22.2.2008
Danskir múslimar
Í bæði skiptin sem danska dagblaðið Jótlandspósturinn birti skopmyndirnar af Múhameð voru það öfgasamtökin Hizb ut-Tahrir, sem er deild alþjóðasamtaka Hizb ut-Tahrir (sem færslan mín hér fyrir neðan fjallaði um) sem stóðu fyrir mótmælunum gegn þeim. Íslamskt Trúfélag, sem oft hefur verið litið á sem talsmann múslima í Danmörku, tók þátt í síðustu mótmælaaðgerðum samtakanna.
Nú snúast aðrir danskir múslimar öndverðir gegn trúfélaginu, sem samkvæmt grein í Berlingske Tidende telur aðeins 7-8% danskra múslima. Lesið meira um það HÉR.
Úr greininni:
"Trúarbrögðin eru okkur sameiginleg, en þeir eru ekki talsmenn okkar, og við tökum sterka afstöðu á móti öfgum og því hvernig imamar í Íslamska Trúfélaginu taka þátt í samfélagsumræðunni. Öfgamenn geta ekki tekið sér einkarétt á íslam og aðlögunarferlinu í Danmörku."
Blogg:
Helen Lafitis small talk: Múslimar hafa fengið nóg af Íslamska Trúfélaginu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Trúmál og siðferði | Breytt 23.2.2008 kl. 04:09 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hlýtur að vera óþolandi að vera dæmdur og metin vegna orða og öfga fólks sem viðkomandi hefur engin samskipti við. Hér eru greinilega öfgahópar að brjóta mannréttindi þeirra Múslima sem ekki eru öfgasinnaðir og vilja bara lifa venjulegu lífi í sátt við samfélagið.
Halla Rut , 22.2.2008 kl. 15:47
Það er rétt hjá þér Jón Arnar að þessi samtök sem slík hafa ekki brotið gegn lögum, þó svo formaður þeirra hafi hlotið dóma.
Þó markmið þeirra séu svo andfélagsleg sem raun ber vitni, gagnvart þeim gildum sem við höfum í öndvegi hér á Vesturlöndum, hafa þó engin lögbrot (ennþá) verið framin nafni þeirra,svo vitað sé. Þetta er því mikill prófsteinn og í raun þolraun fyrir það þjóðfélag sem vill geta kallað sig lýðræðislegt og viðhalda því áliti að það hafi manngildishugsjónir í heiðri, því það er andstætt þeim gildum að banna nokkuð sem ekki stríðir beinlínis gegn landslögum.
Ef þeim landslögum væri breytt í þeim tilgangi að koma böndum á samtök af þessu tagi er hætta á að verið sé á mjög varasaman hátt að víkja frá þeim reglum (bend the rules) sem gilda um mannfrelsi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:13
" Hér eru greinilega öfgahópar að brjóta mannréttindi þeirra Múslima sem ekki eru öfgasinnaðir og vilja bara lifa venjulegu lífi í sátt við samfélagið."
Halla Rut, í raun hafa þessi samtök ekki brotið mannréttindi neinna með því að nýta sér sinn lögbundna rétt til tjáningarfrelsis, en rétt er að þeir hafa, með viðbrögðum sínum við ögrun blaðanna (pressunnar), lagt sitt á lóðaskólar þess að kynda undir kynþáttafordómum í landinu.
Þarna er þá líka komin spurning um það hvort kom á undan, hænan eða eggið, og maður getur spurt sig hvaða pólitísku öfl það séu sem hagnast af því að blása í þær glæður?
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:23
Þetta verður ennþá áhugaverðari spurning í ljósi þess að það virðist leika nokkur vafi á því að lögregla hafi í reynd haft næg sönnunargögn í höndum til að hægt verði að ákæra Túnismennina.
Ef til vill höfum við einfaldlega orðið hér vitni af vel sviðsettum leikþætti hægri afla í danskri pólitík. Þar sem tímasetning þess leikþáttar var hárrétt valin með tilliti til þess óróleik og rósta sem hafnar voru þá þegar í kjölfarið af óánægju hóps ungs fólks vegna hertra aðgerða lögreglu gegn glæpum.
Ég tel óhætt að fullyrða að hægri öflinn hafi hér séð sér leik á borði að búa sér til strengjabrúður úr öfgafullum múslimum í Danmörku, í þágu síns eigin málstaðar.
Þessum skrípaleik mótmæla hófsamir múslimar, sem sjá í gegnum hann, í dag.
Þeim væri hollara, þessum mönnum sem kalla sig hina miklu málsvara tjáningarfrelsisins, að muna þessi orð Péturs postula:
Þér eruð frjálsir menn, hafið ekki frelsið fyrir hjúp yfir vonskuna, breytið heldur sem þjónar guðs. 1 Pt, 2:16
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:42
Kannski tók í of djúpt í árinna en þegar þeir segja við Múslimar þá taka þeir sér að tala fyrir alla. Þetta er eins og þegar stjórnmála menn segja VIÐ Íslendingar viljum ekki, eða VIÐ borogarbúar viljum...
Halla Rut , 23.2.2008 kl. 17:43
Já, nú skil ég hvað þú meinar - og nei, mér finnst þú ekkert taka of djúpt í árinni. Það felst auðvitað visst mannréttindabrot í því að tala fyrir munn annarra að þeim forspurðum, og ganga þannig inn á tjáningarrétt viðkomandi.
Það er vel skiljanlegt að það hljóti að vera óviðunandi að svona öfgahópur gefi sig út fyrir að vera talsmenn allra, eins og Islamisk Trossamfund hefur gert fram til þessa. Og já, svona eins og stjórnmálamennirnair, þegar þeir tala um vilja okkar Íslendinga...
Annars var Linda að benda mér á að nota orðið "íslamisti" yfir öfga-múslimi. Mér líst rosa vel á það og það væri gott ef það kæmist inn í umræðuna að gera greinarmun með þessu móti á íslamistum og svo "venjulegum", hófsömum múslimum.
Sá nú reyndar að þú ert líklega búin að sjá þetta á blogginu hennar, þar sem þú er með komment þar á eftir samræðum okkar. Þá hefur þú kannski séð að það var Sema sem benti henni á að nota þetta orð, íslamisti, frekar en öfga-múslimi. Sem ég sá reyndar núna, þegar ég fór að leita uppi slóðina hennar, að er með sína aðra (II) færslu um efnið efst á blaði hjá sér núna. Maður ætti að kíkja á hvað hún hefur að segja okkur.
Heyrði rétt í þessu að í fréttum RÚV var þetta orð, íslamisti, notað þannig á mjög ákveðinn hátt, það er að segja lesið með áherslu. Þannig að kannski er þetta að inn í umræðuna að nota það, þó ég hafi ekki verið búin að átta mig á því (vonandi ekki merki um að ég sé treg! )
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.