Leita í fréttum mbl.is

Hvar ertu, litla Jinky Ong Fischer?

 Hvernig eigum við vinir þínir á Íslandi að finna þig? Frown

Það er eins og að leita að nál í heystakki að ætla að finna litla stelpu hinum megin á hnettinum, þegar maður er ekki einn af innstu koppunum í búrinu, heldur aðeins velviljaður áhorfandi.

Vonandi eru þeir sem málið stendur nær að vinna í því þessa dagana að finna hana og láta hana njóta faðernis síns.

Baguio City 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er a.m.k. búinn að finna þig aftur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nú, varstu búinn að týna mér?

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg er ég viss um að þú finnur hana Gréta Björg mín.  Ef maður bara vill eitthvað nógu heitt, þá er manni vísað á rétta veginn.  Gangi þér vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vissi ekki að hann ætti dóttir.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.1.2008 kl. 15:51

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nanna, það hefur nefnilega furðulega lítið heyrst um það í fjölmiðlum hér heima, þó að upplýsingar um þetta sé að finna á netinu.

Þess vegna fórum við Vilhjálmur að grufla í þessu og reyna að finna út hvort ekki sé verið að vinna í hennar málum hérna heima, þar sem það er vitað mörgum í skáksambandinu var fullkunnugt um hana, þar sem hún heimsótti Bobby Fischer hér á Íslandi 2005.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.1.2008 kl. 15:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hefurðu sett þig í samband við Sæmund Pálsson, Sæma rokk, voru þeir ekki svo góðir vinir, Eða Guðríður Lilja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ásthildur, kannski á maður bara að treysta því að þetta fólk sé að vinna í málunum, og ekki vera með slettirekuhátt? Því í raun og veru kemur manni þetta í sjálfu sér ekki við.

En bara undarlegt hvað fréttist lítið um erfðamál Bobbys í fjölmiðlum og að þá er nær eingöngu minnst á konuna/unnustuna/vinkonuna. Ég talaði við Helga Ólafsson, vegna þess að það hann nefndi við Moggann að stúlkan hefði komið hingað, en hann vissi lítið um hvað væri að gerast - eins og sjálfsagt margir. Best væri auðvitað að það fréttist beint frá aðstandendum stúlkunnar hingað til lands að þeir ætluð að gera tilkall. En maður veit ekki hvort þeir vita eða hefur verið gerð grein fyrir því að hún eigi tilkall í arfinn. - Þetta er frekar snúið, allt saman, finnst mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.1.2008 kl. 23:12

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ef til vill heila málið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband