29.2.2008
Velferðargrísirnir
Frétt, sem breska dagblaðið The Sun birti 1. október, 2005, um svína-dagatölin, svína-leikföngin, svína-glerfígúrurnar og tissjúboxið með mynd af Bangsímon og grislingnum sem starfsmenn á velferðarsviði borgarstjórnar í Dudley (íbúatala 2001: 194,919) í Mið-Englandi höfðu skreytt skrifstofur sínar með, en urðu að að breiða yfir eða fjarlægja af skrifborðum sínum af tillitssemi við múslímskan vinnufélaga sinn, má lesa HÉR.
Múslímskur starfsmaður hafði kvartað við yfirmenn sína yfir því að sviðinu hefðu borist svo kallaðir "stress relievers" það er að segja gúmmíkúlur, í þessu tilviki bleikar og í laginu eins grísir, sem á að kreista til að slaka á (kreista-slaka-kreista-slaka o.s.frv.), á þeim tíma sem Ramadan (mestu hátíðahöld múslima) fór í hönd. Eins og kunnugt er mega múslimar ekki borða svínakjöt, því samkvæmt trú þeirra eru svín óhrein dýr.
Mjög viðeigandi og fyndin gjöf til starfsmannanna. Það undarlega var að umræddur starfsmaður tók sína gjöf ekki með bros á vör og kreisti hana, eins og vinnufélagarnir, heldur fór og klagaði þá fyrir yfirmönnunum. Sem ber auðvitað vott um algjört vanþakklæti og skort á skopskyni. Þó var svo sem ekki við öðru að búast, það er öllum kunnugt að sumt fólk er einfaldlega óalandi og óferjandi og kann ekki að taka saklausu gríni.
Þetta alvarlega mál urðu auðvitað þau bresku blöð sem hafa snefil af sjálfsvirðingu að taka til umfjöllunar, og fréttin um bönnuðu gúmmígrísina á velferðarsviði borgarstjórnarinnar í Dudley fór eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim, að minnsta kosti yfir Ermasundið, til "hinnar íhaldssömu raddar Evrópu" og yfir Atlantshafið til grísa-elskandi föðurlandsvina þar í álfu.
Nema á litlu eyjunni í norðri, Íslandi, þangað barst fregnin um þennan merka atburð ekki fyrr en seint og um síðir með frétt í Morgunblaðinu 27. febrúar, 2008, og var þá aðeins greint frá honum í þessum (ríflega) tveimur línum:
"Þá liggur nú fyrir tillaga um það í bæjarráði Dudley að banna allar myndbirtingar af grísum á vegum hins opinbera en í tillögunni er Gríslingur úr sögunni um Bangsímon nefndur sem dæmi um grís sem ætti að banna."
Svona seinagangur nær náttúrulega ekki nokkurri átt!
(Heyrði ég einhvern segja EINELTI?)
Danska skáldið H. C. Andersen samdi á sínum tíma ævintýri um fjöður sem varð að fimm hænum. Mér sýnist að af þeirri sögu sem ég hef sagt ykkur hér að framan megi draga þann lærdóm að litlir gúmmigrísir geti líka blásið út og fjölgað sér meira en margan grunar.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
40 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er algjört svínarí!!!!!!
Heidi Strand, 29.2.2008 kl. 07:01
Er þetta auglýsing fyrir Bónus?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.2.2008 kl. 07:07
sumir hlutir ganga bara of langt, þetta er alveg ótrúlegt. þessi maður ætti að skoða huga sinn og einbeita sér að því sem skiptir máli til að finna lausn á þeim virkilegu samskiptavandamálum sem eru á milli þessara tveggja heima.
takk fyrir fróðlegt innlegg !
Bless inn í daginn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 07:37
Já þetta er bæði sorglegt og fyndið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 08:45
Það eru til gamlar skýringar á hvers vegna múslima borða ekki svínakjöt. Í fyrsta lagi svitna svín inná við en ekki útávið, hef ég heyrt, þ.e. beikon er bara svínasviti. Ég borða beikon og svínakjöt með bestu lyst. Ólíka heima verður erfitt að eiga við. Ég var bitinn af einhverju skorkvikindi einu sinni í Asíu, langt frá öllum læknum og sjúkrastofum. Það er í eina skiptið sem ég hef verið læknaður af Wúdú lækni og það virkaði. Með merkilegri mönnum sem ég hef hitt á æfinni. Bóndi sem ræktaði blóm og var "heimilsilæknir" allra í nágreninnu í hjáverkum. Og það voru allt Búddistar. Sé ekkert athugavert við þetta. En ég get viðurkennt að ég trúði ekki á þetta fyrr en þrem dögum seinna, öll bólga og ígerð farin, en ég enn með ör. Vil bera virðingu fyrir öllum trúarbrögðum svo lengi sem ég er ekki innblandaður. Kann faðirvorið og fer með það stundum. Hef enga hugmynd um hvort það virkar eða ekki...
Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 10:17
Steina, finnst þér samt ekki að starfsmenn velferðarsviðsins muni hafa verið einstaklega einhuga í smekk sínum á skrautmunum til að gleðja augað á skrifborðum og veggjum vinnustaðarins, og einnig um hvað væri rosalega fyndin ramadan-gjöf handa þeim sjálfum?
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 10:40
Einelti telst nefnilega vera eitt af þessum virkilegu samskiftavandamálum á vinnustöðum.
Oft eru það nefnilega smáu málin sem valda núningi, eins og þessari sögu, og verða kveikjan að stærri vandamálum. Múslímar mæta til dæmis yfirleitt ekki með sprengju á sér innanklæða á vinnustað, það heyrir til undantekninga, ef það hefur þá nokkurn tíma gerst.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 10:45
Einelti á vinnustöðvum meðal fullorðinna er miklu meira en fólk heldur Greta! Furðulegt hvað lítið er talað um það. Það er eins með feimni, það er feimnismál..
Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 11:04
Óskar, ástæðan sem ég hef heyrt fyrir upphaflega banninu við að borða svínakjöt er sú að í vöðvum svína geta þrifist sníkjudýr, svo kallaðar tríkínur, sem drepast ekki nema við mjög langa suðu á kjötinu, og geta þannig borist í menn ef kjöt er ekki nógu vel soðið. Þessi sníkjudýr geta líka þrifist í kjöti villtra dýra, svo sem bjarna. Þessi sníkjudýr finnast venjulega ekki í kjöti hér á Vesturlöndum, nema ef til vill í kjöti "heimaræktuðum" svínum eða ef fólk borðar illa soðna villibráð, en eru mjög algeng í "þriðja heiminum" á stöðum þar sem svín eru fóðruð á úrgangi.
Síðan er þetta komið inn í trúarbrögðin, þetta er svona "af því bara" og fáir muna lengur af hverju. Rétt eins og ég held því fram að klæðaburður arabískra kvenna, það að hylja líkama sinn og andlit, hafi upprunalega skapast af því að fólk reyndi að hlífa sér við óblíðu veðurfari eyðimarkanna sem það reikaði um sem hirðingjar, brennandi sól og sandbyljum, dúðaði sig á móti hitanum (já, það er víst hægt) og hlífði húðinni við sólinni.
Gaman að heyra söguna af því hvernig þú varst læknaður af skordýrabitinu. Austurlandabúar vita sínu viti þegar kemur að lækningum, þó vestræn læknavísindi hafi lengi vel ekki viljaða viðurkenna það. Og okkar "vísu" menn og konur voru oftar en ekki brennd á báli fyrir galdra fyrr á öldum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 11:59
Í þessum gömlu trúarritum er nefnilega stundum að finna ráð sem varða líkamlega heilsu, ekki síður en þá andlegu. Síðan hefur það samhengi gleymst og menn fara að halda að þessi mjög svo praktísku ráð séu þarna í þeim tilgangi að þeir séu Guði þóknanlegir með því að fara eftir þeim. Þegar þau voru upphaflega fyrst og fremst hugsuð með þeirra eigin hag í huga.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:05
Það er auðvitað út af tríkínu-skömmunum sem Gyðingar mega heldur ekki borða svínakjöt!
Þetta um tríkínurnar var mér kennt strax í barnaskóla. Ætli krakkar heyri ekkert á þær minnst í dag? Meðal annars fannst mér mjög ævintýralegt að sjá fyrir mér glorsoltna heimskautafara standa og bíða eftir að kjötið af ísbirninum sem þeir voru nýbúnir að fella yrði nógu vel soðið til að óhætt væri að leggja sér það til munns. Gott ef Vilhjálm Stefánsson brast ekki eitt sinn þolinmæðina og fékk tríkínur í sig fyrir vikið, kannski er það eitthvað sem ég hef skáldað.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:14
"dúðaði sig á móti hitanum (já, það er víst hægt) og hlífði húðinni við sólinni" og minnkaði auðvitað viða það útgufun vegna svita, sem var mikilsvert, þar sem á þessum slóðum er vatn lífsnauðsynleg munaðarvara. Sem sagt eini rétti klæðnaðurinn við þessar aðstæður.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 12:37
Já Greta. Asíufólk eru með mennigarsögu sem við erum hafin yfir að viðurkenna. Það er rétt að í 45 - 50 gráðu hita er ekkert annað til ráða en að "klæða sig á móti hitanum". Þetta þætti mikil rökleysa á Íslandi með öllum sínum vindi og kulda. Það er talað um að ef svínakjöt er ekki soðið nógu vel geta verið lifandi frumur í þeim sem koma inn í okkur og gefa okkar frumum "skipanir" sem valda krabbameini og svoleiðis. En það er löngu hætt að tala um þetta. Ég var læknaður af bitinu með því að mæta 3 sinnum við sólarlag til þessa læknis. Hann settist fyrir framan mig og bað bæn, spútti svo hreinu wískíi í andlitið sem ég mátti ekki þvo af fyrr en morguninn eftir. Þetta er kallað "pju" lækning. Ég mætti og þetta virkaði, en ég er engu nær um "vísindinn" á bak við þetta. Ég lét spyrja fyrir mig hvernig hann hefði lært þetta, en hann sagðist ekki vita það. Hann bara vissi að hann kunni þetta. Er búin að bjarga mörgum mannslífum þessu læknir...
Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 13:20
Það má geta þess að ég hef aldrei hitt mann með svo magnaðan frið í kring um sig. Manni langaði næsum ekkert að fara frá honum..
Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 13:22
Óskar, ég hef nú aldrei heyrt þetta um "lifandi frumur", hins vegar eru tríkínurnar sprelllifandi og kátar þegar þær komast inn í mannslíkamann og taka strax til við að fjölga sér og koma sér vel fyrir. Um það má lesa hér, hafi þér yfirsést um tengilinn á fróðleikinn í Wikipediu: Trichinosis
Hins vega má vel vera að kenningin um krabbameinsvaldani örverur (vírusa?) í svínakjöti sé rétt (þó ég hafi ekki heyrt um hana! ), þar sem nýlega (eða ekki svo nýlega) er komin fram kenning um að krabbamein stafi af sýkingu (sem berst með blóðrásinni). Sel það ekki dýrar en ég keypti það, það var sagt frá þessu í fréttatíma á RÚV. Ég tek nú öllum svona "læknisfræðilegum" fréttum í fjölmiðlum með ákveðnum fyrirvara.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:33
En ég hafði samt heyrt þessa kenningu annars staðar frá, þar sem hún kom fram í bók um krabbamein skrifaðri af bandarískir konu fyrir töluvert mörgum árum, sem var með þessa kenningu. Það var verst hvað fólk þurfti að gera roslega róttækar ráðstafanir í fæði og umhverfi sínu til að losna við fæðuna, ætti það að fylgja hennar meðferð, án þess að sönnur væru fyrir því að þetta virkaði eins og hún hélt fram.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:37
= til að losna við vírusinn, vitaskuld!
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:38
Ég er ekkert betri í þessu með svínakjöt. Bara þegar maður ferðast um heimin og sér öðruvísi hluti, fer maður að grilla í einhverja heildarmynd. Það var talað minnir mig um frumur en kannski er það tríkínurnar sem átt er við. Annars er ég engin vísindamaður í þessum málum. Hef bara reynslu ag alls konar málum og því sem ég hef lesið, en ætla að halda áfram að borða svínkjöt af því mér finnst það gott..
Óskar Arnórsson, 29.2.2008 kl. 13:39
Þá skaltu bara passa að það sé vel steikt eða soðið ef þú ert á ferð í þróunarlöndum, þá ætti þetta að vera í lagi.
Þetta er hins vegar ekkert vandamál fyrir mig, þar sem ég borða ekki svínakjöt, þó ég sé hvorki múslimi né gyðingur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.2.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.