16.2.2008
Hugarfarsstjórnun og æsifréttamennska
Tilgangur þessarar færslu er að biðja fólk um, í framhaldi af fyrirsögninni við hana, að pæla aðeins í orðum Jóns Arnars, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Og í framhaldi af því að pæla í raunverulegu ástæðunum fyrir endurbirtingu skopmyndanna af Múhameð...
Sem er að fría sig ábyrgð á þeirri líðan ungs fólks úr innflytjendafjölskyldum í velferðarríkinu Danmörku, sem þessi framkoma sem fjölmiðlar beina nú sem ákafast sjónum að og kalla trúarbragðastríð, er bein afleiðing af.
Sú framkoma hefur minnst með birtingu þessara bjánalegu mynda að gera. Eins og Jón segir, er skýring danskra fjölmiðla: Leiðindi um seinustu helgi, - skopmyndirnar um þessa, - hver verður skýringin sem dönsk yfirvöld og fjölmiðlar finna til að hafa á reiðum höndum og slá ryki í augu heimsins um næstu helgi? Svona fréttamennska heitir öðru nafni að stinga hausnum í sandinn, eins og strúturinn.
Mikið er fjasað um hvað danska ríkið, og þar með þjóðin, sé nú búið að taka vel á móti "þessu fólki", það er að segja innflytjendum frá þeim löndum sem nefnd hafa verið Arabalöndin, og gera mikið fyrir það, - til dæmis, eins og mörg dæmi eru um, að leyfa flóttafólki að kúldrast, heilu fjölskyldunum, árum saman í einu herbergi, með takmarkað aðgengi að öllu sem við hér á Vesturlöndum teljum nauðsynlega þurfa til að viðhalda eðlilegu fjölskyldulífi. Slíkt er örlæti frænda vorra, Dana.
En slíkt ástand skýrist víst af því að "þetta fólk" hefur löngum verið talið aðskotadýr í þjóðfélaginu (eins og svo margir aðrir sem flokkaðir eru í þann hóp sem ég set í gæsalappir), sem séu illu vön að heiman og megi því þakka fyrir að vera á lífi hvað þá annað. Hvað þá og að maður tali nú ekki um þakklætið sem þeim beri að sýna gagnvart því að til séu þjóðir sem hafi á sínum tíma, fyrir allmörgum árum síðan, verið tilbúnar að skjóta skjólshúsi yfir fátækt og/eða landflótta fólk. Það er að segja foreldra, afa og ömmur unga fólksins sem nú stendur í stórræðum og krefst þess að litið sé á það sem fullgilda þegna þess þjóðfélags sem það er alið upp í. Að litið verði á það sem fullgilda þegna, sem vert sé að verja hluta af auðæfum þjóðarinnar til að hlúa að og búa ákjósanlegar aðstæður til framtíðar, til jafns við aðra þjóðfélagshópa.
Reyndar var það sú kynslóð sem réði málum á undan þeirra sem nú fer með stjórn mála í Danmörku sem veitti þessum innflytjendum landvistarleyfið. Skyldi það fólk hafa rennt grun í þau vandræði sem í kjölfarið fylgdu? Sennilega ekki, ella hefði verið betur staðið að málum hvað aðlögun og aðbúnað varðaði.
Í innflytjendamálum held ég að við Íslendingar höfum staðið okkur býsna vel og megum alveg vera stoltir af því hvernig við höfum tekið á málum og móti fólki hér heima, hingað til að minnsta kosti. Að vísu höfðum við víti til að varast, því miður, og höfum þess vegna ekki gert þau mistök sem við blasa annars staðar að úr álfunni. Þess vegna er óskandi að öfgafullum einstaklingum, sem sjá Grýlu í hverju horni ef minnst er á Múhameð og fylgismenn hans, takist ekki að æsa almenning hér á landi til (frekari) hatursverka gagnvart útlendingum, með tilvísunum í ástand annars staðar á Norðurlöndum sem er alls ekki sambærilegt við það sem við blasir hér á landi.
Gaman væri að fá upp á borðið nánari útlistanir á skýrslunni sem birtist um daginn í íslenska ríkissjónvarpinu, þar sem fram kom að fordómar gegn múslimum eru, í allri Evrópu, mestir í litla og vinalega landinu Danmörku (næst kom Holland og síðan Spánn, ef mig misminnir ekki).
*Jón Arnar, ég vona að ég hafi mátt fá þessa mynd lánaða af síðunni þinni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Breytt 17.2.2008 kl. 00:40 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna G.B.Ú. ég er nánast orðlaus yfir þér...þekkir þú einhverja "invandrere" í DK ???
EF JÁ.. þá veistu að þau eru búin að "mjólka" samfélagið í DK eins lengi og þau hafa búið þar - er það ekki???
Ef að þú hefur heyrt um heilu fjölskyldurnar "kúldrast" í einu herbergi árum saman... já þá er það einfaldlega afþví að þau völdu að leigja hin herbergin í íbúðinni út - til að þéna meiri pening - ofan á það sem þau fá í barna-, húsaleigu-, og atvinnuleysisbætur....... allt frá danska ríkinu, sem þau hafa ALDREI borgað aur til!!!
Ég tel ekki að það séu miklir fordómar gagnvart fólki almennt, hvaðan sem það er...... það er ekki fyrr en fólkið fer að heimta að lög og reglur i þeirra nýja landi aðlagi sig að þeim en ekki öfugt - að fólk fer að fara í "baklás" og loka á þau !!
Edda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 01:00
Edda, - bara ein spurning - þekkir þú sem sagt einhverja "indvandrerfamilie" svo náið að þú hafir þvílíka yfirsýn yfir fjármál hennar sem svar þitt hér að ofan bendir til?
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:05
Auðvitað þekki ég ekki fjármál neinnar fjölskyldu nema minnar eigin.... þrátt fyrir að eiga vini af hinum ýmsu þjóðernum... ja.. þá förum við bara ekki út í þau mál!!! Gerir þú það með þínum vinum?
En hinsvegar veit ég vel hvernig hlutirnir eru og mér finnst þú vera gera dáldið mikið "gott" úr því sem er ansi mikið SLÆMT!!
Edda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 01:24
Edda,
Sem betur fer eru greinilega ekki allir Danir sammála þér um þessa umræddu innflytjendur. Þessa skemmtilegu færslu las ég í bloggi Danans Tigerd:
"Fy fa´en buhu, hvor kan jeg ikke få ondt af de danske meningstyranner og deres indbildte religiøse paranoia. Højrefløjen pisser mig så meget af, men man må sige at de har fået folket med sig. Der ligger vel altid en latent frygt for andre i alle folk, men når selv småfede, velnærede danskere, med millioner i fribeløb i huset, går ud på et overdrev ja så...De interessante er at uddannelse, som man altid har hævdet skulle fjerne folkets frygt for det anderledes, har vist sig som et tveægget sværd. For alle goder og rigdomme, herunder fri uddannelse, gør tilsyneladende danskerne endnu mere paranoide. For tænk hvis det hele blev taget fra os! Tænk hvis muslimerne oversvømmede vores dyrkøbte folkeskole? Mit svar på denne bekymring, tenderende til hysteri, kan ikke være andet end en hovedrysten.
Hvad danskerne har brug for er et slag over nakken og en øjenåbner. VI er de rige, den tredje verden er nede på knæ og trygler. De dør som fluer, så vi kan få billig grisesteg og dyre rejser.
Næh du, er der nogle der har grund til at bekymre sig, er det indvandrere. Fanget mellem danskere og fattigdom/sult. Uhada, sikke et valg."
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:27
Því miður kem ég ekki auga á að ég sé að gera gott úr slæmu, Eddutetur...
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:29
...úpps, ...þarna gusaðist smá tjáningarfrelsi upp úr mér í endann...ég bið ekki afsökunar...
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:31
Það skiptir nákvæmlega engu máli, hvað GUSAST út úr þér ... og ég hef engar áhyggjur af aumum Dana sem heldur að skoðanir almúgans séu skoðanir "hægri vængsins" hann býr trúlega í Kristaníu eða hefur staðnað á miðri leið!! Ég get alveg séð það "skemmtilega" í hans færslu.... og það gæti líka bara verið tilgangurinn.. að vera skemmtilegur og ekkert annað
Edda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 01:49
Edda, mér finnst við hæfi, fyrst þú hefur áhuga á að láta í ljós svo fastmótaðar skoðanir á innflytjendum í Danmörku á bloggsíðunni minni, að þú gerðir hér einhverja grein fyrir sjálfri þér og hver tengsl þín við danskan almenning eru, það er að segja forsendum þínum til að móta þér skoðanir á skoðunum hans, umfram þennan tiltekna Dana sem skrifaði þess færslu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:56
ÞETTA er nýjasta færsla Tigerds - skrambi góð.
Auðvitað eru þessi mál alls ekki einföld að leysa, en utan frá séð sýnist manni Danir alls ekki vera að höndla þau vel - og að þeir séu alls ekki eins fordómalausir og jákvæðir þegar til á að taka eins og þeir héldu sjálfir fyrir 30 árum eða svo, því miður...
Smá forvitni, - Jón Arnar, mikið heitir þú íslensku nafni og skrifar góða íslensku af Dana að vera - ?
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 02:15
Ok, ég skil, takk fyrir þessa fræðslu - gaman að heyra um þetta.
Bestu kveðjur, því nú ætla ég að fara að sofa - þó fyrr hefði verið.
Takk fyrir stuðninginn í kvöld.
Góða nótt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.