Íslamska Trúfélagið (Islamsk Trossamfund) sætir nú harðri gagnrýni á meðal margra múslimskra samtaka í Danmörku. Trúfélagið leyfir sér að tala fyrir hönd allra múslima, segja þau.
Íslamski söfnuðurinn í norðvestur hluta Kaupmannahafnar hefur í áratug látið í sér heyra sem rödd múslima í samfélagsumræðunni í Danmörku. En nú er það á enda. Í fyrsta lagi eru samtökin ekki samstiga meirihluta múslima í landinu - og í öðru lagi er það mjög gagnrýnivert að trúfélagið er tilleiðanlegt við hin öfgafullu og ólýðræðislegu samtök Hizb ut-Tahrir. Þannig hljóðar gagnrýnin.
Zubair Butt Hussain, formaður regnhlífarsamtaka danskra múslima, Muslimernes Fællesråd, sem sameinar 13 stór félög, hafði í gær þetta um málið að segja:
"Muslimernes Fællesråd telur ljóst að umræðan seinustu daga hafi ekki verið út frá sjónarmiðum sem eru einkennandi fyrir danska múslima."
Skoðun Hussains er sú að Íslamska Trúfélagið gefi út eins konar falska vörulýsingu.
"Nafnið Íslamska Trúfélagið er í þessu sambandi óheppilegt nafn á félagi; það á ekki rétt á sér eins og til dæmis nafn Mosaiska Trúfélagsins, þar sem það talar ekki fyrir hönd allra danskra múslima. Muslimernes Fællesråd hefur, með sína tæplega 40.000 meðlimi, ekki átt fulltrúa í umræðunni upp á síðkastið. Við förum fram á margbreytilegri mynd af dönskum múslimum, svo að einn einstakur hópur fái ekki leyfi til að taka sér einkarétt á að gefa út yfirlýsingar," segir Zubair Butt Hussain.
Í elstu mosku Danmerkur, Nusrat Djahan-Moskunni i Hvidovre, tekur imaminn, hinn pakistanski Naimatullah Basharat, skýra afstöðu á móti því að ein moska tali fyrir hönd allra múslima.
"Það eru svo margs konar múslimar í Danmörku. Við höfum okkar eigin skoðanir og höfum engan áhuga á því að einhverjir taki að sér að tala fyrir hönd okkar. Stundum erum við ósammála Íslamska Trúfélaginu. Allir múslimar eru sammála um að teikningarnar af spámanninum eru sorglegar. En þegar að því kemur að bregðast við þeim - þá erum við mjög ósammála."
Úrdráttur úr grein í Berlingske Tidende
Þetta eru þrjú stærstu samtök múslima í Danmörku, samkvæmt bloggi Helen Latifi:
Muslimernes Fællesråd: 40.000
Dansk Muslimsk Union: 25.000
Islamisk Trossamfund: 15.000
Myndin sem fylgir færslunni er fengin að láni af heimasíðu MF . Hún er tekin af Ahmed Krausen.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:19 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 121500
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gréta mín, mér finnst þessar upplýsingar sem þú ert að setja hér inn afskaplega áhugaverðar og maður kemst einhvernveginn nær sálinni á fólkinu. Skynjar á annan hátt þeirra skoðun og upplifelsi. Ég vona að sem flestir lesi þessar færslur þínar það er hollt hverjum manni einmitt að lesa svona hófsamar og traustvekjandi umræður. Hafðu þökk fyrir eins og svo margt annað sem þú kemur inn á hér. Þú ert frábær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 09:20
Takk fyrir þessi hlýju orð, Ásthildur.
Já, ég vona að sem flestir lesi þessar færslur mínar, því sá er tilgangur minn með því að setja þetta efni hér inn sem þú lýsir í þinni upplifun af þeim. - Eins og sjá má er ég ódrepandi friðarsinni!
Mér finnst þetta líka svo merkileg þróun sem er að verða í Danmörku og fróðleg að fylgjast með, að hófsamir múslimar séu að rísa upp og mótmæla því að öfgsamtök meðal þeirra gefi sig út fyrir að mæla fyrir munn allra múslima - ég held að þetta hafi hvergi gerst áður í heiminum. Mér finnst frábært að opinberlega gagnrýnin á þessi öfgasamtök skuli núna koma að innan, frá hópi múslima í röðum almennra borgara, ekki aðeins að ofan, frá stjórnvöldum. Sönn lýðræðisþróun í gangi hjá frændum okkar.
Þessi þróun er einmitt það sem sá sem talar síðast á þessu myndbandi hér segist vera að vonast eftir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:02
Sæl Gréta,takk fyrir þennan pistil hann er mjög áhugaverður.Því miður eru múslímar settir í sama hatt,hvar sem þeir eru í heiminum,þeir eru eins mismunandi eins og þeir eru margir.
María Anna P Kristjánsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:25
Ég vildi bæta við að maður heyrir grýla grýla þegar múslímar eru nefndir,en það er byggt á þekkingarleysi.
María Anna P Kristjánsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:27
María Anna, kannski er þetta að breytast, að minnsta kosti í Danmörku, þar sem hófsamir múslimar hafa nú tekið til sinna ráða við að reyna að breyta þessari neikvæðu ímynd sem múslimar hafa fengið í heiminum vegna hinna öfgafyllstu meðal þeirra.
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.