Danska blaðið Jótlandspósturinn misbauð múslimum með birtingu (og endurbirtingu) skopteikninga af Múhameð spámanni. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.
Nýlega kom danska lögreglan upp um þá ráðgerð þriggja einstaklinga að myrða teiknarann sem gerði eina myndanna. Í kjölfarið hefur tveimur þeirra verið vísað úr landi, án dóms, á grundvelli hryðjuverkalaga sem Danir drifu sig í að setja dagana eftir 11. september, 2001.
Biskup Íslands misbauð samkynhneigðum þegar hann kallaði það að framkvæma hjónavígslu fyrir samkynhneigða jafngilda því að kasta hjónabandinu á haugana. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.
Biskup Íslands misbauð einnig trúleysingjum þegar hann kallaði þá "hatramma" nú fyrir jólin. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.
Fékk biskup Íslands morðhótanir í kjölfar þessara ummæla sinna?
Hver veit? Kannski.
Á bloggsíðum trúleysingja, svo mikið er víst, voru honum ekki vandaðar kveðjurnar.
Kannski fékk hann líka bréf og sms, eins og Matti Vantrúarmaður, hver veit? Um það hefur biskup ekki gefið neitt upp. Um það hefur íslenska lögreglan heldur ekki gefið neitt upp, það er að segja hvort þeim sé kunnugt um að honum hafi borist morðhótanir.
Í ljósi þeirra sms-skilaboða sem áðurnefndur Matthías hefur gert uppskátt um, verður að teljast sennilegt að biskupi muni einnig hafa borist soraleg skilaboð úr herbúðum sinna andstæðinga, varla eru þeir hvítskúraðri en vandlátir kristnir, þó kannski hafi enginn dirfst að ganga svo langt að hóta lífláti, hvað þá að leggja á ráðin um að framkvæma þá hótun.
Oft er mönnum heitt í hamsi, ekki bara úti í hinum stóra og vonda heimi, heldur líka á okkar litla og góða Íslandi. Trúmál eru eldfimt umræðuefni. Þess vegna finnst örugglega sumum meira gaman að leika sér að eldspýtum í kringum þau en öðrum. Sér í lagi andlegum brennuvörgum. Þó þeir fari ekki sjálfir út og kveiki í bílum og húsum.
Skyldu einhverjir á Íslandi eiga á hættu að verða vísað úr landi án dóms og laga vegna þess að hafa, ekki drepið neinn, heldur lagt á ráðin um að drepa einhvern? Tæplega, vegna þess að hér gilda ekki þessi varnarlög gegn hryðjuverkamönnum sem Danir settu. Það yrði að kæra og dómfella, áður en neinum væri hent út fyrir slík plön.
Sem betur fer er samfélag okkar ekki svo tæknivætt að hægt sé að sakfella menn fyrir hugsanir sínar, eins og gerist í frægri framtíðarskáldsögu eftir sænsku skáldkonuna Karin Boye. Hvað sem síðar verður. - Því hverjir yrðu þá eftir hér á skerinu?
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.2.2008 kl. 06:56 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Horfðu á þetta Greta:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397836/1
Fréttirnar eru mataðar niður í ykkur á Íslandi. Og það á uppsprengdu verði eins og allt annað. Og þið segið ekki neitt. Alveg eins og þegar þar er óskýranleg hækkun á nauðsynjavöru í Bónus.
Aðeins einu sinni, í byrjun sjónvarpsfrétta RÚV, þann 14. febrúar, var hin eiginlega ástæða fyrir uppþotunum nefnd. Kannski vegna þess að RÚV hafði varla sagt frá málinu áður. Síðan hafa íslenskar fréttastofur sniðgengið þá ástæðu og nú er það atburður sem átti sér stað 4 dögum eftir að róstur byrjaði sem er kennt um.
Líklega er Jón Arnar, sem þú nefnir, ekki búinn að læra dönskuna nógu vel til að lesa það sem gerist hér í landi. Ég hef búið hér í meira eða minna í 27 ár og hef séð hvað er að gerast. Danir eiga að sjálfsögðu sök á ýmsu, en Íslamofasisminn er auðveld afsökun sem þessi ungmenni nota til hefja sig upp. Fyrirmyndina hafa þau úr heimi trúar sinnar, en aðferðirnar eru að hluta til sóttar til smiðju vinstri manna af 68 kynslóðinni. Ég kenni, sem sagt, ekki neinu einu um. Það eru margar skýringar.
En eitt er víst. Óöldin byrjaði ekki vegna múhameðsteikninga, og eins og einn múftinn í Kbh. reyndi að segja við ungmennin: "Múhameð segir ekki að menn eigi að brenna bíla".
Þegar ungmennin sjálf segja ástæðuna fyrir því að þau gengu berserksgang fyrir rúmri viku séu eyturlyfjaeftirlitið og mótmæli við lögreglu, þá verð ég að taka það trúanlega.
Vandamál ungra innflytjenda eru ekki sköpuð af Dönum eða þeirri ríkisstjórn sem nú eru við völd. Þeir hafa fengið sömu skólagöngu og aðrir (sem reyndar er léleg, því danskt skólakerfi er lélegt), þeir fengu og fá sérkennslu, þeir fá og hafa fengið sérhjálp; Alla aðstoð sem eitt besta velferðaþjóðfélag heims getur gefið. Þeir tala betri dönsku en margir Íslendingar, en þeir geta greinilega ekki stýrt lífi sínu. Annað fólk sem er atvinnulaust, gengur ekki um og kveikir í. (Kannski ætti ég að fara að gera það).
Nú er þetta orðin blanda, sem byrjaði með því að mjög valdamiklar og öfgafullar mafíur hér í landi (sem sumar hverjar selja dauðann í nafni Allah), hófu skipulagðar óeirðir og skemmdaverk. Þessar mafíur er mjög öflugar og eru búnar að vinna baraáttuna um eiturlyfjamarkaðinn við mótorhjólamafíurnar. Svo er Múhameð blessuðum, nauðugum viljugum, blandað í kokteillinn og hann verður bitur.
Sumt fólk sem þarf að horfa upp á þetta er haldið escapisma, veruleikaflótta, og setur fram allar aðrar skýringar en þær sem eru handbærar. Maður sér meira segja fólk sem kennir fjölmiðlum um og heimtar að danskir fjölmiðlar hætti að segja frá því sem gerist í þjóðfélaginu. Það fólk heimtar ekki aðeins að það megi ekki birta myndir af Múhameð, heldur krefst þessa að hætt verði segja frá glæpum innflytjenda, sem eru nú í miklum meirihluta í Danmörku.
Horfðu svo á þessa RÚV frétt frá því í gær : http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397838/4
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2008 kl. 07:52
Það er ekki ofsögum sagt af einfölduninni í fréttaflutningi hér á landi, það segirðu satt. Þú skilur kannski hvers vegna mér fannst erfitt að sífellt var ætlast til að maður væri að diskútera innflytjendamál í Danmörku hér um árið í dönskunáminu mínu - þar sem mér fannst ég ekki hafi neinar forsendur til þess og allt sem ég segði yrði meira og minna innhaldslaust blaður byggt á vanþekkingu og misskilningi. Kannski var ég bara svona neikvæð, vegna þess að ég hélt ekki að slíkt væri innifalið í tungumálanámi. En það að fræðast um málefni þjóðarinnar er víst innifalið í slíku námi og "indvandrerproblemerne" tekur greinilega sífellt stærri skerf í umræðunni um þjóðmál í Danaveldi.
Vilhjálmur, þaka þér fyrir þessan fróðleik. Ég þarf að horfa á þetta sem þú gefur tengla á og melta þetta betur, áður en ég segi meira.
Augljóslega er þó hér um að ræða ungt fólk sem lendir í klemmu milli tveggja hugmyndaheima, rótlaust og veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga og útkoman er þessi, íkveikjur og "ballade". Guð og Allah (og Jahve, því þessir þrír eru einn) veri oss og öllum náðugur!
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:21
"Við biðjumst afsökunar á því að við neyddum ykkur aldrei til að læra tungumál okkar eftir að þið höfðuð dvalið hérlendis í 30 ár."
Ég held að þetta sé atriði sem Danir þurfi raunverulega að biðjast afsökunar á, fyrir utan myndbirtingarnar í Jótlandspóstinum.
Eða af hverju heldur þú, Skúli, að þeir sem um mál innflytjenda á Íslandi fjalla, leggi svo mikla áherslu á að þeir læri íslensku sómasamlega, og að leita verði allra leiða til að auðvelda innflytjendum það.
Þetta, að leggja ekki áherslu á að innflytjendur lærðu dönsku, er ein af stærstu skyssum þeirra varðandi þessi mál, gæti ég trúað. En því miður er varla, eins og ég komst að og hryggði mig mjög þegar ég hóf dönskunám í H.Í. hægt lengur að tala um dönsku, flestir virðast farnir þar í landi að tala eins konar "denglish". Danir mættu taka sig í gegn með margt, þar á meðal það að bera virðingu fyrir sínu eigin tungumáli.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 17:24
Eins og við ÍSLENDINGAR, náttúrlega!
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 17:38
Annars megum við ekki gleyma að taka vínkill á eiturlyfjavandann með í reikninginn þegar þessi mál eru rædd.
Eins og Vilhjálmur hefur upplýst okkur grandalausa mörlandana um, eiga glæpagengi sem höndla með eiturlyf sinn þátt í að egna til óláta og íkveikja á meðal áhrifagjarns ungliðs meðal innflytjenda í Köben. Nokkuð sem ekki hefur verið minnst á nema í einni málsgrein í byrjun fréttar í ríkisfjölmiðlinum (frétt Héðins Halldórssonar, 14. feb. 2008 á rúv (það er að segja sjónvarp, veit ekki með útvarp, á ekki von á slíkri frétt þar heldur). Svo er sökinni skellt á Allah gamla, Kóraninn, imamana og bænastússið þessu tengt, svo og misvitra blaðamenn Danaveldis.
Ljótt er að heyra - því skyldu íslenskir fjölmiðlaspekingar þegja þunnu hljóði um þessa hlið málsins, sem er ekki veigalítil, - vita þeir ekki af henni, sakir sömu fáfræði og við mörg hér á landi erum haldin - eða telja þeir sig hafa eitthvað að fela, eitthvað að óttast?
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 19:37
Fannst þessi frétt undirstrika ummæli mín í athugasemdum við fyrri blogg þitt Gréta
Danskir fjölmiðlar misbuðu múslimum með birtingu skopteikninga af Múhameð spámanni segir fólk, en hverjum er misboðið hér : http://valli57.blog.is/blog/valli57/entry/448181.
Sé ekki ástæðu til að sýna vítavert andvaraleysi, til að forðast tímabundin óþægindi.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.2.2008 kl. 13:58
Eigum við ekki að doka við og sjá hverju Abdullah konungur svarar mannréttindasamtökunum, áður en við kveðum upp dóm yfir yfirvöldum þar í landi?
Ég sé ekki ástæðu til að taka undir sjónarmið hægri öfgaafla í Danmörku, sem virðast tilbúin að beita öllum ráðum til að auka fylgi sitt þar í landi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 15:14
Takk fyrir kveðjuna og hólið, Valgeir minn. Ég vona líka að þú hafir það sem allra best í dag.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.