Leita í fréttum mbl.is

Dönsku teikningarnar

muhammed_tegning_kur_52617eÍ góðri færslu á bloggi sínu hefur Sadiq Alam, sem heldur úti blogginu "Inspirations and Creative Thoughts" þetta að segja um birtingu dönsku skopmyndanna (tengill). Það er mjög áhugavert að lesa um hófsöm viðhorf hans, ég mæli með að fólk lesi það sem hann hefur til málanna að leggja.

Í pistli Sadiqs kemur þetta meðal annars fram:

"The British Muslim Initiative, a group devoted to fighting what it calls Islamophobia worldwide, said the republication showed the West's double standards. "Every time they say: 'We have the right to offend,' and then they tell you don't have the right to be offended," said Ihtisham Hibatullah, the group's spokesman. (credit)"

Þetta virðast mér orð að sönnu og í tíma töluð, því á meðan mikið er talað um rétt til tjáningarfrelsis og rétt blaða til að birta það sem þeim þóknast, þá er rætt í mikilli hneykslun um viðbrögð múslima við þessum myndbirtingum - þeir virðast sem sé ekki eiga að hafa sama rétt til tjáningarfrelsis og danska pressan! Þvílík íronía!

Margir dáðust að viðbrögðum ungmenna í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu, á meðan aðrir kölluðu framkomu þeirra skrílslæti. Það er vonandi ekki sama fólkið og dáðist að mótmælunum þá sem nú fordæmir viðbrögð ungra múslima í Danmörku. Þó er ég alls ekki að mæla með því að unga fólkið sem hrópaði á pöllum Ráðhússins fari og kveiki í bíl borgarstjóra, það má alls ekki misskilja mig svo, það væri vissulega of langt gengið í mótmælum.  

Hin skynsamlegu lokaorð Sadiqs eru þessi:

"From social, civilization, integration and cultural point of view its now more of an issue about defining freedom of speech in its full-circle, respecting another faith (which still is a fundamental component of human society) and being sensitive / tolerance of a religious practice. Freedom of speech is a fundamental right no doubt, everyone deserves and wants that irrespective of any differences. So how freedom of speech in a progressive society can be ensured and still can maintain respect for the people of that very community is what people needs to engage with intellectually. Ignorance and mis-information about neighbors is a real shame in our increasingly integrated global village where information and knowledge is what we nurture."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Í vestrænu lýðræðisríki hefur þú rétt til að tjá skoðanir þínar og mótmæla, en ekki til að valda öðrum eignartjóni eða myrða.

Ég sé enga ástæðu til að breyta vestrænum samfélögum til að þóknast einstökum trúarbrögðum, og veita afslátta á tjáningarfrelsinu, því sama frelsi og þeir nota til að koma óánægju sinni á framfæri.

Það er þeirra ákvörðun að flytja hingað til að njóta hagsældar og friðar, eftir áratuga ófrið og mannvíg  í þeirra eigin heimalöndum, en svo gera þeir kröfu um að við breytum okkar samfélögum til móts við þeirra gömlu heimkyni, þau sömu og þeir flúðu upphaflega.

Sé fólk ekki sátt við lýðræðið og tjáningarfrelsið, er því frjálst að flytja.

Vestrænu samfélagi er breitt með öðrum hætti en ofbeldi, og það skýrir kannski mismunandi lífsskilyrði í veröldinni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.2.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þorsteinn - útskýrðu vinsamlegast fyrir mér í stuttu máli hverju múslimar vilja fá okkur breyta hér á Vesturlöndum?

Ég sé nefilega ekki að múslimar séu með mótmælum sínum við skopteikningunum að fara fram á neinar grundvallarbreytingar á okkar vestrænu þjóðfélögum. Það sem ég sé út úr þessu er að þeir fara fram á að vestrænir fjölmiðlar virði trúarsetningar þeirra með því að birta ekki grínmyndir af trúarhöfundi þeirra. Mér finnst það sanngjörn krafa í þjóðfélagi sem vill kalla sig siðmenntað og þar sem trúfrelsi ríkir. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Nei tjáningarfrelsi skiptir öllu máli fyrir trúfrelsi

Alexander Kristófer Gústafsson, 16.2.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég botna ekkert í hvað þú meinar, Alexander, frekar en fyrri daginn, þegar þú segir mér að fara til Sádí þegar ég tala um lestir á Íslandi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bestu kveðjur til þín líka, Valgeir, og eigðu góða helgi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sé veittur afsláttur á tjáningarfrelsinu Gréta, erum við að tala um grundvallarbeitingu á vestrænu samfélagi.

Verði bannað að birta grínmyndir af Múhameð, verður það sama að ganga yfir öll trúarbrögð, því varla vill fólk fara að mismuna trúarbrögðum, engar skopmyndir af Kristni né öðrum trúarbrögðum geta þá verið leifðar, og hvar stoppar þessi túlkun á því hvað er trúarbragðagrín og hver skilgreinir mörkinn.

Að hylja sig með slæðum er líka hluti af siðum trúarbragðanna, viltu taka það upp líka til að særa engan í nafni siðmenntar, samræmist það kvennabaráttunni á vesturlöndum að bakka aftur inn í eldhúsið og hylja sig eins og í skömm.

Ef ég flyt til dæmis til Pakistan eða Sádi Arabíu, verður þá mínum dætrum leift að valsa frjálsum um án kröfu um að hylja sig, verður mér leift að láta prenta og birta kristinn boðskap í dagblöðum landanna, bjóða vinum mínum upp á áfengi eða finnst þér að við eigum að gefa afslátt á okkar siðum og venjum, en Múslímar þurfi engan afslátta að gefa á sínum heimaslóðum, verður hlustað á mig þegar ég segi það misbjóða mér að konur séu grýttar sem hórur, eftir að hafa þolað nauðgun eða höfuð höggvin af fólki opinberlega, sem refsing fyrir glæp.

Þetta eru tveir ólíkir menningarheimar og þeir verða bara að umbera hvorn annan og virða siði hvors fyrir sig, en ég sé bara ekki rétt einhverja trúarbragða til að krefjast þess að vestrænum samfélögum sé breitt, þegar þeirra eigin samfélög eru ekki beint fyrirmyndin sem við viljum fylgja eða hvað.

Eins og ég sagði áður, það er öllum frjálst að flytja ef þeim finnst umburðarlindi okkar fyrir gríni ekki ásættanlegt.

Ég sætti mig ekki við Trúarbragðalögreglu að hætti Sádi Araba á Íslandi, en virði þeirra rétt til þess í heimalandinu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.2.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég spyr enn og aftur, eftir að hafa lesið langloku þína hér að ofan, Þorsteinn, -  hvaða atriðið eru það sem múslimar, búsettir á Vesturlöndum, hafa farið fram á að verði breytt í vestrænum þjóðfélögum?

Það eina sem ég les út úr mótmælum þeirra við skopteikningunum af Múhameð er krafa um að trúarbrögð þeirra og trúarskoðanir séu virtar. Hvorki meira, né minna.

Það á aðeins við um Íslam, sem er trú múslima, það er að segja, það er farið fram á að við sýnum þeirri trú þá virðingu að abbast ekki upp á hana með teikningum sem múslimar telja óviðurkvæmilegar. Mig grunar að þeim sé yfirleitt nokk sama um hvort við höfum myndir af Jesú eða öðrum uppi við eða á síðum blaða (þó hann teljist reyndar til einna af spámönnunum í íslam).

Sem ég álít vera í fullu samræmi við það að víðast hvar á Vestulöndum er lýðræði við lýði, og þar með trúfrelsi. Já, og tjáningarfrelsi, - sem þýðir samt ekki það að það megi segja hvað sem er, eða birta hvað sem er á prenti, til þess eru lög um meiðyrði höfð inni í löggjöf þessara ríkja. 

Mér finnst að múslimakonum eigi að vera heimilt að klæðast hverjum þeim klæðnaði sem þær kæra sig um hér á Vesturlöndum, rétt eins og okkur hinum, svo framarlega sem almennum reglum vestrænna samfélaga um siðgæði eru ekki brotnar. Eins og t.d. að hlaupa nakin/n á íþróttavöllum, o.s.frv. 

Hvergi hef ég séð þá sem telja má til forystumanna múslima á Vesturlöndum fara fram á að Sharia-löggjöf verði tekin upp hér í álfunni.

Mér þykir allur þinn málflutningur bera vott um að þú sért illa haldinn af því sem nefnt hefur verið Islamophobia og minnst er á í pistli mínum hér að framan.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 00:59

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er nefnilega ekki verið að tala um að boð og bönn hér, eins og öfgasinnum er svo gjarnt að halda fram, heldur nokkuð sem heitir á mannamáli TILLITSSEMI, en það orð virðist því miður ekki vera til í orðabók þeirra sem haldnir eru Islamophobiu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:03

9 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er ekkert trúfrelsi ef það er ekki tjáningarfrelsi, Islamophobia er orðaskrípi sem er notað af öfgavinstri og mörgum múslimum til að þagga niður

Alexander Kristófer Gústafsson, 17.2.2008 kl. 01:08

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Að saka fólk stöðugt um fordóma, kynþáttahatur eða Islamophobiu er voðalega ódýr málflutningur.

En ég er hissa á þér að vera tilbúin til að samþykkja eftirgjöf grunngilda vestræns samfélags, af ótta við að móðga eða særa tilfinningar trúarbragðahópa og eða af hræðslu við að vera talin siðlítil.

Þú telur sem sagt að kröfur eins trúarhóps séu rétthærri en annars, og ef gripið sé til ofbeldis og íkveikju sé rétt að gefa eftir til að halda friðinn, einnig að krafa Múslíma um að banna birtingu skopmynda af þeirra spámanni sé sanngjörn.

Þessi langloka mín sem þú kallar, er gerð til að benda á að þetta er ekki bara eitt mál, heldur spurning um viðhorf til samskipta á milli mismunandi hópa í samfélaginu.

Krafan um að nýir íbúar aðlagist samfélaginu og sætti sig við siðina, er nauðsynleg til að ekki myndist einangraðir hópar sem vegna tungumála eða trúar skapi gjá samskiptaleysis á milli fólks, sem brýst svo út í ofbeldi og íkveikjum þegar tíminn hefur skapað grunnin fyrir uppþot.

Við verðum aldrei sammála um afslátta á Vestrænu lýðræði og frelsi í samfélaginu, ég virði þá sem fórnuðu svo miklu til að byggja upp þetta samfélag friðar og frelsis.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.2.2008 kl. 01:54

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þorsteinn,

Þú segir:

"Að saka fólk stöðugt um fordóma, kynþáttahatur eða Islamophobiu er voðalega ódýr málflutningur."

Mér finnst það á sama hátt voðalega ódýr málfutningur að halda því fram að þeir múslimar sem eru ósáttir við myndbirtingarnar ætli sér að koma á Sharia-lögum í Danmörku.

"En ég er hissa á þér að vera tilbúin til að samþykkja eftirgjöf grunngilda vestræns samfélags, af ótta við að móðga eða særa tilfinningar trúarbragðahópa og eða af hræðslu við að vera talin siðlítil."

Ég tel mig ekki vera að samþykkja eftirgjöf neinna af grunngildum vestræns samfélags með því að fara fram á að önnur grunngildi þess, það er að segja gildi umburðarlyndis og tillitssemi, verði í heiðri höfð. - En satt að segja skil ég ekki hvað þú átt við með að ég sé ef til vill hrædd um að verða talin siðlítil ???? (Hljómar eins og eitthvað tekið beint upp úr Kóraninum fyrir mér! )

"Þú telur sem sagt að kröfur eins trúarhóps séu rétthærri en annars, og ef gripið sé til ofbeldis og íkveikju sé rétt að gefa eftir til að halda friðinn, einnig að krafa Múslíma um að banna birtingu skopmynda af þeirra spámanni sé sanngjörn."

Hvergi tala ég um að kröfur eins trúarhóps séu rétthærri en annars. Heldur tel ég að þeir sem ástunda ólík trúarbrögð eigi að sýni hvorum öðrum gagnkvæma tillitssemi og virðingu. Sem felst í að virða þær trúarsetningar sem þeir sem þau trúarbrögð ástunda hafa sjálfir í heiðri, það er að segja svo framarlega sem slíkt brýtur ekki gegn landslögum. Kristnum (og trúleysingjum) á að vera fullkunnugt um viðhorf múlima til mynda af spámanni þeirra (hvað þá skopmynda, og hvað þá skopmynda með sterku, pólitískur ívafi). Ef kristnir færu fram á að ekki væru birtar skopmyndir af Kristi í pólitísku samhengi í dagblöðum, eins og gert var um múhameðsteikningarnar, fyndist mér eðlilegt að farið væri eftir því, í það minnsta að slíkar myndir væru ekki endurbirtar, hefðu þær valdið taugatitringi á meðal kristinna söfnuða. Hins vegar vill svo til að kristnum er fullkomlega heimilt að gera myndir af frelsara sínum, skopmyndir sem aðrar, þannig að ég hugsa að seint yrði farið fram á slíkt hér í Evrópu (þó ég gæti svo sem alveg séð slíkt gerast í BNA,).

Talandi um íkveikjur bendi ég þér á að lesa færsluna mína hér fyrir ofan, Hugarfarsstjórnun og æsifréttamennska. Ég tel ekki að íkveikjur séu réttlætanlegar, þar sem þær eru ólöglegar, en það kemur ekki í veg fyrir að ég tel þær skiljanlegar, sérstaklega séu þær skoðaðar í réttu ljósi, sem er uppreisn 2. kynslóðar innflytjenda, ekki á móti teikningunum af Múhameð, eins og fjölmiðlar hér á landi keppast nú við hver um annan þveran að halda fram, heldur gegn því misrétti sem sú kynslóð telur sig beitta í dönsku þjóðfélagi, beint og óbeint.

"Krafan um að nýir íbúar aðlagist samfélaginu og sætti sig við siðina, er nauðsynleg til að ekki myndist einangraðir hópar sem vegna tungumála eða trúar skapi gjá samskiptaleysis á milli fólks, sem brýst svo út í ofbeldi og íkveikjum þegar tíminn hefur skapað grunnin fyrir uppþot."

Á móti hljóta nýir íbúar að geta gert þá kröfu að litið sé á þá sem fullgilda þegna þess sama samfélags, en ekki sem annars flokks aðskotadýr. Ekki satt?

 "Við verðum aldrei sammála um afslátta á Vestrænu lýðræði og frelsi í samfélaginu, ég virði þá sem fórnuðu svo miklu til að byggja upp þetta samfélag friðar og frelsis."

Þar sýnist mér þú hafa rétt fyrir þér, á meðan aðaláherslan hjá þér er á tjáningarfrelsi - hvað sem það kostar, - burtséð frá gildum eins og tillitsemi við náungann, tilfinningar hans og trúarviðhorf.

Ég virði líka, ekkert síður en þú, þá sem byggðu upp samfélagið, en ég leyfi mér að álíta að þeir hafi haft þau gildi sem ég nefndi hér síðast í heiðri, ekki síður en  tjáningarfrelsið, - það er að segja að í þeirra huga hafi í tjáningarfrelsi falist frelsi til að tjá hugsun sína og skoðanir, en ekki frelsi til að traðaka á því sem öðrum er dýrmætt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 02:57

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sé að eftir á að hyggja má á vissan hátt segja að við séum eftir allt saman sammála - gildin sem ég er ekki tilbúin að gefa afslátt á eru einfaldlega fleiri og víðtækari en þau gildi sem þú einblínir á í þessu sambandi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband