Leita í fréttum mbl.is

The Mentos Booby Trap

Hér er tengill á það hvernig búa má til "booby trap" úr flösku af diet-kóki og einni "Mentos" (sælgæti). 

Aðvörun:  Ekki blanda kóki og Mentos saman innvortis, af hverju ætti að vera augljóst við að horfa á myndbandið með hrekknum (booby trap)! Sem sagt, ekki borða Mentos og drekka kók með, og alls ekki að gefa börnum þetta tvennt saman, það getur haft vægast sagt óþægilegar afleiðingar.

Sagt er að barn hafi dáið í Brasilíu af völdum þess að blanda þessu tvennu saman. Þetta er þó óstaðfest, að minnsta kosti er slíks atburðar hvergi getið í fréttum við nánari eftirgrennslun Hoax Slayer, sem er vefsíða aðila í Ástralíu sem hefur tekið það upp hjá sjálfum sér að fylgjast með ýmsu sem fram fer á alnetinu (e.k. sjálfskipuð netlögga), m.a. að sannreyna sannleiksgildi útsendra fjöl-tölvupósta með óstaðfestum hryllingssögum, ógrunduðum aðvörunum og fleiru slíku. Hér er tengill á síðu um hina meintu banvænu blöndu af kóki og mentos: Coke and Death Warning E-mail Crying

Alla vega, ekki gefa börnunum ykkar þetta tvennt í einu, hvað sem öðru líður er það ávísun á magapínu! Sick

Er til góð þýðing á "booby trap" á íslensku? Ekki dugar að kalla það "fíflagildru",  eða hvað? Eða kannski "hrekkjagildru"?  

Hér er tengill á gildrur sem eru ekki eins saklausar og sú sem ég tengi á hér að ofan, þessar eru í mörgum tilvikum dauðagildrur sem hægt er að rekast á í gönguferð úti í náttúrunni erlendis (sér í lagi í suðvesturhluta BNA, nánar til tekið, - hversu klikkað getur fólk orðið?) sé maður óheppinn. Crying Sem betur fer ekki á Íslandi! Joyful Heart Ennþá.

Alþekkt er að búa til dauðgildrur í hernaði, sérstaklega í skæruhernaði, eru ekki jarðsprengjubelti dæmi um nokkurs konar dauðagildrur? Ninja Pinch Wikipedia: Booby Trap. Shocking Sick

Um Hoax-Slayer 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég prófaði þetta sjálfur út á svölum og ætlaði bara ekki að trúa þessu. Það eru aðalega börn sem deyja úr þessu en ekki fullorðnir. Bæði fyrirtækin neita öllu..og engar viðvaranir eru sett á þetta þrátt fyrir viðurkennd dauðsföll. En það er kannski svo margt annað mikilvægara að gera hjá eftirliti því sem á að sjá um svona mál á Íslandi

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bíddu, Óskar, hvað var það sem þú prófaðir úti á svölum??? Ertu að meina að þessi mentos-diet-kók samsetning sé lífshættuleg? Ég hélt að þetta væri meint sem hrekkur???

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alls ekki. Prófaðu bara að fara út í sjoppu og kaupa þetta. Blandaðu þessu ekki saman innann húss eða prófaðu það á sjálfri þér. Þú yrðir fárveik. Það varð mesta fjaðrafokið út af barni í Brasilíu sem dó og bæði læknar og einn prófessor í krufningum sagði að magi barnssins hefði sprungið og Coca Cola diet og Mentos hafi verið dánarorsökin.. Ég hef skrifað gerinar um þetta í blöð, sendi landlækni fyrirspurn en fékk aldrei svar. Þetta er ekki hrekkur! Þetta er klár DAUÐAGILDRA fyrir börn. Coca Cola diet og Mentos eru ekki hættuleg ef þeim er ekki blandað saman. En þeir sem ekki vita af þessu og gefa börnum þetta, þá getur orðið dauðays. Ég hélt í alvöru Greta að Íslendingar væru svo vel upplýstir að þeir vissu um þetta!! Það ætti alla vega að vara barnafjölskyldur um þetta.

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef þú setur saman 4 - 5 Mentos í venjulega Coca Cola diet, verður gos sem er með ólíkindum..ég trúði þessu nefnilega ekki sjálfur heldur fyrr en ég prófaði.

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 15:38

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

http://www.hoax-slayer.com/coke-mentos.shtml

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þarna er að vísu ekki ætlunin að þetta verði drukkið, heldur á kókið víst að spýtast upp í loftið. Einn sem kommentar segist meira að segja ætla að prófa þetta á konunni sinni.

En gefur auga leið, eftir að hafa séð gosið, að það er hættulegt að blanda þessum tveimur vörum saman innvortis! 

Ég ætla að bæta aðvörun inn í færsluna! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í "gamla daga" skemmti maður sér við að setja hola lakkríslengju niður í kókflösku og horfði á búbblið og passaði að ekkert kók færi til spillis með því að vera snöggur að sjúga þegar það ætlaði upp úr flöskunni - drakk svo restina. Veit ekki hvort krakkar gera þetta enn, en fólk á mínum aldri man örugglega eftir þessu. Svo þarf ekki Mentos til, þó vafalaust verði gosið meira með því og að nota diet-kók.

Svo man ég að strákar gerðu sér til skemmtunar að hrista flöskur með þumalinn fyrir opinu og sprauta síðan út í loftir og út um allar trissur. Þetta var fyrir ca. 40 árum síðan. Svo þetta er ekki alveg ný skemmtun. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 16:25

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það rifjast upp fyrir mér að líka þótti voða skemmtilegt að skella svo sem tveimur, þremur sykurmolum út í kókið, það hafði svipuð áhrif, þó kannski ekki eins stórkostleg og ef við hefðum haft Mentos, en það var ekki til í svo eldgamla daga á Íslandi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 16:48

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk sömuleiðis, Valgeir minn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:42

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég man eftir lakkrísnum og kókinu, en þessi blanda er ekkert leikfang. Þetta er meira en svo. Lakkrísblandan olli aldrei dauðsföllum eða veikindum, en það gerir þetta sælgæti og Coce diet..Ég meina að það er allt í lagi að setja viðvörun um svona. Ég er ekki að tala um að þurfi að setja viðvörun á hamra selda í Byko um að það geti veri vara samt að lemja sig eða einhvern annann með þeim...ég sló einu sinni á puttan á mér og það var voða vont. Það var ekki af því að mig vantaði uppl. um meðferð þeirra. Kalla það klaufaskap hjá mér..

Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 18:52

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég man líka aftir lakkrís og kóki, hott er ansi magnað. og óhuggulegt.

Blessi þig á laugardagskvöldi !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.