3.4.2008
Jæja...
...það er víst kominn tími á almennilegt bogg hjá mér, annað en bara eitthvert dót af YouTube, þó gott sé...
Af mér er það að frétta að mamma mín er búin að vera á sjúkrahúsi í síðan á mánudaginn var, en hún fer heim á morgun. Hún virðist hafa fengið lítinn blóðtappa í heilann, sem olli henni talörðugleikum og máttleysi, en sem betur fer hefur þetta allt gengið til baka, og hún útskrifast á morgun.
Það má líta á þetta sem áminningu til okkar allra um hverfulleika lífsins og verðmæti þess að þakka það sem maður hefur hér og nú. Eins og mamma sagði í dag við lækninn: "Það hefðu allir gott af að leggjast hér inn (á tauglækningadeildina) þó ekki væri nema til þess að læra að meta hvað þeir hafa það gott" (það er að segja þeir sem ná að útskrifast fljótlega heilir heilsu).
Fyrir mig hefur það á vissan hátt verið frábært að snúast í kringum múttu mína á deildinni sem ég vann á fyrir u.þ.b. 7 árum síðan og fá að upplifa að þar mundi samstarfsfólkið sem ég vann með ljóslega eftir mér og spurði jafnvel hvort ég væri ekki til í að koma að vinna þar aftur (það er að segja á einni af erfiðistu deildum Lansans! :)) Það getur vel verið að ég fari að vinna þar aftur sirka 1-2 vaktir í viku, það kveikti þvílíkt í mér að vera þarna aftur, ég sem hélt að ég væri algjörlega búin á því að vinna við hjúkrun! ...
En til þess að ég fari að gera það verður að fást botn í það hvað er að mér í hægra hnénu mínu, þar sem ég er með samfelldan spennuverk, sem ekki sést hvað veldur á myndunum sem teknar hafa verið í fjölmörgum rannsóknum, og hefur bara lagast aðeins pínu lítið við að vera ekki í vinnu s.l. 2 ár þar sem maður gengur yfirleitt fleiri fleiri marga kílómetra á dag, - en hefur ekki batnað!
Nú fer ég næsta miðvikudag til læknis til að fá endurnýjað heilbrigðisvottorð fyrir örorkumatið vegna lífeyris frá lífeyrissjóði ríksisstarfsmannna; þá ætla ég að heimta að fá þetta almennilega skoðað einu sinni enn, þó svo ég verði að leggjast á skurðarborð og láta fara inn í þetta verklega, (það er að segja að skera í Bakers-cystuna sem ég veit sjálf að ég er með og þrýstir á taugar og æðar, en læknarnir fatta ekki), en ekki á mynd, til að kanna hvað í andskotanum veldur þessari eilífu spennu á svæðinu sem heldur iðulega fyrir mér vöku þegar ég er að fara að sofa og mun örugglega versna ef ég fer að vinna.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, Greta ég var búin að skrifa langt komment en svo eyddist það út! algjör klaufi eða ég er bara orðin syfjuð
Mikið er gott að heyra að mamma þín er að koma heim og að þetta hafi gengið til baka. Ég fékk bara hreinlega sting í hjartað að heyra af henni á spítala. Viltu senda henni risaknús frá mér og annað til þín .
Bestu kveðjur, við sjáumst kannski fljótlega
Ragnhildur Jónsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:23
Þakka þéf fyrir kveðjuna, Ragnhildur. Við þurfum endilega að halda áfram með fimmtudagklúbbinn, finnst þér ekki? Næsta fimmtudag! Ekki satt?
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:31
Líst vel á næsta fimmtudag Greta. Ákveðum það bara, er það ekki ? verum í sambandi.
Ragnhildur Jónsdóttir, 4.4.2008 kl. 00:37
Góðan bata fyrir ykkur mæðgur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:25
Tek undir með Birnu, óska ykkur báðum góðs bata Gréta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2008 kl. 14:25
Gréta mín,gott að heyra að mamma þín er að ná góðum bata,þú skolar góðum kveðjum til hennar.
En þetta með hnéð,ég vona að þú fáir greiningu fljótt.
María Anna P Kristjánsdóttir, 6.4.2008 kl. 17:46
Gréta mín,þú skolar ekki kveðjum til mömmu þinnar þú skilar góðum kveðjum.
María Anna P Kristjánsdóttir, 6.4.2008 kl. 17:48
Prófaðu Leonard Orr aðferðinna!, Gott gegn svefnleysi..annars var ég bara að lesa..ekki kommentera..takk fyrir góðan pistil..
Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 20:55
Hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.