Leita í fréttum mbl.is

Misklíð

internet-weatherFyrir nokkrum árum upplifði ég nákvæmlega það sama, nema hvað í það skiptið var gamla frænka (ég) á staðnum og stoppaði piltinn af þegar hann ætlaði að rjúka út úr dyrunum, og harðbannaði honum að fara út fyrr en hann væri búinn að biðja móður sína fyrirgefningar og sættast við hana. Leiddi honum fyrir sjónir að nú væri það hann sem væri hinn stóri og sterki, að líkamlegum burðum, mamma hans væri orðin minni máttar gagnvart honum að þessu leyti og því mætti hann aldrei gleyma, ekki bara gagnvart henni, heldur öllum konum.

Piltur hunskaðist inn í herbergið sitt og var þar svolitla stund að hugsa málið, á meðan mamman snökti í sófanum inni í stofu. Síðan kom hann sneyptur fram, tók utan um mömmu sína og bað hana fyrirgefningar. Góða stund sátu mæðginin grátandi í faðmlögum í sófanum og töluðu saman, á meða frænkan dundaði sér með kaffisopann og blaðið frammi í eldhúsi.

Þessi ungi maður tók seinna að sér að þjálfa lið ungra íþróttakvenna, og veit ég ekki betur en að hann hafi notið vinsælda meðal þeirra. Varð meira segja svo frægur að verða að láta gera úr sér staðgengil Silvíu Nætur í fullri múnderingu, sem verðlaun til stúlknanna fyrir frækilegan sigur í keppni!

Það hefur oft verið gott að vera rétta konan á réttum stað og á réttum tíma. Það er blessun í mínu lífi. Örugglega mætti vera meira um það að gamlar frænkur álpuðust í heimsókn og næturgistingu, það hefði sjálfsagt stundum getað sparað lögreglunni útköll.

Að vísu hefur frænkan einu sinni orðið fegin að hafa verið á staðnum og til staðar, til þess einmitt að kalla eftir aðstoð lögreglu, en það er önnur saga og sorglegri, sem kemur þessari umræddu fjölskyldu ekki við og verður ekki sögð hér. 


mbl.is Ósætti vegna tölvunotkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Það dapurlega við þetta fyrir utan auðvitað það hvað þetta er algengt er að lausnin er til staðar og hægt að fá forrit í vélina sem foreldrar geta stillt, hvað varðar tímasetningar og aðgang allan en söluaðilar virðast ekki hafa áhuga á þessum pakka.

Ég skil ekki af hverju enginn gerir út að að bjóða þetta fólki, keyra þetta inn og setja upp í vélunum.    Væri klárlega lausn fyrir marga.

Júdas, 2.2.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alveg örugglega góð lausn fyrir marga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er gott að þú varst á staðnum í það skiptið Gréta Björg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 16:46

4 identicon

Loksins eitthvað af viti sem svar við þessari grein. Það er ekkert nema taumlaust eldri kynslóðar væl og tuð yfir "ungu kynslóðinni í dag", eins og að eldri sé nokkru skárri. Munurinn er að eldri kynslóðin setur reglurnar, sem þýðir að þær verða ekki jafn blöskrunarlega ósanngjarnar og heimskulegar og reglurnar sem unglingum eru sett bara til þess að hafa einhverjar reglur (þ.e. ekki af neinni actual ástæðu).

Töff hjá þér að meðhöndla friðinn svona vel. :) 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Helgi, í þessu tilfelli var það reyndar mamman sem var eitthvað að bauka í einu tölvu heimilisins, þegar strákurinn kom aðvífandi og vildi komast að STRAX, en mamman ekki tilbúin að víkja úr henni á stundinni, eða ekki fyrr en hún var búin með það sem hún var að gera, - henni fannst sem sagt unga kynslóðin ekki eiga einkarétt á að vera í tölvunni!

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 18:02

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Greta þarna komst þú samt sem áður með einn mjög stóran punkt í málið.

mamman var ekki tilbúin til í að víkja á stundinni, ok þú segir að henni hafi ekki fundist unga kynslóðin eiga réttinn á því að vera í tölvunni, en málið er að hún hefur sjálfsagt verið að gera eitthvað í tölvunni líka, og ekki verið tilbúin til þess að hætta því strax.

það er eitthvað sem að alltof fáir foreldrar skilja að það er bara "ekki hægt"  að hætta öllu strax í tölvunni.

Árni Sigurður Pétursson, 3.2.2008 kl. 00:34

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þarna var það nefnilega strákurinn sem vildi ekki skilja að það væri bara "ekki hægt" að hætta öllu strax í tölvunni! ...varð reiður og lamdi mömmuna þegar hún gerði ekki eins og hann vildi...eins og marga foreldra langar örugglega líka til að gera við unglingana, þegar þeir gera ekki eins og þeir vilja...! En rassskellingar eru víst aflagðar í nútímanum, því betur...samkvæmt sumum bandarískum sjónvarpsseríum tíðkist stofufangelsi þar enn ("grounding")...enda uppeldi strangara þar en hér...

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.2.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.