Leita í fréttum mbl.is

Lestir á Íslandi

Mikið rosalega var ég hrifin að heyra loksins viðraðar opinberlega þær hugmyndir um lestir á Íslandi sem ég er búin að ganga lengi með í maganum. Það er að segja miðstöð fyrir lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur og léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu í Vatnsmýrinni, þegar flugvöllurinn verður farinn. Þetta er framtíðin, að við komumst út úr einkabílismanum og yfir í umhverfisvænt kerfi fyrir almenningssamgöngur á þessu landi: Kastljós í kvöld

Svo er auðvitað líka stórmerkilegt að hlusta á viðtalið við Víði Frey í sama Kastljósþætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið til í þessu hjá þér Gréta.

Hér mætti vera meira um lestir en minna um lesti.

Árni Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

En hérna kostnaður við þetta, veistu hver hann er?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:23

3 identicon

Ekkert nýtt þarna.Í sveitastjórnakosningunum síðustu var þetta á óskalista Vg í Hafnarfirði,sem sáu fyrir sér að tengja suðurnesin ,flugvöllinn og minnka bílaumferð um Hafnarfjörð með rafvæddum einteinung.

Og sjálfsagt var það ekkert nýtt heldur því umhverfissinnar hafa nú verið ansi lengi að reyna að vekja fólk til umhugsunar um málefni náttúrunnar.

Margrét (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það á náttúrulega löngu að vera komin neðanjarðarlest til og frá Keflavík!!!!...ekki spurning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, auðvitað er Vg og aðrir góðir umhverfissinnar alltaf með allar góðar hugmyndir á takteinum á undan öllum öðrum Margrét,...bara spurningin um framkvæmdir og að búa til gott skipulag sem vefst aðeins fyrir þeim...en það rætist úr því vonandi ef einhverjar af hugmyndunum góðu úr samkeppninni eiga eftir að ná framkvæmdastiginu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ætti löngu að vera komin, Anna, ...en kemur þó vonandi,...eins og svo oft áður erum við Íslendingar helst til fastir í því sem hefur alltaf verið gert svona og hvers vegna ætti þá nokkuð að vera að gera það öðruvísi...kannski breytist eitthvað núna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:36

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góður púnktur, Árni!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:37

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nanna, ekki hef ég hugmynd um kostnað, læt spekingana um að hafa áhyggjur af því...en hann er varla mikið meiri en að leggja endalaust malbik og búa til mislæg gatnamót......fyrir utan viðgerðir eftir vetrarakstur bíla á nagladekkjum á snjólausum götum borgarinnar...

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:39

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Árni stal náttúrlega rjómanum úr minni athugasemd með sinn, held hann sé að verða ófreksur með aldrinum kallinn, enda heljar andmenni.

Það á auðvitað af koma lest þarna á milli & þó fyrr hefði verið.

Steingrímur Helgason, 14.2.2008 kl. 00:05

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

He, he,...og æ og ó...

Ég styrktist í þeirri skoðun síðast þegar ég kom heim frá útlöndum, í beljandi roki og rigningu, eins og venjulegast við þær aðstæður, og varð vitni að því að taugaóstyrkum túristum var troðið inn í hverja rútuna af annarri, vindblásnum og skjálfandi, utan við flugstöðina.

Þegar komið var inn í Reykjavík hætti einn þeirra á að spyrja bílstjórann hvort hann myndi keyra þá á hótelin sín og hvort þeir þyrftu að vera í viðbragðsstöðu til að koma sér út á réttum stað, eða þannig. Svarið sem hann fékk var einfalt, hryssingslegt og fastmælt: "Stey on the buss!" Bílstjórinn átti greinilega ekki mörg orð í ensku í orðaforða sínum, og alveg greinilega ekki "plís", sem þykir þó sjálfsagt kurteisisviðskeyti hjá enskumælandi þjóðum þegar talað er við ókunnuga (og jafnvel náskylda).

Púff, maður roðnaði ofan í tær í sætinu, hætti samt á að spyrja hvort fyrst yrði farið á hótelin eða BSÍ, það kom í ljós að fyrst var ekið þangað áður en túristunum var skilað á hótelin eins og hverju öðru pakkagóssi. Æ,æ.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 00:23

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Um Leifsstöð fóru árið 2005 365.152 erlendir ferðamenn, eða gott betur en allir Íslendingar. Þessi tala hefur vafalaust heldur hækkað en hitt síðan 2005.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 00:31

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gréta hvernig ferðu að setja svona texta inn, með tilvísun "bakvið"???...svo flott!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 00:43

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna,

Þú skrifar <a href="http://eitthvað"(setur slóðina þarna á milli gæsalappanna), svo seturður >síðan kemur setningin og strax á eftir henni kemur svo</a> sem lokar þessu. Þetta kenndi ég mér sjálf að gera meðan ég var með Blogger blogg á gamla "formatinu" þar sem maður gat fiktað í templatinu að vild. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:30

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég gleymdi auðvitað að segja að þú notar að sjálfsögðu HTML-haminn til að gera þetta!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:32

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Gréta mín...ætla að reyna...<a href="http://postkort.vefur.is/thumbs1.html">hér er skemmtileg síða</a>

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:34

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ó gleymdi að nota html...reyni aftur!!!

hér er skemmtileg síða

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:35

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Flott hjá þér!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:51

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og ég er sammála þér að þetta er skemmtileg síða...

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:53

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Var ekki búin að taka eftir þessari tölu:

Heildarfjöldi ferðamanna með rútu til og frá Leifsstöð árið 2004: 226.605 (bls. 8, mynd 3 í skýrslunni sem ég vísaði í hér áðan). Mestur var fjöldinn í júní það ár, eða 36.493. Þetta var sem sagt fyrir 3 1/2 ári síðan, talan hefur örugglega hækkað talsvert á þeim tíma sem liðinn er.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.2.2008 kl. 02:06

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Júlí, ekki júní

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.