22.2.2008
Nýtt útspil
Forysta Socialistisk Folkeparti (SF), flokks sósíalista í Danmörku, er býsna snjöll. Nú hvetur ungliðahreyfing hennar, SFU, unga, óánægða innflytjendur til að láta af óeirðum og fylkja sér undir merki hennar.
Hún segir við þá að íkveikjur og skemmdarverk á götum úti sé ekki rétta leiðin til að vekja athygli á vandamálum innflytjenda. Það sé miklu vænlegra til árangurs fyrir þá að ganga til liðs við ungliðahreyfingu flokksins, þar sem hún berjist á móti misrétti, og þar með fyrir sömu sjónarmiðum og þeir.
Við eigum að standa saman
Þetta segir Nanna Westerby, formaður ungliðahreyfingarinnar:
"Það unga fólk, sem eins og við telur að aðlögunin gangi ekki nógu vel í Danmörku, er velkomið að skrá sig í ungliðadeild SF eða í önnur lýðræðisleg samtök. Þá getum við í sameiningu sett vandamálið á stefnuskrána."
"Við vonumst eftir að geta sent mikilvæg skilaboð um, að við erum mörg sem berjumst á móti misrétti. Því við erum einnig á þeirri skoðun að það sé mikið að þegar kemur að aðlögun innflytjenda að dönsku samfélagi, en lausnin felst ekki í því að brenna bíla og gáma."
Ungliðahreyfingin tekur skýra afstöðu á móti Hizb ut-Tahrir
"Hizb ut-Tahrir eru samtök öfgafullra trúmanna. Það er ekki okkar skoðun að til séu trúarlegar lausnir á vandamálum samfélagsins. Lausnirnar er að finna í virkri stjórnmálaþátttöku."
Það er skoðun hennar að lýræðisöflin eigi að stefna að annarri stefnumörkun en þeirri sem ríkisstjórnin og danski Þjóðarflokkurinn (DF) stendur nú fyrir.
"Hizb ut-Tahrir vinnur ekki fyrir lýðræðið. Við þörfnumst allra þeirra krafta sem við getum náð í til að koma á annarri dagskipun hvað varðar aðlögun innflytenda. En þeir kraftar verða að vera lýðræðislegir."
SFU hefur stofnað hóp á Facebook
SFU hefur stofnað hóp á Facebook sem nefnist "Vertu með í baráttunni". Með þessum hætti ætlar SFU komast í samband við unga fólki sem stóð að baki óeirðanna seinustu vikur og gefa þeim möguleika á að láta til sín heyra á annan hátt.
Nanna Westerby:
"Margt það unga fólk, sem tók þátt í óeirðunum hefur sagt að það hafi ekki aðra möguleika á að láta í sér heyra. En það er ekki rétt. Eins og er gerir það stöðuna aðeins verri."
"Ef unga fólkið vill í alvöru berjast á móti misrétti, þá verður það að taka þátt í starfi þeirra flokka og félaga sem berjast á móti því. Það væru sterk skilaboð, sem myndu skila árangri."
(Úrdráttur úr fréttagrein í Politiken)
Lesið hana HÉR
Það var rólegt hjá slökkviliðum alls staðar í Danmörku síðast liðna nótt. Lögreglan telur að hlutirnir séu að færast í eðlilegt horf. Það var kveikt í á fáeinum stöðum síðast liðna nótt. Þar voru að verki "venjulegir" brennuvargar".
Þetta sagði yfirvarðstjóri lögreglunnar í Kaupmannahöfn: "Það hefur alltaf verið kveikt í hjólageymslum og ruslagámum. Þessir smá-brennuvargar, sem kveikja í rusli, voru hluti af hversdagnum fyrir ólætin."
Nánar HÉR
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 23.2.2008 kl. 04:05 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Greta. Þetta er flott hjá ungum vinstri grænum í Danmörku! Ég bendi fólki á að Turid Leirvoll, framkvæmdastýra Socialistisk Folkeparti í Danmörku mætir á flokksráðsfund Vinstri grænna í fyrramálið klukkan 10:30 og segir frá kosningabaráttunni þar sem SF vann glæsilegan sigur. Ef til vill verða þessi mál einnig rædd. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 23.2.2008 kl. 00:36
Já, mér finnst þetta líka flott. Þetta kalla ég að sjá jákvæðan flöt á málum og finna jákvæðar lausnir. Virkilega til eftirbreytni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.