Leita í fréttum mbl.is

Nýtt útspil

image002Forysta Socialistisk Folkeparti (SF), flokks sósíalista í Danmörku, er býsna snjöll. Nú hvetur ungliðahreyfing hennar, SFU, unga, óánægða innflytjendur til að láta af óeirðum og fylkja sér undir merki hennar.

Hún segir við þá að íkveikjur og skemmdarverk á götum úti sé ekki rétta leiðin til að vekja athygli á vandamálum innflytjenda. Það sé miklu vænlegra til árangurs fyrir þá að ganga til liðs við ungliðahreyfingu flokksins, þar sem hún berjist á móti misrétti, og þar með fyrir sömu sjónarmiðum og þeir.

Við eigum að standa saman 

Þetta segir Nanna Westerby, formaður ungliðahreyfingarinnar:

"Það unga fólk, sem eins og við telur að aðlögunin gangi ekki nógu vel í Danmörku, er velkomið að skrá sig í ungliðadeild SF eða í önnur lýðræðisleg samtök. Þá getum við í sameiningu sett vandamálið á stefnuskrána."

"Við vonumst eftir að geta sent mikilvæg skilaboð um, að við erum mörg sem berjumst á móti misrétti. Því við erum einnig á þeirri skoðun að það sé mikið að þegar kemur að aðlögun innflytjenda að dönsku samfélagi, en lausnin felst ekki í því að brenna bíla og gáma." 

Ungliðahreyfingin tekur skýra afstöðu á móti Hizb ut-Tahrir

"Hizb ut-Tahrir eru samtök öfgafullra trúmanna. Það er ekki okkar skoðun að til séu trúarlegar lausnir á vandamálum samfélagsins. Lausnirnar er að finna í virkri stjórnmálaþátttöku."

Það er skoðun hennar að lýræðisöflin eigi að stefna að annarri stefnumörkun en þeirri sem ríkisstjórnin og danski Þjóðarflokkurinn (DF) stendur nú fyrir. 

"Hizb ut-Tahrir vinnur ekki fyrir lýðræðið. Við þörfnumst allra þeirra krafta sem við getum náð í til að koma á annarri dagskipun hvað varðar aðlögun innflytenda. En þeir kraftar verða að vera lýðræðislegir."  

SFU hefur stofnað hóp á Facebook

SFU hefur stofnað hóp á Facebook sem nefnist "Vertu með í baráttunni". Með þessum hætti ætlar SFU komast í samband  við unga fólki sem stóð að baki óeirðanna seinustu vikur og gefa þeim möguleika á að láta til sín heyra á annan hátt.

Nanna Westerby: 

"Margt það unga fólk, sem tók þátt í óeirðunum hefur sagt að það hafi ekki aðra möguleika á að láta í sér heyra. En það er ekki rétt. Eins og er gerir það stöðuna aðeins verri." 

"Ef unga fólkið vill í alvöru berjast á móti misrétti, þá verður það að taka þátt í starfi þeirra flokka og félaga sem berjast á móti því. Það væru sterk skilaboð, sem myndu skila árangri."

(Úrdráttur úr fréttagrein í Politiken) 

Lesið hana HÉR

Það var rólegt hjá slökkviliðum alls staðar í Danmörku síðast liðna nótt. Lögreglan telur að hlutirnir séu að færast í eðlilegt horf. Það var kveikt í á fáeinum stöðum síðast liðna nótt. Þar voru að verki "venjulegir" brennuvargar".

Þetta sagði yfirvarðstjóri lögreglunnar í Kaupmannahöfn: "Það hefur alltaf verið kveikt í hjólageymslum og ruslagámum. Þessir smá-brennuvargar, sem kveikja í rusli, voru hluti af hversdagnum fyrir ólætin."

Nánar HÉR 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæl Greta. Þetta er flott hjá ungum vinstri grænum í Danmörku! Ég bendi fólki á að Turid Leirvoll, framkvæmdastýra Socialistisk Folkeparti í Danmörku mætir á flokksráðsfund Vinstri grænna í fyrramálið klukkan 10:30 og segir frá kosningabaráttunni þar sem SF vann glæsilegan sigur. Ef til vill verða þessi mál einnig rædd. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.2.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, mér finnst þetta líka flott. Þetta kalla ég að sjá jákvæðan flöt á málum og finna jákvæðar lausnir. Virkilega til eftirbreytni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband