Leita í fréttum mbl.is

Á morgun

Á morgun verður jarðarför pabba, í Dómkirkjunni, og mun sr. Hjálmar jarðsyngja hann. Hann er mér að góðu kunnur, þar sem hann var sóknarprestur á Sauðárkróki þegar ég bjó þar, og fermdi báða syni mína, auk þess sem hann kenndi okkur verðandi sjúkraliðum siðfræði. Nokrum sinnum átti ég við hann einkasamtöl, þar sem hann gaf mér góð ráð, sem dugðu mér vel. Einnig jarðsöng hann afa eldri sonar míns fyrir 4 1/2 ári síðan, en hann var Skagfirðingur í húð og hár. Svo gifti hann systurdóttur mína síðast liðið sumar og mun skíra fyrsta barn hennar í vor, ef Guð lofar.

Ég kvíði reyndar svolítið fyrir morgundeginum, þar sem ég er frekar hlédræg persóna og ekki mikið fyrir fjölmenn mannamót. Þarna má búast við að verði mannmargt, þar sem pabbi þekkti svo marga og það verða örugglega margir sem vilja minnast hans. Þetta verður mjög hátíðleg stund, sr. Hjálmar ætlar að minnast pabba með því að fara með eitt og annað af því sem hann hefur skrifað, og svo verður tónlist eftir Mozart, sem pabbi hélt mikið upp á, sungið verður lag eftir Sigvalda Kaldalóns við texta eftir föðurafa minn og sálmur sem tíðkast við útfarir í föðurfjölskyldu minni, svo og sitthvað í anda frímúarara. 

Ég man reyndar mjög glöggt eftir því þegar pabbi fór á sinn fyrsta frímúrarafund með mági sínum, sem var meðmælandi hans. Hann var voða spenntur, íklæddur kjólfötunum, í fyrsta skipti á ævinni, held ég, og búið að vera smá vesen á honum að klæða sig í þau, og þótti honum ekki gott að "mörgæsarskottið" kíkti niður undan að aftan á eina frakkanum sem hann átti þá. Pabbi átti nefnilega alveg til að vera svolítið pjattaður, - það er eitt og annað í fari manns sem maður á ekki svo langt að sækja!

29. september

 

Þessa mynd tók ég af foreldrum mínum í Feneysku höfninni í Chania, á Krít, að kvöldi 29. september, 84 ára afmælisdags pabba. Þá fórum við og Linda vinkona og fengum okkur að borða á skemmtilegum veitingastað þarna við höfnina.

Bestu kveðjur til þín, Ásta Sólveig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig vel með að kvíða jarðaförinni, algerlega normal að gera það vina mín.
Það verður samt örugglega ekkert mál þegar á hólminn er komið.
Ég verð með þér í anda.. eða þannig

DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gréta mín,við sjáumst á morgun,það er eðlilegt að vera kvíðinn á svona stund,en ég veit að þú munt standa þig vel eins og alltaf.  Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.1.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fátt sem orð gera annað en lýsa samúð á svona stundum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.1.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Ragnheiður

Greta mín, ég skil vel kvíðann fyrir jarðarförinni. Þetta er mun erfiðara en að segja það að standa í slíkum sporum. Aldrei verður neitt eins og það er snúið að fóta sig í breyttri tilveru

Ragnheiður , 17.1.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, Greta það er ekki spurning að þetta verður hátíðleg athöfn. En ég skil þig vel með kvíðann. Ég stóð í þessum sömu sporum fyrir sjö árum. Ekkert verður eins aftur, þó að vitum að feður okkar fylgja okkur og fylgjast áfram með en..... 

Elsku Greta knús og hugg, ljós, kærleikur og styrkur til þín og mömmu þinnar og ykkar allra

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.1.2008 kl. 13:45

6 identicon

Elsku Gréta, takk fyrir kveðjuna. Ég verð með ykkur öllum í huganum í Dómkirkjunni. Ég efast ekki um að afi minn verður vel kvaddur af öllum sem þótti vænt um hann. Afi dó eins og hann lifði, með reisn og sálarró. Það er mín huggun. Hafið það sem best á morgun.

Kær kveðja, Ásta Sólvieg

Ásta Sólveig Georgsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 17:03

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar.

Ásta mín, við munum hugsa til ykkar á morgun. Hafðu það sem best og farðu vel með þig.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.1.2008 kl. 18:18

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Margar hlýjar hugsanir til þín og þinna á morgun.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:33

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gréta mín þú munt standa þig með prýði, svo er annað hvað gerist um kvöldið,
en það er líka allt í lagi.  Mun hugsa til þín.
                                                                     Guð veri með þér.
                                                                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2008 kl. 20:54

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka ykkur fyrir hlýjar kveðjur, Guðný Anna og Milla.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband