7.1.2008
Upprisan
Í trúarjátningu lútersku kirkjunnar er sagt: "Ég trú á upprisu mannsins". Áður var á þessum stað sagt "ég trúi á upprisu holdsins", en því var breytt síðar.
Ég veit sem sagt, þar sem ég telst vera lúterstrúar, að það þarf ekki að trúa á upprisu holdsins í bókstaflegri merkingu hjá lútersku kirkjunni til þess að vera álitinn kristinn. - Mér er ekki kunnugt um hvort kaþólska kirkjan segir það skilyrði fyrir að geta kallað sig það (kristinn), en sýnist að svo muni vera, eftir orðum kaþólsks bloggara til mín hér á moggablogginu að dæma.
Annars hefði trúarjátningunni varla verið breytt úr "upprisu holdsins" í "upprisu mannsins". Að vísu heldur sóknarpresturinn minn sig við "upprisu holdsins" og varð ég mjög hissa fyrst þegar ég heyrði það, en hann útskýrði það þannig að samkvæmt þeim skilningi sem hann leggur í orðið þýði hold á þessum stað allt sem lifir, öll lifandi sköpun náttúrunnar. Þannig er ég mjög sátt við að nota þetta orð og get því í einlægni sagt að ég trúi á upprisu holdsins við messu hjá honum.
Ég hef hins vegar ekki lagt í, eða fengið tækifæri til, að ræða við hann hugmyndir mínar um endurholdgun. Sem ég trúi að sé hluti af því sem gerist "hinum megin við glæruna", eins og ein bloggvinkona mín nefnir dauðann. Ég trúi að við endurfæðumst, og að það sé ekki refsing, heldur þvert á móti fái sálin á þann hátt endalaus tækifæri til að betrumbæta sig og bæta fyrir syndir sem hún hefur framið í fyrri lífum, þangað til hún nær þeirri fullkomnun að þurfa ekki að endurfæðast, heldur fái að hverfa aftur til sinna upprunalegu heimkynna, þaðan sem hún kom í upphafi, það er sameinast hinu guðlega afli (hverfi inn í Guðsríki, eins og strangkristnir myndu kalla það). Þannig trúi ég að tilvist sálarinnar sé löng vegferð, þangað til fullkomnun er náð.
Engin venjuleg mannlega vera hér á jörðinni er fullkomin, hversu langt sem hún hefur náð í andlegum þroska. Öll höfum við ennþá innan í okkur, í sál okkar, dökka bletti sem enn hafa ekki hreinsast úr henni. Þegar það gerist munum við ekki þurfa að endurfæðast, nema við kjósum það sjálf, vegna elsku til mannkyns, eins og hefur gerst, þegar fram hafa komið einstaklingar hér með að því er virðist ofurmannlega hæfileika og visku.
Það er undir okkur sjálfum komið hversu löng vegferð sálar okkarverður, þar sem við munum verða dæmd hinum megin í samræmi við gjörðir okkar í þessu lífi. Ef við breytum vel, verður hlutskipti okkar betra og við þokumst upp á við í sálarlegu tilliti, ef illa þá verður okkar næsta jarðlíf brösugt. Við dæmum okkur því í raun og veru sjálf með því hvernig við högum lífi okkar. Því til þess er okkur gefinn frjálsur vilji, þó við stjórnum ekki lífi okkar alfarið, heldur ræðst það einnig af ytri aðstæðum. Það eru miklu frekar viðbrögð okkar við ytri aðstæðum lífsins sem segja til um hvern mann við höfum að geyma, þegar á hólminn er komið.
Þetta þýðir alls ekki það að okkur beri að líta svo á að allir sem búa við erfitt hlutskipti í lífinu séu þannig staddir vegna einhverra afbrota sem þeir hafi framið í fyrri lífum, það þarf alls ekki að vera. Alveg eins geta þannig aðstæður verið áskorun og verkefni fyrir okkur hin sem erum betur stödd til að koma inn í þær aðstæður og gera okkar besta til að breyta þeim. Ef við gerum ekkert sitjum við enn á sama stað andlega, en ef við reynum að gera eitthvað fyrir aðra, og okkar eigin þroska í leiðinni þokumst við hænufet í átt til guðdómsins.
Ef við erum hins vegar full eigingirni og hroka, eða brjótum á rétti annarra er það skref aftur á bak. Eins og þjóðskáldið Jónas sagði er okkur gjarnt að þokast annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið.
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.
Matthías Jochumsson
Með komu sinni á jörðina stytti Jesú fyrir okkur leiðina sem sálin þarf að fara, það er að segja, hann gaf okkur vegvísi til betri breytni, og frelsaði okkur þannig frá leið sem við hefðum annars þurft að fara um þyrnum stráðar brautir. Hann kenndi okkur að kærleiksrík framkoma við náunga okkar er það sem skiptir mestu máli í lífnu. Einnig kenndi hann okkur um það hvernig okkur eru gefnar upp skuldir okkar við aðra menn, syndir okkar, það er að segja misgjörðir okkar við aðra, ef við iðrumst þeirra í einlægni.
Þó held ég að fáir rati, þrátt fyrir góða leiðsögn, beinustu leið, eða séu svo skuldlausir að þeir geti sleppt úr áföngum, heldur þurfi flestir að gista hina ýmsu samastaði sem Drottinn tilreiðir okkur, áður en lokatakmarkinu er náð og við fáum að hverfa inn í dýrð hans aftur, þaðan sem við komum.
Aðventisatar trúa því að við rísum upp í sama holdi og við fæddumst í. En af hverju ættum við að vilja rísa upp í endursköpuðum líkama, þeim sama og við fæddumst í? Hvað með alla þá sem fæddust bæklaðir eða veikir? Hvað með aldraða og heilsulausa?
Líklega trúa aðventistar að Guð geri það heilt sem var bæklað eða veikt, um leið og hann endurskapar líkamann. Samt sé ég ekki alveg hverju það ætti að þjóna að búa sama líkamann til upp á nýtt - finnst þetta mjög skrítin hugmynd, satt að segja, bið þá aðventist sem þetta kunna að lesa fyrirgefningar á því. (Ég á reyndar skyldfólk sem er aðventistar, en við ræðum aldrei trúmál.)
Svo ég útskýri betur mína kenningu: Auðvitað koma alltaf inn nýjar sálir, og örugglega hverfa líka eldri sálir inn í dýrðina. Þetta er á sama tíma bæði stöðug fram- og hringrás. Hvaða tilgangi þetta allt þjónar er erfitt að skilja, enda tel ég að okkur sé ekki ætlað að skilja það, ekki að svo stöddu að minnsta kosti.
Þá erum við komin að því sem að mér finnst mikilvægast í þessu öllu saman: Það er það að það skiptir ekki svo miklu máli að vita hvað tekur við eftir dauðann. Það er hægt að vera með alls konar tilgátur og kenningar um það, án þess að hægt sé að sanna eitt eða neitt um það fyrir öðrum. Meira máli tel ég að skipti að lifa grandvöru lífi, það er að segja að reyna að fara eftir því sem segir í bæn Frans frá Assisi (tengill).
Sem sé, hérna megin grafar (eða duftkers) vitum við ósköp fátt um hvað tekur við eftir dauðann, maður fær víst ekki að vita um þetta með neinni öruggri vissu fyrr en maður "upplifir" (!) hann sjálfur.
Það er að segja, nema trúleysingjarnir hafi rétt fyrir sér - og þá veit maður auðvitað og einfaldlega ekki neitt af sér eftir dauðann, þar sem maður er ekki lengur til! En harla finnst mér það nú ósennilegt, miðað við það sem er til af lýsingum frá fólki sem hefur "dáið" en verið endurlífgað. Þá einnig af lýsingum fólks sem fer sálförum, en ég þekki fólk sem hefur slíka reynslu, þó ég hafi aldrei viljað spyrja það meira út í þá reynslu en það hefur sagt frá að fyrra bragði. Það er vegna þess að ég tel ekki rétt að grufla of mikið út í slíkt, frekar en að reyna að komast að því hvað tekur við - eitthvað hlýtur að koma til að eitthvað slíkt er einum opið, og öðrum ekki, - og eins og ég sagði áðan, þá álít ég að við eigum fyrst og fremst að horfa í kringum okkur hér í þessu lífi - allt hefur sinn tíma.
*Þessi færsla er unnin upp úr athugasemdum sem ég gerði sjálf við mína eigin færslu hér fyrr!
*Myndina með færslunni fann ég HÉR. कैवल्य
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2008 kl. 05:23 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
337 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegur pistill og góðar hugleiðingar.
Þú segir: "Sem sé, hérna megin grafar (eða duftkers) vitum við ósköp fátt um hvað tekur við eftir dauðann, maður fær víst ekki að vita um þetta með neinni öruggri vissu fyrr en maður "upplifir" (!) hann sjálfur."
Ég hef farið "yfir" í stórri hjartaaðgerð og "man" mjög glöggt. Hvílik friðsæld og fegurð. Ekki meira um það, ég er talinn nógu skrítinn samt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 14:17
Ég fór "yfir"13 nóvember 1984 í nokkrar mínútur og get staðfest að það ER LÍF eftir dauðann.Annars er ég sammála prestinum þínum.Þetta með holdið.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 14:37
Já, Heimir og Birna, ætli þeir séu ekki fleiri en mann grunar sem hafa fengið að kíkja þarna yfir um!
Valgeir minn, við verðum að vera þolinmóð, Guð hefur sínar leiðir til að hjálpa okkur, stundum erum það við sem erum ekki nógu dugleg að hlusta eftir því hvað hann vill segja okkur. Því yfirleitt talar hann ekki til okkar sem persóna, heldur verðum við að horfa og hlusta og ráða í það sem fyrir okkur ber.
Til dæmis gæti ég trúað að Guð hafi komið þeirri hugmynd í kollinn á þér að blogga um veikindi þín, til að kenna okkur sem erum frísk um sjúkdóminn þinn, og líka til að þú eignaðist okkur að, bloggvini þína!
Ég vona að þú sért ekki að fá flensu, en ef svo er vona ég að þér batni fljótt af henni. Bestu kveðjur og hafðu það sömuleiðis gott.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:23
Það er ekki rétt að breytingin úr "holdi" í "mann" þýði að Þjóðkirkjan trúi ekki á líkamlega upprisu. "Maðurinn" er skv henni nefnilega líkami og sál
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.1.2008 kl. 20:17
ritningin er með skírar línur hvað allt varðar, við mennirnir erum líkami sál og andi, dýrin er með líkama og sál.
Hvort það sé hold eða menn skiptir kannski ekki öllu máli varðandi upprisuna, en það eru skírar línur um að við komum bara einu sinni í jarðneskan líkama til að velja hvar við verðum og hversu mikil dýrðarlíkama við fáum, mismunandi stjörnudýrð, tungl eða sólardýrð.
Árni þór, 7.1.2008 kl. 20:25
Ekki vil ég fara í kommpaní með biskupi, vottum og "sanntrúuðum"...það yrði leiðinlegri félagsskapur en svefninn sæti...og hvað þá ef himnavistin yrði eilíf?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.1.2008 kl. 21:51
Anna, kannski verður þú pabbi biskupsins í næsta lífi? Heldurðu ekki að þú myndir tuska strákinn ærlega til?
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.1.2008 kl. 22:39
Gleðilegt ár!
Sorgarfregn ber ég á borð í byrjun árs þeim trúuðu, kristnum, muslimum og andatrúarmönnum.
Í Fréttablaðinu í gær 6. janúar 2008 bls. 16 - 17, er greint frá niðurstöðum rannsókna á trúarviðhorfum Íslendinga eða viðhorfum til óútskýrðra fyrirbæra eins og það er nefnt í blaðinu, árin 2006, 2007 með samanburði við rannsóknir Dr. Erlends Haraldssonar professors árið 1974.
Félagsvísindastofnun og þjóðfræðingar í Háskóla Íslands réðust í þessa könnun og voru um 1000 einstaklingar spurðir um viðhorf þeirra.
Þeir sem voru vissir um að til væri svokallað frahaldslíf voru 40% þjóðarinnar árið 1974, 21% árið 2006 og 22% árið 2007.
Af þessu má t.d. draga ýmsar ályktanir:
Um 17% þjóðarinnar trúði (voru vissir) á tilvist álfa árið 1974, en sú hlutfallstala hefur hrapað niður í 8% árin 2006 og 2007.
Af þessu má draga nokkrar ályktanir:
Aðrar ályktanir má einnig draga af þessum rannsóknum:
Til hamingju allir trúleysingjar og skynsemishyggjumenn.
Sigurður Rósant, 7.1.2008 kl. 23:37
Sigurður, hvað hafa þessar tölur að gera með það hverju ég trúi, prívat og persónulega?
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.1.2008 kl. 01:48
...Þar sem ég hef ekki hugsað mér að stofna vinsældaklúbb...
Auk þess álít ég það sýna litla skynsemi að senda trúlausum hamingjuóskir á minni bloggsíðu, - í það minnsta álít ég að það væri skemmtilegra fyrir þá að móttaka þær á sínum eigin síðum!
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.1.2008 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.