Leita í fréttum mbl.is

Feneyska höfnin í Chania, Krít

100_0385-2100_0393-2Þegar ég sá að Steini Briem, nýjasti bloggvinur minn, er búinn að setja inn sem höfundarmynd af sér mynd sem tekin var af honum við feneysku höfnina í Chania, Krít, rifjaðist upp fyrir mér yndislegur dagur og kvöld sem ég átti einmitt á þeim stað síðast liðið haust, með foreldrum mínum og Lindu vinkonu minni. Þetta var 84. afmælisdagur pabba heitins, 29. september, og jafnframt hans síðasti í þessu lífi. Minning sem yljar mér um hjartarætur og er mér mjög dýrmæt.

100_0397-2100_0396-2100_0399-2100_0401-2

Á þessum litla bar á myndunum hér fyrir neðan, sem er í einni af litlu götunum í gamla hverfinu upp af höfninni, fengum við okkur hressingu seinna um kvöldið, áður en við héldum heim á hótelið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fallegar myndir, ég sá þetta líka hjá brímaranum um Krítina moskítóbítandi fyrir mér.

Steingrímur Helgason, 19.4.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ójá ég hef verið þarna líka sannarlega skemmtilegur staður Gréta mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, gaman og kósí að vera á Krít. Samhryggist þér með hann pabba þinn, Greta mín Björg.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka þér fyrir það, Steini minn. Blessuð sé minning hans.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.4.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þessi ferð hefur verið yndisleg og ógleymanleg. Örugglega frábær staður að heimsækja. Ég sé að Emblan mín á sama afmælisdag og pabbi þinn Flottur dagur!

knús Greta mín

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.