Einhverjir eru farnir að leita að Jinky Ong á Filippseyjum. Kannski fer bráðum eitthvað að skýrast...
Einar S. Einarsson og Sæmundur "Rokk" Pálsson eru varla mjög kátir með Miyoko Watai þessa dagana. Ætli þeir séu ekki nú þegar í sambandi við Eugene Torre varðandi Jinky litlu og móður hennar, kannski búnir að tala við Justine Ong, en bíða með að segja fjölmiðlum og okkur frá neinu þangað til allt er klappað og klárt?
Ég vona það sannarlega. Ekki stendur alla vega til að Skáksambandið erfi kallinn, svo mikið er víst, svo ekki á það annarra hagsmuna að gæta en orðsporsins, og réttlætis- og mannúðarsjónarmiða, líkt og þegar stuðningshópurinn fékk Fischer lausan.
Davao City
Bobby Fischer mun hafa farið annan hvern mánuð að hitta mæðgurnar, á meðan hann bjó í Japan. Til Japans fór hann vegna þess að hann var að hanna nýja gerð af taflklukku í samvinnu við Seiko. Hann var á leið til Manila á Filippseyjum þegar hann var handtekinn á flugvellinum 2004.
Hm...
Þetta var haft eftir Miyoko Watai í Morgunblaðinu 22. mars, 2005:
Við munum skoða síðar hvort við giftum okkur á Íslandi en því ferli hefur verið frestað," sagði hún og bætti við að Fischer hefði orðið afar glaður við að heyra fréttir af íslenskum ríkisborgararétti sínum."
Annaðhvort hefur hún Miyoko Watai skrökvað laglega að íslensku blaðamönnunum, eða að giftingaráformin hafa tekið kúvendingu eftir að hún sagði þetta, ef það er rétt sem haldið er fram, að þau skötuhjúin hafi gift sig í Japan.
Samkvæmt þessu, það er að segja ef gert er ráð fyrir að Miyoko hafi ekki bara verið að plata íslensku blaðamennina, má ætla að drifið hafi verið í japönsku brúðkaupi annað hvort seinna sama dag, eða einhvern tíma dags 23. mars, áður en Bobby Fischer steig upp í flugvél áleiðis til Íslands eftir miðnætti, eða um kl. 01, 24. mars, því hann kom til Íslands að kvöldi 24. mars, 2005, eftir tæplega sólarhrings ferðalag, skv. þáverandi bloggi Stefáns Fr. Stefánssonar:
"Skákmeistarinn Bobby Fischer kom til Íslands í gærkvöldi eftir tæplega sólarhringslangt ferðalag frá Japan. Var hann látinn laus úr útlendingabúðunum í Japan um klukkan eitt að nóttu að íslenskum tíma aðfararnótt 24. mars, eftir að pappírar hans höfðu verið staðfestir og dómari samþykkt lausn hans. Fór hann að því búnu í fylgd sendiráðunautar út á flugvöll þar sem hann fór af stað fyrsta spölinn með flugvél til Kaupmannahafnar."
Óneitanlega stingur ÞESSI frétt Morgunblaðsins, nú tæplega þremur árum síðar, í stúf við hina fyrri hér að ofan...
Hvað var svona fyndið 22. mars, 2005, Miyoko?
Varstu nýgift og nýbúin að gabba íslenska blaðamenn - eða alveg að fara að gifta þig, rétt á eftir -
- allt í plati, eða hvað?
Ekki finnst mér þetta ýkja snjöll taflmennska, en ég kann reyndar ekki mikil skil á þeirri íþrótt.
Mér datt í hug gömul vísa sem ég lærði einu sinni, við að lesa þessar tvær fréttir úr Morgunblaðinu - sem þó er sagt að ljúgi ekki:
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga?
"I am a pawn, but in chess there is such a thing as pawn promotion,where a pawn can become a queen" - Miyoko Watai
"At the end of the game, the King and the Pawn go back in the same box"- Italian Proverb
Eftir öllu sólarmerkjum að dæma hefur Miyoko verið meira kona Bobbys, en Bobby maður Miyoko, ef menn skilja við hvað er átt...stundum er það nefnilega bara þannig...
Grein í Guardian um erfðamálið eftir Robert J. Fischer
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt 1.2.2008 kl. 11:41 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
334 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þú trúir því að hvítt sé svart, ef þú trúir því sem að þér er sagt....
Steingrímur Helgason, 1.2.2008 kl. 02:26
Það hlýtur að vera lítið mál að sanna hvort þau hafi gifst eður ei. Það hljóta að vera til löggiltir giftingarpappírar ef svo hefur verið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 09:44
Ásthildur, þar stendur hnífurinn víst í kúnni. Miyoko kom með einhver ljósrit til landsins sem sýslumaður tekur ekki gild, svo nú er beðið eftir að frumgögnin berist til landsins, væntanlega með löggiltri enskri þýðingu á þeim meðfylgjandi.
En alla vega hefur hún þá skrökvað að íslenskum blaðamönnum, ef þau hafa verið gift! Hún er náttúrlega ekki fyrsta manneskja í heimi sem gerir það, það er að segja skrökvar í pressuna, ef út í það er farið....
Hún hefur sagt að þau hafi viljað halda giftingunni leyndri. En af hverju hefðu þau átt að vilja leyna henni? Eru hjón vön að vilja hafa það leyndarmál að þau séu hjón? Þetta finnst mér frekar dularfullt, en Fischer var náttúrlega ekki venjulegur. Vinir hans hér á Íslandi segja að hann hafi alltaf talað um hana sem vinkonu sína en ekki eiginkonu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 09:58
Gréta mín, þú gefst ekki upp!...gott mál, en ef þessi stúlka Fishersdóttir er til á hún að njóta þess...engin spurning!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.2.2008 kl. 19:30
Vafalaust má treysta íslenskum yfirvöldum í þessum efnum, Erlingur, og að búið verði ekki gert upp fyrr en allar staðreyndir málsins liggja óyggjandi fyrir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 11:24
Það er gaman að sjá hvað margir landar mínar virðast hafa óbilandi trú á styrk, árvekni og réttsýni íslenska réttakerfisins. Virkilega styrkir trú manns á innviðum samfélagsins, þegar ýmis deilumál hafa skekið það, til dæmis skipun dómara í embætti, o.s.frv.
Það er líka gleðiefni að loksins virðist byrjað að dæma menn eitthvað í líkingu við það sem þeir eiga skilið fyrir að ráðast að og nauðga konum, í stað þess nánast að klappa þeim á bakið og segja gerðu þetta ekki aftur, eða jafnvel að láta liggja að því að konan hafi boðið upp á þetta með því að hafa verið á staðnum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 12:32
Ég reyndi að ná sambandi við varaforseta Skáksambands Íslands með fyrirspurn um hvort verið væri að vinna að því að hafa upp á dóttur Fischers, en hann (hún) hefur ekki séð ástæðu til að svara mér. Maður verður bara að vona að málið sé í réttum farvegi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 13:54
Sæl Gréta Björg,
Ég er varaforseti Skáksambands Íslands. Ég var að koma heim frá Frakklandi nú í vikulokin. Ástæða þess að þú hefur ekki náð sambandi er líklega sú að ég notaði þarlent símakort meðan ég var staddur í Frakklandi. Ég er hræddur um að sjálfur Arnaldur Indriðason hafi varla það hugmyndaflug sem þarf til að að láta sér detta í hug þá atburðarás sem orðið hefur. Það líkist ótrúlegri bíræfni af hálfu Garðars Sverrissonar að hlutast til um að lík skákheimsmeistarans var flutt austur fyrir fjall í myrkrinu að morgni mánudagsins 21. janúar, huslað þar niður í kirkjugarði á býli tengdaföður Garðars Sverrissonar og ekki einu sinni sóknarprestinum gert kunnugt um gjörningin, líklega í fyrsta skipti í íslenskri kirkjusögu!. Þetta virðist kalla á lögreglurannsókn. Mér sýnist réttast að borgaryfirvöld biðji lögrelustjórann í Reykjavík að taka skýrslu af Garðari, lækni þeim er gaf út dánarvottorðið, ábyrgðarmanni þeirrar útfararstofu sem sá um kistulagninguna tæpum sólarhring eftir dauða Fischers og Jakobi Rolland kaþólska prestinum sem jarðsöng Fischer. Það lítur út fyrir að Garðar hafi gert sig myndugan í þessu máli gagnvart öllum aðilum, lækni þeim sem gaf út dánarvottorðið og sennilega afhent Garðari það og svo starfsmanni/mönnum útfararstofnunar þeirrar sem flýttu líksnyrtingu og kistulagningu sem fram fór föstudaginn 18. janúardaginn eftir dauða Fischers, svo og Jakobi Rolland kaþólska prestinum. Það virðist sem Garðar hafi látið í veðri vaka að hann hefði umboð eiginkonu hins látna. Líklegt verður að teljast að Garðar Sverrisson hafi því haft áætlun um framangreinda atburðarrás strax við dauða Fishers. Mér var tjáð að Garðar hafi á fundi sínum viða aðila tengda RJF hópnum ekki minnst einu orði á jarðsetninguna sem í vændum var Mér skilst að á kvöldi sunnudagsins hafi hann farið hann suður á Keflavíkurflugvöll að sækja Miyoko Vatani og fer með henni og fjölskyldu sinni austur að Laugdælum þar sem tengdafaðir hans og mágur búa. Þar gista þau og snemma morguns koma líkbíllinn og presturinn og jarðsetning fer fram skammt frá gangstéttarkanti kirkjustéttarinnar. Enginn kross , ekkert. Maður sá bara moldarhrúgu í sjónvarpinu í kvöldfréttunum og glaðbeittan mág Garðars á gröfu sinn sem virtist hinn ánægðasti.i Merking orðsin "líkrán" hlaut nýja og eiginlegri merkingu í mínum huga við frétt þessa. Hverjir eru aðstandendur? Ef Garðar Sverrisson segir " að þetta sé að ósk hins fallna meistara" þá læt ég mér fátt um finnast. Arfleifð Bobby Fischers og íslenskrar skáksögu er stærri en svo að hann geti huslað heimsmeistaranum niður nánast kálgarðinum hjá tengdapabba sínum. Reykjavíkurborg, sem Fisher kom á heimskortið og Skákakademía Reykjavíkur eiga að fara þess á leit við lögregluyfirvöld að þau, í samvinnu við sýslumanninn á Selfossi flytja líkið í kirkjugarð í Reykjavík og þeir aðalmenn sem upphaflega hvöttu forsætisráðherra Davíð Oddson að beita sér fyrir lausn Fishers úr fangelsinu í Japan ( giftingarpappírar Miyoko Vatani reyndust ganslausir). Menn eins og Friðrik Ólafsson stórmeistari, Guðmundur G. Þóararinsson foseti Skáksambands Íslands í heimsmeistaraeinvíginu og síðast en ekki síst Helgi Ólafsson sem ötulastur allra hért á landi hefur verið að halda merki Fishers á lofti. Þetta eru mennirnir sem bera eiga kistu Fishers til grafar með sæmd í Reykjavík, þar verði reist leiði sem skákáhugamenn hvaðanæva úr heiminum hafi aðgengi og geta vottað þessum merkasta heimsmeistara skáksögunnar virðingu sína. Garðar Sverrisson var alltaf í mínum huga aftaníossi þeirra manna er kölluðust RJF hópuinn. Þetta er svipað eins og Björgvin Halddórson vinur minn myndi orða það: "Söngvarinn er dáinn og nú er rótarinn búinn að reka alla í hljómsveitinni og tekur öll sólóin sjálfur, segir það vilja hins fallna meistara"
Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 21:01
Það var mikið að einhver þorði að opna munninn og tjá sig í fullri alvöru um þetta mál. Kominn tími til. Það er auðvitað algjör hneisa hvernig þetta gekk allt saman fyrir sig. Þakka þér fyrir þetta, Óttar Felix!
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 23:06
Ég hélt að svona óskir þyrftu að koma fram í erfðaskrá.
Hrannar Baldursson, 3.2.2008 kl. 11:22
Hrannar, oft liggja fyrir munnlegar óskir varðandi útförina sem fólk hefur látið í ljós við aðstandendur fyrir andlátið. Það sem er á reiki í þessu tilviki er hverjir þessir aðstandendur raunverulega eru.
Fischer virðist ekki hafa látið eftir sig erfðaskrá. Svo æskilegt sem það hefði þó verið í tilviki þar sem framangreint atriði er ekki ljóst. Að þessu leyti getur þetta mál alls ekki talist hefðbundið erfðamál, eins og Erlingur heldur fram hér að ofan. Oftast er dagljóst hvort fólk hefur verið gift. Algengara er að fram komi einstaklingar eftir á sem segist vera afkomendur hins látna, jafnvel getur slíkt gerst mörgum árum síðar, eins og nýlegt dæmi sannar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.