Jagtvej 69, Nörrebro, maí 2007 (tengill á fleiri myndir)
Saga Ungdómshússins
Árið 1978 seldi Brugsen, sem þá átti húsið, þjóðlagahópnum Tingluti húsið. Einhverju seinna sprakk vatnslögn í húsinu, og þar sem hópurinn hafði ekki efni á að láta gera við skemmdirnar keypti borgin húsið af honum. Árið 1982 afhenti borgin Hús fólksins (Folkets Hus), eins og húsið hét frá því að lokið var við byggingu þess 1897, hópi fólks sem starfrækti þar síðan Ungdómshúsið (Ungdomshuset),þó húsið væri áfram eign borgarinnar. Á þeim tíma sem í hönd fór spiluðu þar frægir tónlistarmenn eins og t.d. Nick Cage og Björk.
Í janúar 1996 skemmdist húsið í eldi og í kjölfarið kom í ljós að húsið var illa farið af fúa og sveppagróðri. Borgin hugðist þá gera á því endurbætur af öryggisástæðum, en það mætti andspyrnu þeirra sem höfðu það þá til umráða (occupants).
Árið 1999 var húsið sett í sölu, eftir deilur við íbúana (inhabitants) vegna fyrirhugaðra viðgerða og þess að þeir neituðu að borga þá leigu sem upphaflega var samið um. Þegar fréttist af fyrirhugaðri sölu hengdu íbúarnir utan á húsið borða sem á stóð "Hús til sölu, 500 geðbilaðir róttæklingar og grjótkastarar frá helvíti fylgja". Fyrirtækið Human A/S keypti húsið, þrátt fyrir þessa aðvörun, árið 2000 (salan gekk þó ekki í gegn fyrr en 2001), og seldi það síðan kristna söfnuðinum Faderhuset . Hústökufólkið (squatters) - [takið eftir hvernig nafngiftin um þá sem í húsinu dvöldust breytist eftir því sem líður á greinina!] neitaði þó að yfirgefa bygginguna. Hústökufólkið sat síðan sem fastast í húsinu og neitaði alfarið að hleypa nýjum eigendum þar inn fyrir dyr, alveg til 1. mars, 2007, þegar lögregla byrjaði að rýma húsið fyrir niðurrif, að undangengnum réttarhöldum Föðurhússins gegn þeim sem í því dvöldu.
Þetta er sagan eins og hún gekk fyrir sig. Málið var sem sé ekki svo einfalt að þarna hafi aðeins verið um að ræða íbúa sem neituðu að borga leigu, eins og haldið hefur verið fram hér á Moggablogginu, heldur hafði borgin í raun og veru selt húsið ofan af þeirri starfsemi sem hún hafði upprunalega úthlutað húsið, þegar hún eignaðist það, eða fljótlega upp úr því, eftir deilur og samningsrof. Þegar húsið var selt hafði þessi starfsemi verið í húsinu í samfellt 22 ár, og var þar sem sagt áfram, í óþökk nýrra eigenda, í u.þ.b. 6 ár, sem verður að teljast nokkuð gott úthald!
Einhvers staðar í þessu ferli fór greinilega eitthvað mikið úrskeiðis, það er að segja eftir að bruninn átti sér stað. Ekki veit ég hvort borgin bauð unga fólkinu sem rak húsið á þeim tíma annað húsnæði fyrir starfsemina meðan endurbætur færu fram, sem það hafnaði, eða hvort borgin hefur þá ákveðið að hætta alfarið afskiptum af starfseminni. Sem síðan gerðist eftir 3ja ára þóf, þrátt fyrir mótmæli, með sölu hússins.
Þetta er sorgarsaga um starfsemi sem greinilega fór vel af stað og var með miklum blóma, en síðan hallaði undan fæti og samstarfið við borgaryfirvöld versnaði, þangað til það leystist að lokum upp. Ekki veit ég hverju er þar um að kenna. Kannski eru einhverjir svo fróðir um sögu hússins og starfsemina innan veggja þess að þeir geti sagt mér það.
Fróðleg bloggfærsla um Ungdómshúsið og endalok þess (tengill).
Í þessari færslu er ýmislegt athyglisvert. Til dæmis finnst mér að þeir sem fara fram af hvað mestum móð með síbyljuna um brjálaða múslima ættu að velta þessu fyrir sér:
" Það verður fróðlegt að sjá hvaða fólk hefur setið í fangageymslum lögreglunnar eftir óeirðirnar fyrir hálfum mánuði. Það er ekki enn komið í ljós hverjir það voru sem gengu hvað lengst í eyðileggingunum, kveiktu í leikskóla, eyðilögðu bókasafn og fjölmiðlaver menntaskóla, brenndu bíla og brutu rúður. Ég ræddi við tvær kennslukonur í vikunni sem sögðu mér að fótboltabullur hefðu sent sms-skilaboð sín á milli um að nú væri "fjör í götunum" og síðan fjölmennt hettuklæddar með barefli. Mér vitanlega hefur fótbolti ekki verið ríkur þáttur í starfi Ungdomshuset."
Bygges der snart på Ground 69?
Offentliggjort 19. januar 2008
www.norrebro.dk
På Ground 69 kan rotterne spise sig fede og store. Det er ikke særlig lækkert, der der ligger på jorden. På en husmur i nærheden kan man læse følgende advarsel:
Hvad der bygges her, bliver smadret.
Det er ikke noget, der er diskuteret på et mandagsmøde, men det er en holdning i miljøet, at man vil gå meget håndfast til værks overfor eventuelle byggefirmaer.
Center for Bydesign har holdt møde med repræsentanter fra Faderhuset om fremtiden for den omtalte grund. Her fremlagde Faderhuset nogle skitseforslag.
Finansgruppen A/S, hvor også Københavns Kommune har en part, vil på nabogrunden bygge boliger og erhverv i karreens indre. Man vil placere en underjordisk parkeringsplads, Karreens friarealer skal være offentlig tilgængelig. En markant tilgang, skal ske fra Nørrebros Runddel.
Skal planerne realiseres, kræves det at Human A/S enten sælger grunden til Finansgruppen A/S eller at sidstnævnte køber aktierne i Human A/S
Først skal der påregnes en udviklingsperiode af en hvis varighed, hvorefter der forventes 10 12 måneders arbejde med at udarbejde lokalplan og kommuneplantillæg. Først herefter kan det konkrete byggeri påbegyndes. Med andre ord, grunden kan ligge ubenyttet hen i flere år endnu.
Allerede tidlig i forløbet kunne vi her på www.norrebro.dk afsløre Finansgruppens interesse for grunden.
fakta er, at ground 69 er beliggende i et såkaldt c2 område. Den maksimale bebyggelsesprocent er på 150. Friarealet er 40% for boliger, og 10% for erhverv. Der er mulighed for anlæggelse af nye dagligvare eller udvalgsbutikker på op til 3.000 m2 og 1.500 m2.
Det er ejeren, Faderhuset, der skal sørge for at grunden holdes i en ordentlig tilstand. Her siger man, at man engang imellem fjerner affald, men åbenbart ikke hurtig nok. Deres problem er også ifølge Faderhuset, at de unge på en hjemmeside opfordrer til, at man smider affald på grunden.
OG det ser ud til, at lossepladsen vokser i omfang til stor ærgrelse for naboerne.
Kommunen har tilbudt Faderhuset, at renholde grunden mod betaling. Faderhuset har dog endnu ikke svaret på henvendelsen.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
338 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 121503
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona að dönsku stjórnvöldin sem rifu húsið niður, og létu einhverja trúarnötta plata sig sjái hve arfa vitlaust það var, og kunni að skammast sín. Þessi gjörð var ljót og algjörlega óþörf.
Það væri líka ágætt að sanna það að bullur séu á götunum og æsi upp til áfloga og skemmdarverka. Mér finnst það ekki ósennilegt að þarna sé um að ræða örfáa sem ætti auðvitað að koma úr umferð sem fyrst, áður en þeir skemma meira út frá sér á alla enda og kanta.
Góð samantekt hjá þér Gréta Björg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2008 kl. 08:35
Greta, Ungdomshuset var aldrei notað af múslímum eða börnum innflytjenda. Þarna voru mest svartklædd "anarkistabörn" betri borgara, t.d. sonur nágranna míns Michael Rothsteins lektors, sem er afar stoltur af syni sínum. Krakkarnir í Ungdomshuset voru heldur ekki fremstir í slagsmálunum við lögguna. Þar tóku við glæpagengin og þeim sem þykir "hyggeligt" að slást við lögreglu og eyðileggja eignir annarra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2008 kl. 11:04
Það er reyndar búið að gefa ungmennunum nýtt hús, við hávær mótmæli frá nágrönnunum. En þú getur verið alveg viss um að ungmenning í Ungdomshuset eiga enga samleið með öfgafullum, trúuðum múslímum eða frændum þeirra sem eru haldir skemmdarfýsn eða einhverjum X-faktor sem enginn veit hvað er, annað en að það hefur miklar skemmdir í för með sér. Heyrt hef ég raddir sem segja að þetta sé allt Ísrael og gyðingum að kenna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2008 kl. 11:15
Ásthildur, það voru eigendurnir sem létu rífa það. Hjá þeim var þetta fyrst og fremst gróðasjónarmið, húsið var í slæmu ástandi, en lóðin er verðmæt. Unga fólkið vildi held ég að borgin keypti húsið aftur til að koma í veg fyrir niðurrifið. Samtök sem nefndust "Jagtvej 29"(eins og heimilisfangið) voru stofnuð um kaup á húsinu og buðu þau í desember 2006 13 milljónir danskar í húsið, auk 2 milljóna til að gera húsið upp, en eigendurnir höfnuðu því tilboði, á þeirri forsendu að þeir semdu ekki við terrorista.
Faderhuset lét lóðina í sölu í september 2007 og setti 15 milljónir d.kr. á hana, en eitthvað hefur gengið erfiðlega að selja, vegna þess sem á undan var gengið eru hugsanlegir kaupendur tvístígandi, kannski er eitthvað að gerast núna, en víst er að ekki verður byggt þarna alveg á næstu árum, samkvæmt því sem segir á síðunni www.norrebro.dk. Borgarstjórinn Ritt Bjerregård er að vonum ekki kát með þetta og segir að hægt hefði verið að komast hjá miklum vandræðum ef Faderhuset hefði tekið tilboði samtakanna
Húsið hafði mikið sögulegt gildi sem miðstöð kvenna- og verkalýðsbaráttu í Danmörku. Mér skilst að Bymuseet hafi ekki verið haft með í ráðum um niðurrifið, nema það hafi verið gert eftir að fréttin birtist sem ég tengi hér á, en forststöðumaður þess segir þar að safnið myndi ekki fara sjálft fram á friðun, það yrði að vera mál stjórnmálamannanna. Sem greinilega hafa ekki talið húsið þess virði. En örugglegra hefði þó verið ódýrara að gera húsið upp en að borga 72 milljónir vegna óeirðanna sem fylgdu í kjölfar þess að það var rifið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 11:19
Svo held ég hreinlega að Faderhuset heiti Fadderhuset. Svo ég verð að vísa þessu til heimahúsanna.
Fadder á dönsku er skírnarvottur eða guðfaðir.
Þetta sýnir okkur m.a. að þeir sem skrifa um "Faderhuset" á Wikipedia eru ekki "gildir limir" í þessum ofsatrúarsöfnuði.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2008 kl. 11:21
Vilhjálmur, eitthvað gengur brösulega að útvega nýtt hús, samkvæmt því sem ég las í nótt á www.norrebro.dk., eins og þú segir, vegna þess að 48% íbúa borgarinnar vilja hafa ungdómshús, bara ekki sem nágranna.
Eins og þú veist hafa múslimskir öfgamenn, mótmæli við skopteikninunum og óeirðirnar á götum danskra borga að undanförnu verið spyrt saman í íslenskum fjölmiðlum undanfarið, líklega þykir þeim hentugt að slá þessu saman í einn pott.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 11:26
Já, auðvitað, ég átti nú að vita þetta, bara vanhugsuð, heimatilbúin þýðing hjá mér.
Ertu með tillögu um þýðingu, Guðföðurhúsið, kannski?
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 11:28
Já, ég skil, sem sagt, eins og svo oft áður, þótti gengjunum niðurrif hússins upplagt tilefni til að efna til slagsmála ?
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 11:33
Vilhjálmur, er þín skoðun sú að það séu lítil eða engin tengsl milli óeirðanna núna og óeirðanna vegna Ungdomshússins?
Sennilega eru það aðallega þess konar gengi eins og þú talar um sem fara um og kveikja í, þó svo einhverjum henti að láta það líta svo út sem þar séu brjálaðir ofsatrúarmenn á ferð?
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.2.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.