Leita í fréttum mbl.is

Grísaveisla á Íslandi í boði Jótlandspóstsins

Mér finnst það sorglegt að enn skuli Morgunblaðið birta frétt sem það tekur beint upp úr Jótlandspóstinum, blaði sem er lengst til hægri í danskri pólitík og styður stefnu Danska Þjóðarflokksins, stefnu sem er mjög neikvæð í garð innflytjenda. Mér finnst þetta fréttaval og val á heimild segja mér meira um Morgunblaðið en um múslima og íslam.

Fortis er alþjóðlegur banki, ég held ekki að sparigrísagjafir til barna vegi þungt í viðskiptum hans. Mér myndi finnast þessi "frétt" alveg sprenghlægileg, ef hún væri ekki svo sorglega augljós og einfeldingsleg tilraun til að kynda undir fordómum gegn íslam. Ennþá sorglegra finnt mér að sjá hversu vel það tekst hér á Íslandi með endurbirtingu Moggans á "fréttinni", eftir skrifum margra Moggabloggara að dæma.

Sjá einnig hér, þennan tengil fékk ég í færslu Tinnu G. Gígja um þessa sömu "frétt". 


mbl.is Sótt að gríslingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

*Hóst* Gígja *Hóst* Ættarnafn *Hóst*

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.2.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ó, fyrigefðu, ég gerði mér grein fyrir að þetta væri ættarnafn, en ég mér fannst flottara að beygja það... ég skal aldrei gera það aftur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2008 kl. 20:35

3 Smámynd: Linda

svo er hægt að finna  frekari heimildir um þetta málefni t.d. hér.. og þetta er ekkert annað en Dhimmi fyrir Íslamistum, og það er aldrei rétt.  Hvernig hefði verið að bjóða öðruvísi sparibauk líka, hvað er að því, eða ert þú sátt við að þú munt ekki geta valið að borða svínakjöt í framtíðinni(næsta skref svo dæmi sé tekið).  Þetta hefur ekkert með að ala á fórdomum á múslímum, þetta er að benda á þá brenglum sem Íslamistar hafi komið á framfæri og við þurfum að lúta eins og þrælar eða Dhimmi.  Hvað ert þú.?

Þessi færsla þín ýtir undir fordóma, því þú gerir ekki greinamun á hinum almenn Múslíma og "Íslamista" sem standa á bag við þetta bull.

Linda, 28.2.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í þessari frétt (sem er að vísu meira en tveggja ára gömul) kemur fram að breski bankar ætli að hætta að gefa sparigrísi, að eigin frumkvæði, ekki vegna þrýstings frá múslimum, "vegna þess að þeir vilja varast að móðga neinn".

Hollenski bankinn heldur því fram að sparigrísir hafi einfaldlega verið dottnir úr tísku og að þeir séu að láta hanna nýjan og flottari bauk, sem hæfi öllum, það er að segja börnum, kannski einhverjum fullorðnum líka, hver veit? Þó hann verði alveg örugglega ekki hefðbundinn sparigrís. Af hverju ætti hann að vera það? - Fyrir bönkunum er þetta einfaldlega viðskifti (eins og Salmann Tamimi segir í sinni færslu um fréttina). En auðvitað verða svo alltaf einhverjir sem sárnar mikið að geta ekki fengið sparigrís í bankanum sínum eins og áður, það verður víst seint gert svo öllum líki. Vonandi hætta þeir ekki í viðskiftum við bankann bara út af því.

Hvernig er það, er hægt að fá sparigrísi í íslenskum bönkum, og hefur það einhvern tíma verið hægt? Þegar strákarnir mmínir voru litlir voru alls konar dýr, flóðhestur, meira að segja, en ég man ekki fyrir mitt litla líf eftir neinum spargrís á þeirra vegum. Ég held að ég megi til að fara á stúfana og gera smá könnun á því hversu PC bankarnir hérna hafa verið og eru, of eða van. 

Varðandi hvað má og má ekki lesa á leikskólum , ...urðu ekki einvher læti hér fyrir jólin út af bók sem heitir "Tíu litlir negrastrákar" og margir vildu ALLS ekki láta lesa í leikskólum...sennilega gildir ekki sama "political correctness" ef bókin heitir "Þrír litlir grísir"....

 Linda mín, ég er 100% sátt við að geta aldrei borðar svínakjöt framar, þar sem ég hef aldrei lagt mér það til munns, jú kannski smáflís fyrir kurteisis sakir ef ég var gestkomandi, en ég tel það ekki með, svo ekki myndi ég sakna neins. Enda held ég ekki að forfeður okkar hafi borðað mikið af svínakjöti (kannski mínir), þar sem svínrækt hófst ekki að ráði hér á landi fyrr en eftir miðja síðustu öld. 



Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

 Í "frétt" Moggans (27/2, 2008)segir:

"Þar hefur leikskólabörnum einnig verið bannað að segja börnum söguna af úlfinum og grísunum þremur og hefur þeim þess í stað verið uppálagt að að segja sömu sögu með kettlingum í aðalhlutverki."

Orðrétt segir í frétt BBC frá 4. mars, 2003, í þýðingu minni (tengill á fréttina í athugasemd hér fyrir ofan):

Yfirkennari í Vesur-Jórvíkurskíri hefur bannað bækur með sögum um grísi í skólastofum vegna þess að þær eru meiðandi fyrir börn múslima.

Lesefnið hefur verið fjarlægt úr bekkjum fyrir börn yngri en sjö ára í Park Road Junior Infant and Nursery School í Batley.

Yfirkennarinn Barbara Harris sagði að bækurnar yrðu áfram í skólabókasafninu þar sem börnin gætu lesið þær.

Sextíu prósent nemenda skólans eru pakistanskir eða indverskir að uppruna og 99% þessara nemenda eru múslimar

"Frú Harris bætti við: "Bækurnar verða áfram í skólabókasafninu og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að yngri börn fái að lesa sögur eins og "Þrír litlir grísir" í litlum hópum."

Í frétt BBC er hvergi minnst á að það eigi að gera kettlinga úr grísunum. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 03:45

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Wikipedia: Batley.

Íbúatala í Batley er 43.000, þar af eru innflytjendur frá Suður-Asíu nú um 30%.

Frá seinni hluta sjötta áratugarins og áfram dró þörfin fyrir ódýrt vinnuafl í textíliðnaði að vinnuafl frá  Gujarat, Punjab  og öðrum hlutum þeirra landa sem nú kallast  Pakistan og Indland.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 03:56

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég rakst að vísu á nýlegri umfjöllun, frá 15. mars, 2007, um svipað mál hérna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 05:29

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þar segir meðal annars:

"But Shaykh Ibrahim Mogra from the Muslim Council of Britain branded the move 'bizarre'.

He said: "The vast majority of Muslims have no problem whatsoever with the Three Little Pigs. It's always been the traditional way of telling the story and I don't see why that should be changed." "

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.