eru dúdar eins og Sharon og mannvinurinn Richard Pearle, sem hann dáir.  Annars er sama hvert málefnið er hjá Vilhjálmi, hann talar alltaf niður úr fílabeinsturni sínum, þessi bitri akademiker.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 14:59

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nánar: Vilhjálmur, er sá sem kemst næst Jóni Val í útskúfunum og útstrikunum á sínu bloggi og á sama hátt fyrir nafnleysi(ef viðkomandi er ekki sammála) og almennt fyrir að hafa ekki "rétta" skoðun.   Hann slær jafnvel Jóni við, sem segir svolítið um sálartetrið hans.  Það er ekki heil rúða í glerhúsum þessara höfðingja.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 15:18

28 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, Þú átt meira bágt en ég hélt. Þú ert greinilega aðeins að blogga til að fá útrás fyrir fúkyrði og svartagall. Allir verða að vera þér sammála, annars lætur þú illa. Þú gerir það ekki bara undir eigin nafni, heldur hefur sálin í þér tekið nokkra skemmtikrafta í vinnu, sem eiga allir við svipuð vandamál að stríða og Jón Steinar. Það er dálítið of psýkópaískt fyrir minn smekk. 

Ég hef reyndar aldrei skrifað neitt um Sharon eða Pearle. Þú leggur fólki einatt orð í munn í einni setningu og svo virðist sem þú sért farinn að trúa ruglinu í þeirri næstu. Þú hefur einnig ólmur tjáð þig um trúarlíf mitt og annarra, en allt sem þú segir um það er venjulega orðið til í ímyndunarveiki þinni. Þú hlýtur að vera í einhverju annarlegu ástandi. Taktu það nú rólega karlinn minn, og hinir persónuleikarnir líka, þó svo að "bitri akademíkerinn" hafi lokað á ykkur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2008 kl. 16:35

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vilhjálmur. Ég er að benda á að þú ert að saka Jón um eitthvað, sem hann hefur ekki gert þér en ert sjálfur sekur um það að banna fólk og strika út ummæli, sem þér finnst ekki falla að hugmyndaheimi þínum. M.a. fyrir gagnrýni á Zionisma.  Þú hefur tjáð þig meira um trúarlíf annarra á þínu bloggi meir en flestir aðriir og það í háðung og vanvirðingu en ekki í rökleiðslum eða skoðanaskiptum.  Drullaðu bara yfir mig eins og þér sýnist, en ég skora á fólk að blkaða svolítið í blogginu hans.  Þar sjást að vísu ekki komment og karakterar, sem hann hefur strokað út.  Það er því miður allt rétt sem ég segi þarna Viljálmur.  Það ert þú sem hefur haft bloggið fyrir einhvern svartagallsventil.  Margur heldur mig sig.

Þú hefur sett það sem reglu að menn komi ekki naflausir inn á bloggið þitt, nema að þeir mæri þig.  Ég veit ekki betur en að þú hafir byrjað þinn bloggferil nafnlaus undir nafninu POSTDOC og farið hér mikinn í drullumakeríi á kommentakerfum. 

Annars ætla ég ekki að ergja mig á dónaskap þínum og hroka.  Maður gat aldrei verið viss um á hvern þinna persónuleika maður hitti á blogginu þínu. Núér svo komið að sá sem á flest komment á þínu kerfi ert þú sjálfur, sem er algerlega unic.  

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 17:26

30 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, þú veður enn í villu. Alveg frá upphafi, í janúar 2007, hef ég skrifað undir eigin nafni og kallað bloggið mitt PostDoc Kaupmannahafnarpóstur. Engar breytingar hef ég gert á því. 

Ég þarf ekki að fela mig á bak við kreddur og get staðið við orð mín án þess að bregða mér í allra kvikinda líki til að koma frá mér orði. Þakka þér samt fyrir að mæla með fleiri heimsóknum á blogg mitt.  Þú hefur fyrst og fremst sóst í færslur um Ísrael og gyðinga til að lýsa ógeði þínu á hvortveggja. Ég skrifa líka mikið um annan fróðleik. Trúmálaumræðunni hef ég einungis tekið þátt í þegar trúleysingjar gera trúarofstækisatlögu að trúuðu fólki. Ég ber virðingu fyrir trúuðu fólki eins og öðrum.

Reyndar var aldrei lokað á þig nema í tvo daga, og hefur það espað þig og alla "alíasana" þína meira en mig hafði grunað. Við höfum hins vegar aldrei verið bloggvinir eins og ég og Jón Valur. Ekki sakna ég hans beint, og vona ekki að þú líðir meira en komið er undir mínu banni. Ef þetta er svona slæmt fyrir sálartetrið í þér mátt þú alveg koma í heimsókn, en ekki búast við að ég svari þér ef einhver gamall nasisti hefur lagst á sálina.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2008 kl. 18:49

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar hef ég lýst "ógeði" mínu á Gyðingum.  Ég held að þetta sé nú einhver snertur af ofsóknaræði hjá þér.  Ég hef aftur á móti rekist á greina á netinu, sem ég hef borið undir þig af fyllstu kurteysi til álits.  Það hefur einatt resúlterað í því að þú hefur kallað mig ónefnum.  Ég hef einhverntímann sett spurningar við fortíðarhyggju þína varðandi helförina og álitið að rétt væri að fara að horfa til friðar og framtíðar.  Það hefur líka endað með ónefnum eins og hér.  (Þú kallar mig Nasista og geðklofasjúkling.)  Ég spurði þig einnig um það einhverntímann, hvort þér þættti það forsvaranlegt að fangelsa fólk, fyrir að efast um helförina. Hvort ekki væri nóg að reka þvættinginn ofan í það með rökum og leyfa því sjálfu að verða sér til háðungar.  Þarmeð var ég orðinn helfararafneitari í þínum augum.   Þú skrifar um sögu og málefni Gyðinga og virðist fróður um.  Af hverju í ósköpunum má ekki spyrja erfiðra spurninga, sem koma upp í umræðunni, eins og þegar Íransforseti hélt sína alræmdu ráðstefnu? 

Ef þú nennir, þá dragðu endilega til komment, sem eru niðrandi um Gyðinga frá mér.   Ég geri reginmun á öfgaafli, sem kallast Zionistar og svo Gyðingum, sem margir hverjir eru verulega andsnúnir málstað þeirra.   Ég hef kynnst talsvert mörgum Gyðingum, en engann eins hryssingslegan og þig.  Allir hafa þó átt það sammerkt að vera perlufólk og þar á meðal hann Mayer heitinn, sem aldrei minntist orði á helförina, þótt hann hafi verið í Sachsenhausen.  Honum lynti við alla menn.  Ég er hinsvegar ekki sá eini, sem þú hefur vænt um svífyrðu og hatur á síðum þínum, eða kallað ónefnum.  Undrar þig nokkuð á að maður sé búinn að fá nóg af framkomu þinni.  Það er ekki ég, sem virðist hafa margar birtingarmyndir, heldur virðast alls óskyld sjálf birtast eftir málefninu hjá þér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 19:12

32 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hættum þessu Jón og sættumst frekar hér á síðunni hennar Gretu. Deilan hér er til þess fallin að leysast ekki. Vertu velkominn á bloggið mitt. Ég skal svara þér að bestu getu. En segðu mér frekar af þessum Mayer? Eitthvað rámar mig í að þú hafir skrifað um hann. Fræddu mig!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2008 kl. 19:37

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Komdu í faðm mér.  Nú stendur þú uppi sem sá er vitið hefur meira.  Klækjarefurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 20:19

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sendi þér línu um Karl Maier síðar, en um hann var skrifað lítið og merkilegt kver, sem heitir Skomakeren fra Sachsenhausen af Blaðamanninum Bengt Calmeyer. Hann var mægður inn í ætt eiginmanns móður minnar í Noregi.  Þessi hljóði og góðlegi maður er mér ávallt minnugur og er mér sagt að þaðhafi þurft mikla eftirgangsemi að fá hann til að segja blaðamanninum sögu sína.  Það var fólk nákomið honum, sem hafði unnið fyrir þjóðverja, en hann dæmdi engann fyrir slíkt.  Í stríði þarf fólk að þýðast kúgurum sínum eða deyja. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 20:33

35 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars langaði mér að stríða þér smá um daginn í umræðunni um genapoll James Watson og spyrja hvort þú litir á þig fyrst og fremst sem Íslending eða Gyðing og hvort ekki væri rétt að þú bærir málið undir Kára og fundið jafnvel út að þú værir blökkukona eftir allt saman.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 20:40

36 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón við erum leitandi sálir og ég vægði vegna þess að þú ert vitur, en stundum misminnir þig. Ég upplýsti þig um Maier í svari þ. 25. janúar 2006, 10 dögum eftir að ég bloggaði fyrst. Hér er svarið og Greta ég biðst afsökunar á að fylla bloggið þitt upp með hestaati mínu við Jón Steinar:

Carl Maier var ekki gyðingur!Carl Maier, sem þú nefnir til sögunnar, kom sem flóttamaður til Noregs árið 1938. Hann var ekki gyðingur heldur Súdetaþjóðverji og krati, sem flýði vegna pólitískra skoðana sinna, en ekki vegna uppruna síns eða trúar. Hann var Þjóðverji, sem ekki vildi vera undir oki Hitlers. Carl Maier var handtekinn af Gestapo í Noregi, enda á lista þeirra yfir pólitíska flóttamenn. Hann var dæmdur til dauða í Þýskalandi og það átti að hengja hann.  

Samkvæmt Bengt Callmeyer, höfundar bókarinnar um Maier, sem ég talaði við í dag, slapp Maier undan þeim örlögum á  næsta ótrúlegan hátt. Oft gerðist það ef menn lofuðu bót og betran. Ef Maier hefði verið gyðingur og krati hefði höfuðið fallið langt frá bolnum strax eftir dómskvaðninguna.

 

Maier endaði svo í Sachsenhausen árið 1941, en var þar ekki í þeim hluta búðanna, sem gyðingar voru hýstir. Þú veist kannski Jón, að þeir sem ekki voru gyðingar fengu miklu meira að borða en gyðingarnir í fangabúðum nasista. Þjóðverjar mældu allt og vógu. Maier var þar af leiðandi heldur ekki fluttur úr búðunum í október 1942, þegar gyðingarnir voru sendir í sína hinstu för. Maier lifði dvölina í Sachsenhausen af, vegna þess að það fréttist að hann væri ansi laginn bæklunarskósmiður. Meðal annarra nýtti einn góðvinur Himmlers sér hæfileika hans. Skósmíðarnar björguðu þ.a.l. lífi Maiers. Þar sem hann var Þjóðverji, var honum ekki bjargað til Noregs í lok stríðsins með Hvítu vögnunum (af Rauða Krossinum) til Noregs, en var sendur í dauðagöngu til Ravensbruck búðanna. Hann lifði hana af.  

En það er alrangt hjá þér að Maier hafi verið gyðingur. Ef hann hefði verið það, þá hefði hann ekki lifað til að segja sögu sína eða til leika krikket við þið. 

En að nota þessa sögu þína til að tengja við málefni Miðausturlanda finnst mér afar ósmekkleg aðferð. Þú veltir þér reyndar upp úr samsæriskenningum og relatívisma og gefur í skyn, (sé ég í fyrri færslum þínum), að það sé eitthvað bogið við Helförina. Ég sé enga ástæðu til þess að tengja þig, krikketleik, Súdetaþjóðverjann Carl Maier, gyðinga, Ísraelsríki eða Palestínumenn saman. Þú blandar óskyldu saman. Eða viltu gefa í skyn, að Ísraelsmenn hafi beitt nokkurn sömu meðferð og Carl Maier og aðrir urðu fyrir í Sachsenhausen.

Röksemdafærslan verður að vera í lagi, þegar maður ræðir málin og maður verður líka að vera málefnalegur. En aðalatriðið er, að vita eitthvað um hlutina áður en maður málar fjandann á vegginn og segir gyðingum að sætta sig við örlög sín í 2. Heimsstyrjöld og friðþægjast við böðlana.

 Bið ég þig vel að lifa.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2008 kl. 20:53

37 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón ég er Eartha Kitt, (Grrrrrrrrrrrrr, mei æ jús jor tojlet).

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2008 kl. 22:29

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég biðst forláts á þessum miskilningi mínum.  Þetta hefur alltaf verið ályktun mín og aldrei var ég leiðréttur eða tilefnið kom ekki upp.  Glæpurinn er engu síðri eins og þessi skelfingartími sýnir.  Ég hef aldrei efast um viðurstyggð helfararinnar en ég hef aldrei skilið af hverju áróður efasemdarmannanna hefur ekki verið rekinn til föðurhúsanna og þeir konfronteraðir t.d. í sjónvarpi.  Ég þekkti annars Maier betur en af krikketspili en hann ræddi þó aldrei hörmungar sínar. 

Ég verð þó að vera algerlega einlægur eins og mér er hættulega tamt, að ég hef aldrei skilið af hverju ekki er hægt að gagnrýna framferði Gyðinga á sínum verstu stundum fyrir botni miðjarðarhafs án þess að vera sakaður um að vera Nasistauppvakningur einhverskonar.  Mér virðist sem þú lesir oft ótrúlegustu hluti út úr því sem ég segi og dragir ansi langsóttar ályktanir á stundum.  Ég kem bara til dyranna eins og ég er klæddur og er forvitinn um þessa hluti og hvers vegna ríkir eitthvað kontróvers um þá.  Mér gengur ekkert illt til og ekki er ég að kokka neitt samsæri gegn Gyðingum.  Helförin fær mikla og djúpa umföllun á öllum sviðum og er það undir þeim formerkjum að sagan endurtaki sig ekki, mér finnst þó ýmislegt réttlætt í framferði Ísraelskra hersins (samkvæmt fréttum) með því að þessi þjóð hafi þurft að þola miklar þjáningar og eigi því rétt framar öðrum til að beita hörku.  Ég veit svei mér ekki, en fæ þetta oft á tilfinninguna að með því að benda á önnur og stætrri ógnarverk m.a. hjá múslimum þá sé ofbeldið nánast ekkert af hendi Ísraelsmana.

Ég skil illla þetta ástand þarna niðurfrá og sé aðeins fyrir mér skíthrædd og skrumsuð Ísraelsk og Palestínsk börn.  Þetta er hrein vitfirring frá mínu sjónarmiði og ég vildi gjarnan heyra absolútt frá Gyðingum hvað þeir vildu sjá í sinni hendi til að friður verði.  Það er verið að togast á um landskika hægri vinstri og heildarmarkmiðin virðst hverfa.  Ég er ekki að draga dám að neinum í þessum slag.  Mér ofbýður ofbeldi í hvaða mynd sem er og sérstaklega  þegar vörumerki trúar eða ritninga er sett til grunns því.  Þegar ég lýsi ósátt minni við Zionisma, þá er það vegna þess að mér hefur ítrekað sýnst þeir knýja áfram áróðursstríð vestanhafs, sem kyndir undir Kristnu / Músímsku stríði.  Mér er algerlega ljóst að það er hulið agenda þarna en ekki verið að reyna að Kristna heiminn.  Helst vildi ég að mannkynið henti þessum helvítins skruddum út á hafsauga og kæmi sér saman um einhvern einfaldari sambúðarsáttmála, sem ekki er svo opinn fyrir geðþóttanum.  Ég hugsa að þú sért jafnvel sammála mér um það.

Sagan er enn að endurtaka sig og ljóst er að Bandamenn eru að byggja fangabúðir víða í US og hafa breytt lögum í þá veru að leyfa kauplaust þrælahald fanga.  Ég mun glaður leggjast á sveif með þér að klippa á þá lúppu.  Ég bið þig lengstra orða vinur að spyrða mig ekki við mestu glæpahunda 20. aldar fyrir það eitt að velta upp spurningum.

Gaman að þú skulir nefna Ertha Kitt brandarann þarna. Ekki viss um hvort það er tilvísun í Fóstbræðraþættina, sem ég tók þátt í að gera. Gott að vita að þú ert svona foxy lady undir yfirborðinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 23:20

39 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

" Það að hafa þá skoðun með tilliti til sjálfgefins uppruna hans"

Jón Steinar, hvernig getur Vilhjálmur verið af sjálfgefnum uppruna? Áttu við að hann sé sjálfsprottinn? Hefði frekar haldið að hann væri til kominn við sömu athöfn aðila af sitt hvoru kyni og bæði ég og þú...

Strákar, Jón og Villi, ég vil engin slagsmál í mínum húsum, eða eins og móðir mín sagði stundum, þegar hæst bar systrakærleikann: Elskið friðinn og stjrúkið kviðinn!

Gott að þið gátuð róað ykkur niður, hér á síðunni minni, að minnsta kosti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 00:40

40 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Greta: Takk fyrir að leyfa okkur að tuskast smá.  Það sem ég átti við með orðinu sjálfgefið er kannski ekki alveg lýsandi fyrir það sem ég vildi benda á, en það sem ég átti við er að Vilhjálmur er Íslendingur, en kennir sig þó við kynflokk sinn.  Það getur verið ruglandi í besta falli og villandi í versta falli.  Hvort hann er meira, verður Kári að skera úr um. Vilhjálmur hefur hinsvegar viðurkennt að hann sé Ertha Kitt, svo það gerir víst út um það mál. 

Annars kenni ég mig nú oft við vestfirði, sem er fæðingar og uppeldisstaður, en ég er þó kenndur við ætt Gilsbekkinga í Borgarfirði  og kem af Búðum á Snæfellsnesi í Móðurlegginn. Raunar eiga Gilsbekkingarnir mínur uppruna sinn á Krossi undan eyjafjöllum, þar sem Árni vill að eyjagöngin komi upp.  Það er því ansi hæpið að ég sé endilega vestfirðingur ef grannt er skoðað.  Ættir mínar rek ég hinsvegar alla leið til Haraldar Hárfagra eins og margir en Haraldur rakti sig hinsvegar til Óðins, svo segja má að ég sé með Guðlegar rætur og ætti því að heimta skilyrðislausa virðingu og undirlægjuhátt.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.1.2008 kl. 04:50

41 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Villi ER sem sagt blökkukona!

En Sammy Davis var náttúrulega blökkumaður OG Gyðingur, en kannski er annað mál með konur...eins og svo oft...

Þú segir nokkuð um Guðlegan uppruna þinn...hann gæti sum sé verið Guðlegri en annarra mannanna barna og Guðslamba, sem og villuráfandi sauða...voj og úllala...

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 06:23

42 identicon

Hlýtur maður ekki að spyrja í anda Grýlanna:

"Hvað er svona merkilegt við það

að vera bloggvinur?

Er það eitthvað sérstakt?" 

Már Högnason (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 08:26

43 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég segi það með þér Már. ég hef séð fleir blogg seinustu daga þar sem fólk er í sárum að tala um þetta eins og kærastinn/kærastan hefði dömpað þeim.

Brjánn Guðjónsson, 6.1.2008 kl. 11:53

44 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er auðvitað miklu sárara að vera dömpað sem bloggvini heldur en ef/þegar kærastan gerir það. Það hljótið þið að skilja, sem bloggarar - eða hvað?

Már og Brjánn, mér sýnist að í samræmi við nútíma skilgreiningu á því orði gætuð þið með alvörleysi ykkar og flimtan um það hvað felst í því að vera bloggvinur átt á hættu að vera dömpað úr klúbbi "alvöru bloggara" 

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 13:43

45 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég óska þér hjartanlega til hamingju með sambandsslitin við Jens Val Gréta Björg. Ég veit ekki um nokkurn heilvita mann sem Jens Valur hefur ekki fengið upp á móti sér í bloggheimum, raunar svo marga að ég hálfpartinn finn til með honum. Ef það er þér einhver sárbót Gréta... Þá bíð ég þér bloggvináttu mína í staðinn. Verr og miður þá get ég ekki lofað þér jafn líflegu þrasi, þar sem ég er ekki á móti fóstureyðingum,heiðingjum eða skoðannafrelsi..... Með öðrum orðum þessi sárabót er enganveginn nægjanleg en því miður þá get ég ekki boðið betur

Brynjar Jóhannsson, 6.1.2008 kl. 13:43

46 identicon

Hvað er Jón Valur annars að eyða orðum í menn, hann hefur jú guð og Jesú sem hann getur spjallað við í speglinum sínum

DoctorE (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 14:38

47 identicon

Ég vissi ekki að þessi klúbbur væri til og myndi varla taka eftir því, væri mér vísað úr honum.

Már Högnason (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:00

48 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk Brynjar, ég hef þegið bloggvináttu þína.

Már, þar er víst ekki nema einn, eða í mesta lagi þrír,  í þessum klúbbi, svo það er ekki von að þú hafir heyrt um hann.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:45

49 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það voru nú nokkrar konur sem tóku sig saman hér um að sniðganga síðuna mína, vegna ólíkra skoðana.  Ótúlegt hvernig fullorðið fólk getur hagað sér.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.1.2008 kl. 15:34

50 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nanna, það segirðu satt!

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband