20.2.2008
Innflytjendapólitík í Danmörku
Villy Søvndal, formaður sósíalistaflokksins, Socialistisk Folkeparti (SF) í Danmörku hefur tjáð sig í bloggi sínu um nýleg ummæli öfgasinnaðra samtaka múslima Hizb-ut-Tahrir þar í landi, sem hann kallar " mørkemænd" (myrkramenn), um að lýðræðið sé til vansa ( Demokratiet er en skændsel). Hann segir: "Þá getið þið bara hunskast heim til þessara andlega formyrkvuðu eiræðisríkja sem þið hyllið (Så kan I da bare skrubbe af til de åndsformørkede diktaturer, I hylder)." Hann segir samtökin spilla fyrir öllum öðrum múslimum í landinu ("Hizb-ut-Tahrir er en del af problemet for herboende muslimer ikke en del af løsningen!") og að þeir ættu að halda sig heima hjá sér vilji þeir að Sharialögum verði komið á hér á Vesturlöndum.
Nú hefur Anders Fogh hælt Villy Søvndal fyrir þessi ummæli, og sagt að ef hann hefði ekki verið forsætisráðherra hefði hann sagt hið sama.
"Villi er búinn að vera á löngu ferðalagi, en nú er hann kominn þangað sem hann á að vera. Ég ætla að orða þetta svona: Ef ég hefði ekki verið forsætisráðherra, hefði ég sagt nákvæmlega það sama."
Þetta er Søvndal hreint ekki kátur með. Hann segist hafa notað orðið "mørkemænd" áður, í ræðu á landsþingi sósíalistaflokksins í maí, þar sem hann hafi gefið múslimskum öfgamönnum þetta nafn og sagt þeim að fara til andskotans. Þannig séð hafi hann bara verið að "endurnýta" þau orð í ummælum sínum nú. Þau séu sem sé ekki ný og hafi forsætisráðherra ekki vitað um þau fyrr, sé það líklega vegna þess að hann hafi mikið að gera og þurfi að hafa auga með mjög mörgu og sjái þess vegna ekki allt. Hann undrast orð Fogh og segir forsætisráðherrann, sem sé búinn að vera við völd í 6 ár, eiga sök á vandanum vegna vöntunar á heildstæðri stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum.
"Ég held ekki ræður til þess að gleðja eða hryggja forsætisráðherrann, heldur vegna þess að ég óttast hvað muni gerast ef allir sem flýja eða flytja til landsins sogast inn í hina andlýðræðislega undiröldu sem samtökin Hizb ut-Tahrir standa fyrir."
Áhugasamir dönskulæsir geta lesið nánar um þetta HÉR
Vinstrihreyfingin verður að taka skýra afstöðu á móti öfgasinnum.
Í annari grein sem Politiken birtir er þetta haft eftir Villy Søvndal:
"Ég skil ekki af hverju trúarleiðtogum er gefin sú staða í samfélgasumræðunni sem þeir hafa. Það er fullkomið dómgreindarleysi. Íranskir vinir mínir hafa algjörlega frábeðið sér að litið sé á Íslamska Trúfélagið sem fulltrúa þess sem þeir standa fyrir."
HÉR og HÉR má lesa ráð Villys Søvndal til "drengjanna á Norðurbrú".
Frétt Politiken um gönguna gegn teikningunum 15. febrúar, 2008.
Í færslu dansks bloggara frá 29. september, 2006, má lesa leiðara Jótlandspóstsins til varnar rétti samtaka danskra múslima til til tjáningarfrelsis vegna ummæla í Politiken. Meðan DF, sem blaðið styður ljóst og leynt, vildi banna samtökin þegar árið 2004. Þvílík hræsni! Ekki er öll vitleysan eins. Sitthvað er rotið í Danaveldi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Breytt 23.2.2008 kl. 04:23 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
338 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 121503
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég hed að fáir hérna í dk séu á sömu línu og Hizb-ut-Tahrir, sennilega ca 1000 manns er talið. þannig að miða við hversu margir innflytjendur eru í dk, þá er þattaka lítil prósenta. en það sem var slæmt í þeim mótmælagöngum sem hafa verið hérna skipulögð af Hizb-ut-Tahrir, hafa yfirmenn íslömsku kirkjunnar tekið þátt, þó hafa sumir af þeim yfirgefið svæðin þegar ræður hófust, þegar þeim varð ljóst hversu grófur tóninn var. það er sorglegt þegar svona lítill hópur getur eyðilagt fyrir svona stórum hóp innflytjanda sem lifa venjulegu lífi eins og ég og þú.
það er löng leið að friði í dk, en leiðin er ekki slagsmál, en samvinna.villy er frábær, og með hjartað á réttum stað !
Bless inn í kvöldið til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 20:47
Já, mér líst betur á ykkar Villa en okkar!
Þakka þér fyrir komuna og kommentið, og bestu kveðjur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 20.2.2008 kl. 21:17
Íslam er ekki stundað í kirkjum og því að nota orð eins "Íslömsku Kirkjunnar" móðgandi. Íslam er stundað í Moskum, skulum reyna að kalla hlutina réttu nafni.
Athyglisverð grein hjá þér Gréta.
Linda, 21.2.2008 kl. 08:55
...ekki móðgast, Linda mín...
Ég þakka hólið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.