Leita í fréttum mbl.is

Þrettándinn

dream-of-the-three-kingsÍ dag er þrettándi og síðasti dagur jóla, og sá dagur er helgaður vitringunum, eða konungunum þremur, eins og þeir eru kallaðir í enskumælandi löndum, Kaspar, Melkíor og Baltasar, sem færðu Jesúbarninu gersemar; gull, myrru og reykelsi.

Ekki ætla ég að hætta mér út í nánari útlistanir á þeim, enda ekki mjög fróð um þá, en veit þó að þeir hafa orðið tilefni ýmiss konar helgisagna í bókmenntum.

Ég fann ritsmíð um vitringana, eftir sr. Sigurð Ægisson, á Vísindavefnum og set tengil á hana HÉR.

Nú keppast menn við að sprengja jólin út hér í nágrenni við mig og vafalaust loga þrettándabrennur glatt hér og hvar um landið, og álfar og tröll á ferð. 

Föðuramma (eða er það orð ekki til í íslensku?) mín, sem var dönsk, hafði alltaf matarboð fyrir fjölskylduna á þrettándanum. Þá var höfð steikt önd í matinn, ef mögulega var hægt að úvega hana, þar sem þetta var fyrir tíma stórmarkaðanna. (Mig minnir samt að einhvern tíma hafi gæs orðið að nægja).

Vegna þessa fjölskylduboðs hefur þessi dagur alveg sérstaka merkingu fyrir mig, þar sem ég minnist alltaf ömmu Grethe á þessum degi.

Þessi sálmur er yfirleitt sunginn í tilefni af þrettándanum: smella hér

Myndina sem prýðir færsluna fann ég HÉR 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það er sprengt svo mikið að vonlaust er að svæfa drenginn...þessu brjálæði verður að fara að ljúka!...takk fyrir söguna um farmor Grethe

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.1.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jú, Valgeir, það er líka sungið "Stóð ég úti í tunglsljósi" eða "Álfareiðin" eins og mig minnir að ljóðið heiti, og fleiri og fleiri skemmtileg lög, auðvitað sérstaklega í tengslum við brennurnar.

Mér finnst mjög gaman að fara á þrettándabrennu, skemmtilegra en á gamlárskvöld, vegna þess að yfirleitt er líka haft sitthvað annað til skemmtunar það kvöld, svo sem koma álfakóngs og drottningar og þeirra hirðfólks, og alls kyns árar og tröll sem láta til sín taka. 

Ég nennti samt ekki að fara í ár, kannski næsta ár, ef Guð lofar. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Anna, en svo er þetta líka búið þangað til um næstu áramót, eða á alla vega að vera það, þar sem það verður ekki lengur löglegt að skjóta upp flugeldum á morgun, nema með sérstöku leyfi.

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Mér finnst þrettándin alltaf mjög skemmtilegt kvöld. Svona endapunktur á góðum hátíðahöldum. Þegar ég var barn fengum við að hjálpa mömmu að brenna upp alla kertastubbana frá jólunum, þetta kvöld. En svo er að taka niður jólatréð og jólaskrautið, það er hins vegar frekar leiðinlegt. Ég læt samt alltaf eitthvað vera eftir, ljósaseríur eitthvað áfram, það veitir ekki af í myrkrinu. Maður verður að passa upp á að hafa alltaf eitthvað gleðilegt til að horfa á, ekki satt?

Bestu kveðjur Greta

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband