18.2.2008
Svolítil pæling um bros
Ég fékk að reyna dálítinn forsmekk af útlendingafyrirlitningu síðast liðið haust.
Ekki í Danmörku, heldur suður á Krít, ekki þó frá Krítverja, heldur frá Dana.
Ég og aldraðir foreldrar mínir settumst inn á danskan bar í nágrenni við hótelið sem við dvöldum á í borginni Chania, í þeirri trú að við myndum mæta (jafnvel sérlega) vingjarnlegu viðmóti hjá frændum okkar Dönum, svona af því sú þjóð hefur það orð á sér hér á landi að vera "meget venlig", og jafnvel sér í lagi við fólk að þjóðerni þessa fyrrverandi "litla bróður" þeirra.
Því var sko aldeilis ekki að heilsa, það var auðfundið á öllu viðmóti gestgjafans að hjá honum (henni) voru Íslendingar engir aufúsugestir, eða áttu upp á pallborðið á þessum veitingastað. - Sennilega hafa íslenskir aðilar eignast of mikið þar í landi til þess að svo sé, litli bróðir orðinn of stór, - eða hvað var málið? - Ekki var það þó sagt berum orðum, heldur var þjónustulundin á lágmarki og veitingar þær sem við gátum kreist út úr konunni voru framreiddar með "sur mine" sem auka trakteringu.
Þannig að, næst þegar við fórum að fá okkur næringu, var haldið rakleitt á krítverskan stað, þar sem viðmótið var ólíkt betra; - miðað við danska staðinn var það eins og að koma inn í hlýja stofu úr frystiklefa.
Ef þetta er viðmót sem innflytjendur í Danmörku mæta dags daglega í landinu sem þeir hafa náðarsamlegast fengið að setjast að í, þá segi ég : Guð hjálpi dönsku þjóðinni.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar maður kemur frá Vín, þá er Köben eins og hlý stofa. Þeir eru einstaklega kuldalegir Vínarbúar. Ég hef ekki orðið vör við þessa fyrirlitningu í Danaveldi, en ég hef reyndar ekki komið þar oft síðan okkar menn fóru að kaupa það upp ef svo má segja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 18:39
Piff ef þetta eru ekki "fordómar" gagnvart dönum þá veit ég ekki hvað er.
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.2.2008 kl. 21:47
Satt að segja held ég að þetta hafi veri einstakt tilvik, Ásthildur. Við vorum mjög undrandi á viðmótinu sem við mættum þarna og hvað þessi kona sem rak barinn var fúl. Held ég hafi bara varla upplifað eins kuldalega afgreiðslu á veitingastað.
Ég segi það sama, ég hef ekki mætt nema góðu frá Dönum í þau skifti sem ég hef komið til Danmerkur.
Auðvitað sáir tortryggni sér út um þjóðfélagið, maður er kannski ekki skælbrosandi framan í einhvern sem gæti hugsanlega tilheyrt hópi sem hugsar manni þegjandi þörfina þó í hljóði sé.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 21:48
Alli minn, heldurðu að ég hafi búið þessa sögu til?
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 21:51
Daninn hefur nú alltaf reynst mér 'ligeglad' í viðkynníngu þannig að mig grunar nú að þarna sé bara um eitthvað einstakst fúllyndistilfelli sem þú & þínir upplifðu.
Steingrímur Helgason, 18.2.2008 kl. 22:00
Jón Arnar, foreldrar mínir voru yfir áttrætt, afskaplega prútt fólk í alla staði, og ég er nú yfirleitt talin mikil rólegheita kona. Auk þess sem við erum líka létt drekkandi fjölskylda sem elskar vín, pabbi auk þess hálfur Dani, svo þetta var frekar spælandi.
Kannski hafa forverarnir haft eitthvað að segja, eða kannski var konan bara ekki í góðu skapi þennan daginn. En hún var í framan eins og hún hefði bitið í sítrónu (eins og þessi á myndinni) hvað sem öðru líður.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:33
Þetta var danskur klúbbur og þið íslensk.
Ég skal segja þér, að held að hann faðir minn heitinn hafi séð nokkuð margar grettur eins og þær sem þú hefur skreytt færslu þina með, þegar hann kom til Íslands. Fúlt fólk er til alls staðar.
Kannski er það þess vegna að verið er að brenna Kaupmannahöfn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.