Leita í fréttum mbl.is

Vörubílstjórar

truckdriverOft hefur mér verið um og ó vegna aksturs stórra trukka í umferðinni hér innanbæjar. Nú er mér enn meira um og ó, eftir að hafa séð hversu geggjaðir menn sitja bersýnilega undir stýri sumra þeirra, samanber átök undangenginna daga...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það sem er að gerast er komið útfyrir öll mörk,maður missir alla samúð með gerðum þeirra.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er yfirgengilegt, það er eins og þessir menn haldi að þeir geti tekið völdin í sínar hendur og ráðið hér lögum og lofum eftir eigin geðþótta. Að þeir séu hafnir yfir þau lög sem gilda um almenna borgara. Þvílíkur hroki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:27

3 identicon

ofbeldi ,lygar og dónaskapur einkennir þessa framvarðasveit vörubílstjóra.Sorglegt og svo vita þeir varla hverju þeir eru að mótmæla.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar stúlkur.Ég er á sama máli og Birna og þetta er bara sorglegt hvernig þetta er og sýnir að vanda skuli til að finna sér réttan forsvara sem tapar sér ekki í bull og annað rugl.

Guðjón H Finnbogason, 25.4.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sæl Þórdís.

Ég er sammála því að framganga "gasmannsins ógurlega" var ekki til fyrirmyndar, og að þessar lögregluaðgerðir allar virtust fara úr böndunum og leysast upp í allsherjar slagsmál.  En ég sá heldur ekki betur en að rútubílstjórar væru alveg tilbúnir og vel það í að láta hendur skifta, ekki síður en lögreglan, það var ekki eins og löggan væði þarna með barsmíðum að friðsömum mótmælendum (eins og þegar Birna var lamin í hausinn hér um árið!), langt í frá, þarna steyttu sig stórir og stæðilegir karlmenn á móti löggæslunni og neituðu alls kostar við að fara að fyrirmælum hennar um að teppa ekki umferð í blóra við reglugerðir um umferð um vegi og götur landsins.

Ég er ekki að segja að ég treysti ekki vörubílstjórum til að vera góðir ökumenn, aðeins að það setur að mér ugg að vita af atvinnubílstjórum í umferðinni sem ekki hafa betri stjórn á geðsmunum sínum en það að vaða í lögregluna með sjónvarpsvélar ofan í sér, eins og gerðist á Kirkjusandi.

Og þó að bílstjórarnir séu ef til vill vel starfi sínu vaxnir finnst mér alltof mikið um þungaflutninga á almennum akstursleiðum um höfuðborgina, í þeirri þungu umferð sem orðin er í henni. Eins og ég sagði hér áður, setur að mér ugg að vita af því að stjórnendur þessar stóru og oft á tíðum þunghlöðnu ökutækja séu ekki í betra andlegu jafnvægi en raun ber vitni.  

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:38

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

rútubílstjórar = þarna átti vitanlega að standa VÖRUBÍLSTJÓRAR !

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:43

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Talandi um ofbeldi þá finnst mér visst ofbeldi felast í því af hálfu vörubílstjóra að teppa umferð almennra borgara um götur borgarinnar í krafti þess að þeir hafa yfir þessum stóru bílum að ráða.

Eins og Geir Haarde sagði réttilega í sjónvarpsviðtali þá er fullt af fólki í þessu landi sem ekki er ánægt með sinn hlut, en hefur ekki yfir að ráða stórum atvinnutækjum til að loka aðalumferðaræðum. Því geta bílstjórar ekki notað þau sömu hefðbundnu ráð til að mótmæla og aðrir borgarar þessa lands?

Kannski ættu kennarar landsins líka að taka sig til og leggja einkabílunum sínum þvers og kruss um götur borgarinnar í næstu samningahrinu? Ætli það yrðu allir jafn hrifnir af því og tiltektum vörubílstjóranna?...hmmm...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.4.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.