19.2.2008
Löggan á Norðurbrú
Hér er tengill á grein í Politiken um aðfarir lögreglunnar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn og samkskipti hennar við fólk af erlendum uppruna.
Lögreglan þar hóf fyrir mánuði síðan að gera reglubundna líkamsleit á ungum karlmönnum, í leit að vopnum og fíkniefnum. Ekki hafa fundist nein vopn við slíka leit á Norðurbrú, samkvæmt því sem segir í annarri frétt í Politiken. Það segir lögreglan til vitnis um að slík aðgerð beri árangur, þar sem hún hafi varnaðaráhrif. Samkvæmt upplýsingum á þessari síðu, hefur slík leit þó borið einhvern árangur í öðrum hverfum.
Í fyrstu greininni sem ég tengi hér í segir að ungir menn sem rætt var við segist geta sætt sig við að leitað sé á þeim. (Það að lögreglan telji þörf á að gera slíka leit skýrist af því sem kemur fram um glæpagengi í færslu sem ég setti inn hér fyrr). Það sé hins vegar soralegt orðbragð lögreglunnar og niðurlægjandi framkoma gagnvart þeim sem ekki sé hægt að sætta sig við.
Hver vill láta kalla sig "svart svín", vera skipað að klæða sig úr skóm og sokkum og láta síðan lýsa ofan í nærbuxurnar sínar með vasaljósi fyrir allra augum úti á götu? Myndum við, ég og þú, lesandi góður, láta bjóða okkur slíka meðferð án þess að mótmæla? Myndi okkur ekki þykja okkur sýnd lítilsvirðing, finnast við niðurlægð og að verið væri að níðast á okkur?
Lögregla sem rætt er við í greininni staðfestir að óspektirnar að undanförnu hafi ekkert að gera með mótmælin gegn endurbirtingu skopmyndanna af Múhameð eða yfirvofandi brottvísun Túnismannanna tveggja sem handteknir voru fyrir að ráðgera að myrða einn af teiknurunum, þó þetta tvennt hafi reynst olía á eldinn.
Politiken birti í dag opið bréf frá "Drengjunum á Norðurbrú", þar sem þeir setja fram ásakanir sínar á hendur lögreglunni um niðurlægjandi framkomu gagnvart þessum hópi, en segja jafnframt að mótmælunum, sem þeir viðurkenna að farið hafi úr böndunum, muni nú linna. Þeir segja einnig að mótmælin hafi ekki haft neitt með birtingu skopmyndanna að gera, þó þær hafi orðið til að magna þau upp. Lögreglustjóri Kaupmannahafnar lofar að þessar ásakanir muni verða rannsakaðar, um það má lesa hér.
Þetta segja Danir:
Grein á vefsíðu Danmarks Radio
Uppreisnarandi hefur löngum svifið yfir vötnum á Norðurbrú. Þar er eiga verkalýðs- og kvennabarátta í Danmörku sér mikla sögu, sú barátta tengist húsinu á Jagtvej 69, sem Faderlandet lét rífa. Myndin hér að ofan var tekin af mótmælum á Norðurbrú 1944, meðan á hersetu Þjóðverja stóð. Myndin er úr ljósmyndasafni Frihedsmuseet.
Ég tel að sá lærdómur sem við Íslendingar getum dregið af þessu máli sé sá að að það sé mjög mikilvægt að við tökum nú þegar, strax í upphafi, mjög ákveðið á þeim glæpahópum sem komið er í ljós að byrjaðir eru að hreiðra um sig hér á landi, áður en eðlileg samskipti okkar við löghlýðna innflytjendur hafa beðið skaða vegna ótta almennings við þau. Einnig áður en þau ná hugsanlega að mynda einhvers konar hatursbandalag við unglinga sem telja sig vera hlunnfarna af samfélaginu. Það á ekki að líða glæpi, hver sem fremur þá; hvort sem í hlut eiga Íslendingar eða útlendingar. Vegna þess að, svo ég vitni í Indiru Gandhi:
"Fólk getur ekki tekist í hendur með hnefana kreppta".
Þeir sem frömdu eignaspjöllin í óeirðunum í Danmörku munu verða látnir borga fyrir þau, sem manni virðist þó að muni geta orðið erfitt í framkvæmd, vegna ringulreiðarinnar í kringum þessa atburði. Greiðslan mun í mörgum eða líklega flestum tilvikum lenda á foreldrum þeirra sem hægt verður að koma sök á, og það er óraunhæft að álíta að þeir muni vera borgunarmenn fyrir öllu því sem eyðilagðist, þó svo það tækist að benda á hver hafi brennt hvað.
Þannig að kostnaðurinn af tjóninu mun augljóslega að mestu lenda á ríki og borg. Maður spyr sig hvort ekki hefði verið skynsamlegra að verja meira fé í félagslega uppbyggingu í hverfum innflytjenda, en að þurfa að borga stórfellt eignatjón síðar, hvað eftir annað, því á síðasta ári er áætlað að tjón vegna óeirðanna sem urðu kringum niðurrifið á Ungdómshúsinu í mars hafi kostað danska ríkið 100 milljónir danskra króna. Áður höfðu orðið róstur vegna hússins í desember 2006 sem ég veit ekki hvað kostuðu. Hvert fjárhagslegt tjón er núna hef ég ekki séð tölur um enn. En auðvitað er alltaf hægt að vera vitur eftir á, ekki hvað síst þegar maður býr ekki einu sinni í landinu.
Það er öruggt að almenningur í landinu mun ekki gleyma því sem gerðist þessi kvöld og nætur strax á morgun. Ég óttast að almenningsálitið muni láta marga saklausa innflytjendur gjalda atburðanna að ósekju, á meðan óeirðabullur, jafnvel danskar í marga ættliði, sem nýta sér gjarnan svo kjörin tækifæri til að svala skemmdarfýsn sinni í skjólinu af reiði annarra, muni sleppa við refsingu og hlæja að öllu saman.
Götuóeirðir eru engin ný bóla í Kaupmannahöfn, og það hafa ekki alltaf verið innflytjendur sem hafa staðið fyrir þeim: Bardaginn í Ryesgade 1986 ...
...en margt annað er gert á Innri-Norðurbrú en að kveikja í bílum og húsum: Rabarberlandet
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 20.2.2008 kl. 09:34 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
338 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 121503
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ætli þetta virki ekki bara nokkuð vel. En lögreglumenn verða örugglega að reyna að passa betur á sér munnin, þó þeir séu auðvitað mannlegir eins og við hin. Að leita á mönnum gæti komið í veg fyrir atburði eins og þessa: Knive er kun for kujoner
Auðvitað er það ótrúlegt að það sé verið að leita á þeim sömu mörgum sinnum á dag.
En þú segir: "hluti af bréfinu var uppspuni", eru þeir búnir að viðurkenna það, fyrst þú orðar þetta svona?
Mér virðist 8 manns reyndar ekki neitt rosalega há tala, þannig að löggan ætti nú að reyna að halda stillingu sinni og sleppa því að uppnefna greyin eða hæðast að þeim, þó þessi leit fari að öðru leyti ekki mjög kurteislega fram. Eins finnst mér óþarfi að niðurlægja strákana með því að lýsa ofan í nærbuxurnar þeirra á almannafæri, varla er það daglegur viðburður?
"Held nú ekki að lögreglan njóti þess að visitera fólk" sagðir þú, vafalaust er það normið, en það leynast líka alltaf innan um einstaklingar sem einmitt fá mikið út úr því að niðurlægja annað fólk, eins og sannaðist upp á nokkra bandaríska hermenn í fangelsum í Írak hér um árið. Slíkir hrottar eiga náttúrulega ekki heima í lögreglunni og ætti að reka þá á staðnum ef upp um þá kemst.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 07:06
Ég yrði ekki hissa á að frétta að roskni palestínski maðurinn sem talað er um að löggan hafi barið í götuna hafi lent í slíkum hrotta. Það mál er víst í innanhússrannsókn hjá lögreglunni. En sá mjög umtalaði atburður í hverfinu er nefndur sem ástæðan fyrir því að upp úr sauð á Norðurbrú.
Hvar fékkstu töluna 8 ?
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 07:26
Ég fæ ekki séð, ef horft er til þess að það er hlutverk lögreglunnar að vera borgurunum til verndar, að neinn eigi nokkurn tíma fyrir því að vera barinn í götuna af lögreglunni, nema ef vera skyldi í sjálfsvörn innan um múg af æstu fólki. Lögreglan á að kunna handtök til að yfirbuga fólk án barsmíða (lærir þau í lögregluskólum). Sérstaklega ætti það að vera létt verk og löðurmannlegt að beita slíkum handtökum þegar um er að ræða eldri mann á móti tveimur eða fleiri fullhraustum lögreglumönnum.
Annars get ég náttúrulega ekkert fullyrt um hvað gerðist þarna, þar sem ég var ekki á staðnum. Það voru víst synir mannsins hins vegar, en það er auðvitað stór spurning hvort þeir geta talist hlutlaus vitni. En eins og ég sagði áðan er þetta mál víst í rannsókn innan lögreglunnar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 09:04
KJære Gréta.
Hilsen til deg fra Danmark. Jeg har besøk fra Norge og får ikke mye anledning til å lese blogg akkurat nå. Ser fram til å lesse innleggene i morgen.
Heidi Strand, 20.2.2008 kl. 09:09
Í fyrstu fréttinni sem ég vísa á í færslunni stendur að ungu mennirnir hafi sagt að það væru alls ekki allir lögreglumenn sem höguðu sér óviðurkvæmilega eða væru með rasistatilburði við þá. Það væru mestu hrottarnir (de mest rå) sem gerðu það.
Hej Heidi!
Så hyggeligt at høre fra dig. Jeg håber at du får en rigtig god dag sammen med dine gæster. Vi ses i morgen!
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 09:20
Hef oft gagnrýnt lögregluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir samskiptaleysi við okkur borgarana, hér áður gengu lögreglumenn oft á dag eftir Laugavegi og Bankastræti, gáfu sig á tal við fólk og leiðbeindu ef þörf.
Ég legg til að varðstjórar lögreglunar í miðborginni og upp við Hlemm, verði látnir styrkja sig líkamlega og andlega, með skildu göngu á milli lögreglustöðvana, hverja einustu vakt sem veður leyfir, og hluti af nýliðaþjálfun verði að fylgja með.
Svona vinnubrögð skila sér í bættri ímynd og betri samskiptum, lögreglan fær ábendingar frá fólki, sem nýtast við baráttu gegn skipulögðum glæpum og fíkniefnadreifingu, og fólki finnst það vera öruggara við aukin sýnileika lögreglunar.
Við getum lært af reynslu og mistökum Dana, getum breitt okkar vinnubrögðum áður en samskiptagjáin veldur meira tjóni.
Það verður hvorki náð árangri í baráttu gegn fíkniefnum, skipulögðum glæpum né kynþáttahatri, án samvinnu lögreglu og almennings.
Göngutúrar í miðborginni og heimsóknir til skólana er nauðsynleg vinna til að ná árangri og byggja upp traust.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.2.2008 kl. 12:39
Ég er sammála þér Þorsteinn, um að lögreglan verður að vera sýnileg og í góðum tengslum við almenning. Þeirra hlutverk á ekki eftir að verða léttara á næstu árum. Þess vegna hlýtur að vera mikilvægt að huga vel að menntun og launkjörum þeirra manna sem takast á jafn margvísleg flókin og vandasöm verkefni og lögreglan gerir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 16:14
Sammála Gréta, en held að tilfinningagreind og samskiptahæfni sé líka stór þáttur sem þarf að skoða, jafnvel endurskoða samsetningu lögregluliðsins með það í huga að hafa yngri og öflugri menn í sérsveitinni á ferðinni við leitar rassíur með fíkniefnalögreglu og tollgæslu, en hafa eldri starfsmenn í dagvinnu sveit sem byggði upp samskiptin og sinnti almennri löggæslu.
Eldri og reyndari menn innan lögreglunar eru flestir komnir í aðrar stöður en almennir lögreglumenn, og farnir að sinna skrifstofustörfum og innivinnu, en þetta eru mennirnir sem hæfastir eru til að vera í samskiptavinnu utan húss.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.2.2008 kl. 19:28
Ég held nefnilega að tilfinningagreind og samskiptahæfni sé þáttur sem þarf að stórauka vægið á, bæði þegar valið er inn í lögregluskólann og svo í náminu sjálfu.
Eins held ég, án þess að ég geti sagt að ég þekki mikið til innri starfsemi lögreglunnar, að það sé rétt hjá þér að það ætti að nýta sér lífsreynslu eldir lögreglumannanna betur en gert er.
Það auðvitað oft svo að þeir lögreglumenn sem eru ekki dánir úr hjartaáfalli vegna streitu þegar komið er á sextugsaldurinn (afsakið kaldhæðnina, en þetta sagði mér lögreglumaður sem var sjálfur að jafna sig eftir hjartaáfall), kjósa frekar að vera í rólegum og áreynsluminni störfum. En auðvitað ætti að vera hægt að nýta sér reynslu þeirra til að byggja upp jákvæð samskipti við borgarana, án þess að verið væri að ofgera þeim með því.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:25
Kannski eru "eldri" lögreglumaður ekki endilega menn komnir yfir fimmtugt, eins og ég slæ föstu í athugasemdinni hér á undan.
Ef til vill er hann á aldrinum 40-50, sem ég hugsa að sé einmitt oft sá tími sem margir þeirra vilja fara að geta tekið hlutunum aðeins rólegar og sleppa við "hasar".
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.