Leita í fréttum mbl.is

Svolítil pæling um bros

surdameÉg fékk að reyna dálítinn forsmekk af útlendingafyrirlitningu síðast liðið haust.

Ekki í Danmörku, heldur suður á Krít, ekki þó frá Krítverja, heldur frá Dana.

Ég og aldraðir foreldrar mínir settumst  inn á danskan bar í nágrenni við hótelið sem við dvöldum á í borginni Chania, í þeirri trú að við myndum mæta (jafnvel sérlega) vingjarnlegu viðmóti hjá frændum okkar Dönum, svona af því sú þjóð hefur það orð á sér hér á landi að vera  "meget venlig", og jafnvel sér í lagi við fólk að þjóðerni þessa fyrrverandi "litla bróður" þeirra.

Því var sko aldeilis ekki að heilsa, það var auðfundið á öllu viðmóti gestgjafans að hjá honum (henni) voru Íslendingar engir aufúsugestir, eða áttu upp á pallborðið á þessum veitingastað. - Sennilega hafa íslenskir aðilar eignast of mikið þar í landi til þess að svo sé, litli bróðir orðinn of stór, - eða hvað var málið? - Ekki var það þó sagt berum orðum, heldur var þjónustulundin á lágmarki og veitingar þær sem við gátum kreist út úr konunni voru framreiddar með "sur mine" sem auka trakteringu.

Þannig að, næst þegar við fórum að fá okkur næringu, var haldið rakleitt á krítverskan stað, þar sem viðmótið var ólíkt betra; - miðað við danska staðinn var það eins og að koma inn í hlýja stofu úr frystiklefa. 

Ef þetta er viðmót sem innflytjendur í Danmörku mæta dags daglega í landinu sem þeir hafa náðarsamlegast  fengið að setjast að í, þá segi ég : Guð hjálpi dönsku þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar maður kemur frá Vín, þá er Köben eins og hlý stofa.  Þeir eru einstaklega kuldalegir Vínarbúar.  Ég hef ekki orðið vör við þessa fyrirlitningu í Danaveldi, en ég hef reyndar ekki komið þar oft síðan okkar menn fóru að kaupa það upp ef svo má segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Piff ef þetta eru ekki "fordómar" gagnvart dönum þá veit ég ekki hvað er.

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.2.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Satt að segja held ég að þetta hafi veri einstakt tilvik, Ásthildur. Við vorum mjög undrandi á viðmótinu sem við mættum þarna og hvað þessi kona sem rak barinn var fúl. Held ég hafi bara varla upplifað eins kuldalega afgreiðslu á veitingastað.

Ég segi það sama, ég hef ekki mætt nema góðu frá Dönum í þau skifti sem ég hef komið til Danmerkur.

Auðvitað sáir tortryggni sér út um þjóðfélagið, maður er kannski ekki skælbrosandi framan í einhvern sem gæti hugsanlega tilheyrt hópi sem hugsar manni þegjandi þörfina þó í hljóði sé.  

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alli minn, heldurðu að ég hafi búið þessa sögu til?

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Daninn hefur nú alltaf reynst mér 'ligeglad' í viðkynníngu þannig að mig grunar nú að þarna sé bara um eitthvað einstakst fúllyndistilfelli sem þú & þínir upplifðu.

Steingrímur Helgason, 18.2.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jón Arnar, foreldrar mínir voru yfir áttrætt, afskaplega prútt fólk í alla staði, og ég er nú yfirleitt talin mikil rólegheita kona. Auk þess sem við erum líka létt drekkandi fjölskylda sem elskar vín, pabbi auk þess hálfur Dani, svo þetta var frekar spælandi.

Kannski hafa forverarnir haft eitthvað að segja, eða kannski var konan bara ekki í góðu skapi þennan daginn. En hún var í framan eins og hún hefði bitið í sítrónu (eins og þessi á myndinni) hvað sem öðru líður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta var danskur klúbbur og þið íslensk.

Ég skal segja þér, að held að hann faðir minn heitinn hafi séð nokkuð margar grettur eins og þær sem þú hefur skreytt færslu þina með, þegar hann kom til Íslands. Fúlt fólk er til alls staðar.

Kannski er það þess vegna að verið er að brenna Kaupmannahöfn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband