18.2.2008
Ég lifi í draumi - nýlenduveldið Danmörk
Það er ekki að spyrja að frændum vorum Dönum, að minnsta kosti þeim sem hinn alræmdi Jótlandspóstur, málgagn hægri-öfgamanna í Danmörku, náði í skottið á til að taka þátt í skoðanakönnun um hugsanlegan olíugróða fyrrverandi undirsáta þeirra Grænlendinga.
Ég ætla að spara stóru og neikvæðu orðin sem byltust upp í huga mér við lestur þessarar fréttar. Ætla þó að segja að þessi frétt rímar ágætlega við það sem er að gerast í Danmörku þessa dagana. Sem betur fer fyrir Dani, þá eru þó trúlega þeir Grænlendingar sem gera kröfur til lífsins flestir heima hjá sér á Grænlandi, en ekki að drekka bjór á sósíalnum á Nörrebro. Ella gæti í framhaldi af þessum fréttaflutningi Jótlandspóstsins enn og aftur bæst liðsauki í uppþotin sem eru þar, og víðar um landið, þessa dagana og voru þegar hafin áður en blaðið endurbirti Múhameðsteikningarnar illræmdu.
Þær óeirðir eiga rót sína í allt öðru en reiði vegna teikninganna, þó slíkt sé gjarnan látið í veðri vaka. Birting þeirra hefur þó ekki orðið til að lægja öldurnar, heldur þvert á móti, sem augljóslega er einmitt tilgangurinn með birtingu þeirra, þó tjáningarfrelsið sé notað sem afsökun fyrir henni, í því augnamiði að auka enn á fylgi danska Þjóðarflokksins meðal þeirra landsmanna sem nú þegar hallast á sveif með honum. Hér er tengill á einkar fróðlega samantekt um tengsl þessa flokks við ýmis hægrisinnuð öfgasamtök.
Rótin að óeirðunum liggur miklu dýpra. Hún varð augljós þegar Ungdomshuset, athvarf unglinga á Nörrebro var rifið síðla vetrar á liðnu ári. Niðurrif hússins var aðeins ein birtingarmynd þess hugarfars virðingarleysis sem hefur alið af sér þetta ástand, og sem auðveldlega má finna samlíkingu við í því viðhorfi sem oft hefur einkennt afstöðu danskra stjórnvalda til Grænlands og Grænlendinga.
Sú afstaða kemur glögglega fram í niðurstöðu könnunar Jótlandspóstsins um skoðun (einhverra) Dana á ráðstöfun hugsanlegs olíuauðs Grænlendinga, sem, ef niðurstaða könnunarinnar er sannleikanum samkvæmt, er byrjað að ásælast áður en einu sinni er komið á hreint hvort hann er til staðar eða ekki.
En, þó það sé annað mál, hvers lags blaðamennska er þetta eiginlega hjá Mogganum?:
" 20,6% vilja að Grænlendingar sitji einir að ágóðanum og 9,3% vilja að Grænlendingar sitji einir að honum."
Danir vilja hluta af olíugróða Grænlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kemur ekki á óvart að þeir vilji ásælast auð Grænlendinga. Þetta hefur verið tendens frá upphafi ekki satt ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 18:40
Jón Arnar,
Takk fyrir þennan fróðleik, það er gott að fá svona "inside information" þegar maður veit nú kannski ekki nema rétt á skotspónum um hvað maður er að tala, en er samt að baslast við að reyna að skilja hvað er að gerast.
Það ber þess vegna ekki að taka það sem ég skrifa of hátíðlega, þar sem oft skrifa ég hluti fyrst og fremst til að reyna að fá umræðu um þá, þó svo ég geri mér grein fyrir að mín þekking á málefninu frekar takmörkuð.
- nema hvað ég er sannfærð um að ég hef rétt fyrir mér þegar ég tala um danska Þjóðarflokkinn og myndbirtingarnar! -
Þess vegna finnst mér einmitt frábært að fá athugasemdir eins og þína núna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:48
Rótin að óeirðinum liggur miklu dýpra. Hún varð augljós þegar Ungdomshuset, athvarf unglinga á Nörrebro var rifið síðla vetrar á liðnu ári. Niðurrif hússins var aðeins ein birtingarmynd þess hugarfars virðingarleysis sem hefur alið af sér þetta ástand,
Fólkið neitaði að borga leigu fyrir húsið og það var selt í einkaeigu. Eiga þá ekki allir bara að heimta að borga ekki leigu og fá að búa frítt. Þetta er ekki virðingaleysi, það safnaðist þarna lýður sem var lifandi á ríkinu og vann ekki og borgar ekki leigu. þá er ekki furða að það sé rekið út. Það eru mörk fyrir því hverju þú berð virðingu fyrir, eins og maður er búinn að vera að lesa á kommentum þínum á öðrum síðum, ert þú að missa þig í pólítískri rétthugsun og vera að saka Dani um virðingaleysi. Maður þarf ekki að bera virðingu fyrir öllu, eins og tildæmis þeim reglum múslima að eiga 4 konur og það megi berja konuna sína í seinasta úrræði. Drepa þá sem skipta um trú. Þetta eru T.d allt orð múhameðs og þú finnur þetta allt í trúarritunum þeirra. mæli með að þú farir að kynna þér þau betur. Það er hvergi skrifað að það megi ekki teikna spámanninn og það var hægt að kaupa plaköt af honum í trúarbúðum í Mið-Austurlöndum. Kynntu þér málið áður en þú ferð að dæma.
Sigurður Árnason, 18.2.2008 kl. 23:02
Sigurður, þú virðist gera því skóna að það að ég vilji að virðing sé borin fyrir tilveru almennings í Danmörku, múslima jafnt sem annarra, og telji að auðmenn, sem hafa fyrst og fremst gróðasjónarmið og eigin hag að leiðarljósi eigi ekki að fá að vaða uppi og stjórna því sem gerist í þjóðfélaginu, jafngilda því að ég leggi blessun mína yfir grimmdarverk framin í nafni Íslam. Þvílík firra. Nenni samt ekki að þrasa við þig um þetta, þú mátt víst halda það sem þú vilt um mig. Alveg eins og ég ætla að nýta mér tjáningarfrelsi mitt til þess að segja að mér finnst slík ályktun ekki bera vott um neitt annað en heimsku.
Þú segir mig þurfa að kynna mér málin. Allt í lagi, vafalaust hef ég bara gott af því og lengi getur maður aukið við fróðleik sinn. Þess vegna finnst mér að þú ættir líka að kynna þér ýmislegt.
Til dæmis finnst mér að þú ættir að kynna þér hvað er verið að gera núna á lóðinni sem húsið stóð á sem rifið var niður ...
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 00:46
Annars er ég forvitin, Sigurður, hvert er þitt álit á Danska Þjóðarflokknum (Dansk Folkeparti)?
Ertu sammála því að því að þeim mun harðari sem mótmæli múslima við skopmyndunum eru, þeim mun líklegri séu þau til að hafa jákvæð áhrif á fylgi þess flokks?
Þú kemur nefnilega ekkert inn á þann hluta pistils míns, þó þú lýsir hneykslun þinni á því sem ég segi um framkomu yfirvalda gagnvart unga fólkinu á Nörrebro.
Ég vænti svara við þessum spurningum frá þér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 00:53
Til dæmis finnst mér að þú ættir að kynna þér hvað er verið að gera núna á lóðinni sem húsið stóð á sem rifið var niður ...
Það er verið að gera það sem eigendurnir langa að gera, eins og þú myndir gera við þína eigin lóð, eða myndiru kannski leyfa rónunum og dópistunum að eiga húsið þitt og eiga heima þar. Held ekki. Það er fólk sem á þessa eign og það má gera hvað sem það vill við eignina og það er gott ef það græðir peninga á því. Gefðu húsið þitt til útigangsfólks og ef þú gerir það ekki, ertu einfaldlega hræsnari.
Sigurður Árnason, 19.2.2008 kl. 01:00
Sigurður, ertu að meina að eigendurnir hafi rifið húsið, bara af því að þá langaði svo mikið til að sjá auðan blett í borginni?
Þú átt eftir að svara spurningunum sem ég lagði fyrir þig í seinustu athugasemd sem ég skrifaði.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 01:06
Sigurður, ég get því miður ekki gefið neinum hús af þeirri einföldu ástæðu að ég á ekkert hús til að gefa.
Hræsnari geturður sjálfur verið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 01:08
"Fólkið neitaði að borga leigu fyrir húsið og það var selt í einkaeigu. Eiga þá ekki allir bara að heimta að borga ekki leigu og fá að búa frítt. Þetta er ekki virðingaleysi, það safnaðist þarna lýður sem var lifandi á ríkinu og vann ekki og borgar ekki leigu. þá er ekki furða að það sé rekið út."
Þetta er mikil einföldun á atburðarásinni.
Árið 1978 seldi Brugsen, sem þá átti húsið, þjóðlagahópnum Tingluti húsið. Einhverju seinna sprakk varslögn í húsinu, og þar sem hópurinn hafði ekki efni á að láta gera við skemmdirnar keypti borgin húsið af þeim. Árið 1982 afhenti borgin húsið (sem þá kallaðist Folkets Hus) hópi fólks sem starfrækti þar síðan Ungdómshúsið, þó húsið væri áfram eign borgarinnar. Á þeim tíma sem í hönd fór spiluðu frægir tónlistarmenn eins og t.d. Nick Cage og Björk þar.
Í janúar 1996 skemmdist húsið í eldi og í kjölfarið kom í ljós að húsið var illa farið af fúa og sveppagróðri. Borgin hugðist þá loka og gera á því endurbætur af öryggisástæðum, en það mætti andspyrnu þeirra sem höfðu það þá til umráða (occupants).
Árið 1999 var húsið sett í sölu, eftir deilur við íbúanna (inhabitants) vegna endurnýjunar og þess að þeir neituðu að borga hina uppsetta leigu, sem kveðið var á um í upprunalega samningnum. Þegar fréttist af fyrirhugaðri sölu hengdu íbúarnir á húsið borða sem á stóð "Hús til sölu, 500 brjálaðir vinstrisinnar og grjótkastarar frá helvíti fylgja". Fyrirtækið Human A/S keypti húsið, þrátt fyrir þessa aðvörun, árið 2000 (salan gekk þó ekki í gegn fyrr en 2001), og seldi það síðan kristna söfnuðinum "Föðurhúsið" (Faderhuset). Hústökufólkið (the squatters - takið eftir hvernig nafngiftir um þá sem hafa húsið til umráða breytast eftir því sem líður á greinina!) neitaði þó að yfirgefa bygginguna. Hústökufólkið sat síðan sem fastast í húsinu og neitaði alfarið að hleypa nýjum eigendum þar inn fyrir dyr, alveg til 1. mars, 2007, þegar lögregla byrjaði að rýma húsið fyrir niðurrif.
(Þýtt úr Wikipediu)
Þetta er sagan eins og hún gekk fyrir sig. Málið var sem sé ekki svo einfalt að þarna hafi aðeins verið um að ræða íbúa sem neituðu að borga leigu, heldur hafði borgin í raun og veru selt húsið ofan af þeirri starfsemi sem hún hafði upprunalega úthlutað húsið, þegar hún eignaðist það, eða fljótlega upp úr því, eftir deilur og samningsrof. Þegar húsið var selt hafði þessi starfsemi verið í húsinu í samfellt 22 ár, og var þar sem sagt áfram, í óþökk nýrra eigenda, í u.þ.b. 6 ár, sem verður að teljast nokkuð gott úthald!
Einhvers staðar í þessu ferli fór greinilega eitthvað mikið úrskeiðis, það er að segja eftir að bruninn átti sér stað. Ekki veit ég hvort borgin bauð unga fólkinu sem ráku húsið á þeim tíma annað húsnæði fyrir starfsemina meðan endurbætur færu fram, sem það hafnaði, eða hvort borgin hefur þá ákveðið að hætta afskiptum af starfseminni. Sem síðan gerðist eftir 3ja ára þóf, þrátt fyrir mótmæli, með sölu hússins.
Þetta er sorgarsaga um starfsemi sem greinilega fór vel af stað og hefur verið í miklum blóma, en síðan hallar undan fæti og samkomulagið við borgaryfirvöld versnar. Ekki veit ég hverju er þar um að kenna. Kannski eru einhverjir svo fróðir um sögu hússins og starfsemina innan veggja þess að þeir geti sagt mér það.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 04:55
Þessi Kristni söfnuður Faderhuset keypti eignina og þá var þetta lögmæt eign þeirra. Því fólki langaði að fá eign sína sem það hafði notað sína peninga í og það vildi fá hana til umráða. er ekkert flóknara en það. Öll mótmæli koma ekkert á móti því og Danska ríkið hefur lofað þeim húsi nýju húsi til umráða og það mun koma seinna. Tekur bara smá tíma að finna hús til þess.
Sigurður Árnason, 19.2.2008 kl. 05:11
Samkomulagið við borgaryfirvöld versnar augljóslega þegar mótmæli eins og eftir þetta leiða til ofbeldis og brennum á eignum fólks.
Sigurður Árnason, 19.2.2008 kl. 05:13
Þarna er verið að tala um um að samkomulagið hafi versnað á árunum milli 1996-1999. Þá voru engar brennur byrjaðar á Nörrebro.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 06:27
Københavnere ønsker nyt ungdomshus
Et flertal af københavnerne fastholder, at der skal skabes et nyt ungdomshus. Det viser en ny undersøgelse som Gallup har lavet for Berlingske Tidende.
Blandt dem der har svaret enten for eller imod er der således stadig flertal for oprettelsen af et nyt ungdomshus. 48 procent er for mens kun 44 procent er imod.
Ef þú lest dönsku, þá getur þú séð í þessari grein hvernig borgarstjórn Kaupmannahafnar, ekki danska ríkinu, gengur að útvega nýtt hús, þrátt fyrir að 48% þeirra vilji nýtt Undómshús,frekar brösulega, svona aðeins meira en smá tíma. Sennilega vill enginn fá það akkúrat í nágrenni við sig:
Ungdomshus med forhindringer
Offentliggjort 17. februar 2008
www.norrebro.dk
De unge vil helst have Frederikssundsvejens Skole. Men det er naboerne ikke så begejstrede for. Da politikerne endelig kom i gang med at forhandle med de unge, gik tre fjerdedele af forhandlingerne godt, indtil adresser blev lækket til pressen. Man frygter uroligheder 1. marts.
Der var dømt Breaking News. Et nyt ungdomshus var fundet. De unge havde accepteret Frederikssundsvejens Skole. Og alle åndene lettet op. Slut med vold og ødelæggelser. Slut med tabt omsætning for detailhandelen på Nørrebro.
De unge er ikke velkommen
Men ak. En masse forhindringer skal først ryddes af vejen. Først og fremmest byder man ikke de unge velkommen i det nye kvarter.
De borgerlige opfatter det som, at
Gadens parlament bruger vold og hærværk som magtmiddel til at presse Borgerrepræsentationen. Voldsforherligende unge fortrænger børn og unge, der ikke bruger brosten fra deres gymnastiksal.
Hån til overs for Nørrebro Handelsforening
Det store problem er, at politikerne er kommet alt for sent i gang med at snakke med de unge. Og disse politikere havde kun hån til overs for en detailhandel, der selv måtte udrede skader og tabt omsætning. Ja enkelte truede endda med en sag mod denne side. Nørrebro Handelsforenings argumenter prellede af hos størstedelen af politikerne.
Fem ud af seks siger nej
Ligesom i Stevnsgade så ser det ikke ud til, at de unge er særlig velkomne på Frederikssundsvejens Skole. I følge konservative kilder siger fem ud af seks nej til de unge. Nu skal man nok tage denne optælling med et forbehold. Også når man bryder ud i følgende:
Politikerne bør lytte til mere end 5.000 fredelige borgere end et par hundrede gidseltagere fra ungdomshusmiljøet.
Således siger en af initiativtagerne til modstanden mod de unge, den konservative Jacob Næsager:
At man overvejer at lægge et ungdomshus her i et af Danmarks tætteste befolkede områder vidner desværre om et knæfald for de autonomes udemokratiske metoder og manglende respekt for lokalområdet.
Da de unge holdt deres 50. torsdagsdemo var der adskillige flere end de 300, som De Konservative, taler om.
Trussel om retssager
Så vidt vides, var det Københavns Kommune, der så Frederikssundsvejens Skole, som en mulighed. Hvis denne mulighed ikke var til stede, skulle de unge, ikke have tilbudt skolen.
Men tolerancen har trange vilkår. Således bliver der truet med forskellige retssager. Ejendomsselskabet Kay Wilhelmsen Gruppen har bebudet, at de overvejer at anlægge et krav om erstatning til kommunen, hvis ungdomshuset ender på adressen i Nordvest. Selskabet har indgået en aftale med kommunen om drift af arealer tæt ved skolen. 300 lejligheder skal gruppen opføre
Mange protester
Også Andelsboligforeningen Hulgårds Plads har meddelt kommunen, at de overvejer deres retsstilling. Foreningen består af 122 lejligheder og to børnehaver, der ligger tæt ved skolen. Flere børnehaver og vuggestuer har protesteret mod planerne.
Grus i maskineriet
Hvis de unge har fået valget mellem Bavnehøj Remise i sydvestkvarteret og Frederikssundsvejens Skole, ja så forstår man godt deres førstevalg.
Hvordan kom Frederikssundsvejens Skole i spil? Hvorfor fik man ikke forhandlet færdig, før man gik til pressen?
Det er for alvor kommet grus i maskineriet. Advokat Kurt Foldschack siger selv:
Nu er vi kommet tre fjerdedele af vejen på en god og konstruktiv måde, men vi skal også sikre den sidste fjerdedel af vejen.
Aftalen med de unge, var at adresserne ikke måtte lækkes ud til pressen. Men det blev de.
Kan Bavnehøj bruges?
En løsning på Frederikssundsvej vil koste mellem 6 og 9 millioner kroner, mens en løsning med Baunehøj vil koste 4 millioner kroner, at etablere.
De Radikale og overborgmesteren er mest stemt for Bavnehøj løsningen, da der er langt til nærmeste nabo.
Den nærmeste nabo til remisen på Bavnehøj er Vestre Fængsel., mens der er boliger på den anden side af Enghave Station. Et problem man dog her har har overset er en brandvej. Den skulle i så fald gå over Vestre Fængsels grund, og dette kan selvsagt udgøre en sikkerhedsrisiko.
Naboer føler sig tromlet ned
Naboerne føler sig tromlet ned af politikerne på Københavns Rådhus. Og et kommende ungdomshus giver stor utryghed hos de fleste.
Bispebjerg Lokaludvalg har forgæves forsøgt at få at vide, hvilke firmaer der skulle flytte ind i skolen sammen med de unge. Man har heller ikke kunnet få at vide, hvilke boligforeninger, der støtter de unge.
Ifølge advokat Knud Foldschack vil syv firmaer leje sig ind sammen med de unge. Det drejer sig om en medievirksomhed, en mindre produktionsvirksomhed og et lydstudie til et computerundervisningsinstitut. Huset er på 7.000 kvadratmeter. Det tidligere ungdomshus var på 1.900 kvadratmeter.
De unge skal nu forsøge at få aflivet myter og fordomme og forsøge at komme i dialog med naboerne. Men det skal ske hurtig. Høringsfristen er ikke særlig lang.
Den offentlige høring udløber allerede den 27. februar, høringen blev varslet for kort tid siden. Meningen er at præsentere en endelig plan for Fritids – og Kulturudvalget den 28. februar. Og det er der også en ide med. Man er bange for uroligheder på årsdagen – den 1. marts.
Aktion mod Rådhuset afblæst
Men allerede den 21. februar havde man bebudet aktioner. Man ville omringe Københavns Rådhus og lukke politikerne inde. Træningslejr er allerede afholdt.
Ifølge aktivisterne har det været en succes, allerede før aktionen blev gennemført.
Men den 3. april vil aktivisterne være på gaden. Det er den dato, hvor Borgerrepræsentationen afholder deres første møde, efter afslutningsprocessen i Nordvest.
TV – Kanal opfordrer til aktioner
På 69News der kan ses på Kanal København opfordres til, at Ungdomshusets sympatisører laver aktioner. Stationen er sat i værk, for at dække aktioner og happenings, fordi man mener, at blive uretfærdig behandlet i den øvrige presse.
Officielt er parterne rede til at finde en tredje løsning, men tiden er også en faktor. Flere af de unge har tilkendegivet, at de ikke gider at vente længere.
Underskrifter for/imod
Status den 10.02.08:
Imens er naboer i gang med at samle underskrifter.
www.ungdomshusnej.underskrifter.dk der viser modstanden har d.d. 3.404 underskrifter
www.ungdomshusja.underskrifter.dk der siger ja til et ungdomshus har d.d. 736 underskrifter.
Ikke meget forståelse for de unge
Efter et møde i Grøndal Centret afleverede beboerne i Nordvest 4.000 underskrifter imod et eventuelt ungdomshus. 500 var mødt op til orienteringsmødet .
Ifølge arrangørerne er de unge ikke velkomne, da de ikke har overbevist beboerne om, at de er et fredeligt naboskab.
Man er bange for vold, gadekampe, uro, graffiti og brosten. Desuden er frygten for tab af ejendomsværdi og støjen fra koncerter også noget der plager naboerne. De unge havde planlagt 7 – 10 koncerter hver måned.
Hvem skal erstatte vores tab på os, der har andels – eller ejerlejlighed.
Før var det mangfoldighed og tolerance, der prægede Nørrebro og Nordvest. Nu er det frygten for friværdierne, der har overtaget. En kulturel berigelse af området var det ikke mange, der kunne få øje på.
En meget rammende bemærkning kom fra Manu Sareen:
Disse irriterende unge, som I har så meget imod, er altså borgere i denne by, og vi har alle et ansvar for at rumme dem.
Og lige så rammende og modig kom det fra Jacob, der har været bruger af det gamle Ungdomshus gennem de sidste 15 år:
Jeg har aldrig været i nærheden af en brændende bil, selv om jeg har brugt Ungdomshuset i mange år. Til gengæld har København fået masser af kultur. Det kan godt være, at I ikke kan lide den kultur, men det er der altså nogen, som kan. Ungdomshuset var mit hjerte, og det blev revet ned sten for sten.
Ground 69 – Nørrebros nye losseplads
På grunden lå et hus med mange kulturelle minder. Ikke kun det Ungdomshus mange foragtede eller elskede. Her lå også et forsamlingshus, hvor der blev arrangeret boksestævner, lysbilledforedrag m.m. Mange af Nørrebro Handelsforenings generalforsamlinger fandt sted her. Rosa Luxemborg og Lenin var her. Her kæmpede kvinderne for deres ligeberettigelse.
Nu ligger det en affaldsplads. Rester af motorer, tomme spiritusflasker og rester af senge vidner om foragt for kulturen.
Og kommunen kan åbenbart ikke gøre noget.
Som grunden ser ud nu, er det en skændsel for Nørrebro.
Jagtvej 69, 2200 København N
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 06:46
Reyndar skilst mér að húseignin að Jagtvej 69 hafi hækkað töluvert í verði á þessum árum sem starfsemin þar er e.k. hústökustarfsemi, þannig að ég held að Föðurhúsið hafi hreint ekki tapað neinu á þessu. Eigendurnir hafi bara beðið rólegir þangað til þeim þótti verðið sem eignin var komin í ásættanleg.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 06:56
Það er nú að vísu ekki rétt hjá mér að eigendurnir hafi beðið rólegir í öll þessi ár.
Þeir stóðu í málaferlum við "íbúa" Ungdómshússins frá því í desember árið 2003 þar til endanlegur dómur var kveðinn upp 28.desember 2006.
Fólkið var síðan borið út 1. mars, 2007, flestum eru kunnar rósturnar sem því fylgdu.
Byrjað var að brjóta húsið niður 5. mars.
Útburðinum var mótmælt um alla álfuna.
Nánar má lesa um réttarhöldin, útburðinn og mótmælaaðgerðirnar í kirngum hann og niðurrifið á Wikipediusíðunni sem ég gaf í upphaflegu færslunni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.