Flogið frá Reykjavíkurflugvelli til Narssassuaq síðdegis. Við komu þangað tóku á móti okkur fararstjórarnir Invi Þorsteinssong og Pálína (að vísu vildi Ingvi að við kölluðum sig bara "farangursstjóra"). Svo var hópnum (34 manns) ekið niður á höfn og síðan tók við 6 klst. sigling með vélbátnum "Perlunni" út Eiríksfjörð til Qaqortoq (Julianehåb), þangað sem komið var seint um kvöldið. Þar fengum við gistingu á fínasta hóteli, því eina í bænum, held ég
23. júlí
Siglt með Perlunni í Hvalseyjarfjörð, þar sem skoðaðar voru rústir Hvalseyjarkirkju.
Síðan siglt til baka til Qaqortoq, sem er miðstöð menntunar í landinu (skólabær). Þar tók við gönguferð um bæinn, meðal annars var gamla kirkjan þeirra skoðuð og gengið niður á höfn.
Fjögur úr hópnum, við mæðgur, Ragna og Björn Guðbrandur, vorum svo lánsöm að þegar við slöppuðum af eftir göngutúrinn í sólskininu utan við veitingastað Eddu (sem ég segi frá hér síðar) tók okkur tali grænlensk kona, Kistine Hansen, sem hefur mikil tengsl við Ísland. Bauð hún okkur af mikilli gestrisni heim til sín, í rauða húsið á myndinni hér að ofan, að skoða garðinn sinn og sjá heimili sitt. Þetta er merkileg kona og gaman að tala við hana og fræðast um hugmyndir hennar um framtíð Grænlands.
Um kvöldið var snæddur kvöldverður (hreindýragúllas) á veitingastað sem hin íslenska Edda rekur þarna í bænum ásamt grænlenskum eiginmanni sínum. Þar var ýmislegt gert okkur til skemmtunar, tvær konur úr kirkjukórnum sungu fyrir okkur grænlensk lög, Kaj, maður Eddu, spilaði á gítar og söng, þar á meðal leyfði hann okkur að heyra grænlenskt "trommudanslag" eins og galdramennirnir þeirra sungu, og yngsta dóttir hjónanna, 12 ára gömul, söng við gítarundirleik föður síns. Einn úr hópi ferðalanganna var líka söngvinn vel og góður á gítar, svo úr öllu þessu varð hin besta skemmtun. Einnig gerði það mikla lukku þegar mamma afhenti Eddu íslenskan fána sem hún hafði tekið til í farteski sitt í þeim tilgangi, þegar hún frétti að íslensk kona myndi taka á móti okkur þetta kvöld.
Siglt með Perlunni inn Einarsfjörð í Garða (Igaliku), sem er innst í firðinum. Þar var snæddur málsverður, síðan voru staðhættir skoðaðir og minnst byggðar norrænna manna.
Mjótt eiði skilur að Einarsfjörð og Eiríksfjörð á þessum stað, hinir hraustari gengu þar yfir en hinir "latari" fengu bílfar. Þaðan var siglt á þremur hraðbátum aftur til Narssassuaq. En ef síðasta myndin er skoðuð má sjá að hafnaraðstað þarna er heldur bágborin, en allt bjargaðist samt með skammti af hugrekki og góðra manna hjálp. Enda eru það engir aukvisar sem á annað borð leggja á sig Grænlandsför!
(Því miður fáar myndir úr Görðum, því þar uppgötvaði ég að komið var að því að hlaða rafhlöðu myndavélarinnar!)
Um kvöldið var snæddur dýrindis kvöldverður á hótelinu í Narssassuaq, sem er til húsa í gamalli sjúkrahúsbyggingu Ameríkana frá stríðstímum, sem gerð hefur verið upp.
Siglt með Perlunni inn Eiríksfjörð í Brattahlíð, u.þ.b. 20 mín. sigling. Þar var minnst byggðar norrænna manna og skoðuð lítil kapella og hús sem reist hafa verið eftir þeirri vitneskju sem menn hafa um hana. Ekki spillti að þar tók á móti okkur skemmtileg leiðsögn umsjónarkonu safnsins, sem lifði sig mjög inn í hlutverk sitt svo úr varð, mátti segja, svolítill leikþáttur.
Siglt til baka og umhverfi Narassuaq skoðað, meðal annars flugminjasafn um dvöl Bandaríkjamanna á þessum slóðum, fram að brottför síðdegis aftur heim til Reykjavíkur. Á Reykjavíkurflugvelli lentu sælir ferðalangar, en þess má geta að veðurguðirnir léku við okkur allan tímann, með glampandi sól og sælu, hvað það snertir gátum við ekki verið lánsamari.
Það má skoða fleiri myndir úr ferðinn HÉR
Ég hefði gjarnan viljað skrifa betri lýsingu á ferðinni, en læt þetta duga. Vonandi gefur þó myndbandið sem ég fann á Youtube og læt fylgja hér tengil á einhverja hugmynd um hversu stórfengleg náttúra landsins er: Grænlandía
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Valgeir minn, og bestu kveðjur til þín. Vonandi átt þú eftir að fara einhvern tíma í viðlíka skemmtilegar ferðir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.8.2008 kl. 15:52
Flottar myndir & fín ferðasaga. Gott mál að sjá að íslendíngar séu orðnir meiri túristar í Grænlandi en áður, enda stórmerkilegt land, fólk & saga.
Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 22:21
Vá, þetta hefur verið alveg meiriháttar ferð! Takk fyrir ferðasögu og myndir.
Bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:31
Frábærar myndir og góð ferðasaga þarna er margt að skoða og heim að sækja.
Guðjón H Finnbogason, 10.8.2008 kl. 16:19
Yndislegar myndir og góð frásögn af greinilega skemmtilegri og fróðlegri ferð. Ég hef einu sinni komið til Grænlands og var algerlega kjaftstopp yfir þeirri ómenguðu fegurð, ró og framandi menningu sem ég kynntist. Alltaf á dagskrá að fara aftur. Takk fyrir þetta, Gréta!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:54
Flottar myndir,og thad hefur verið gaman að koma til Grænlands,menningin theirra er ólík okkar og faer vonandi að halda sér.Kveðja til ykkar beggja.
María Anna P Kristjánsdóttir, 11.8.2008 kl. 09:03
Skemmtilegar myndir Gréta mín, mikið óskaplega er birtan falleg á haffletinum í Einarsfirði. Ég sé að maður þarf að fara að koma sér í heimsókn til Grænlands. Bestu þakkir fyrir að fá að skyggnast með þér í þessa frábæru ferð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 10:04
..þetta er nú bara það flottasta síða eða saga, færsla eða þannig, sem ég hef séð! Alveg makalaust flott gert..alveg magnað..
Óskar Arnórsson, 12.8.2008 kl. 06:19
Takk fyrir góðar kveðjur, kæru bloggvinir.
Við megum svo sannarlega rækta betur sambandið við næstu nágranna okkar, það er vel þess virði. (ISG virðist reyndar eitthvað vera að vinna í því þessa dagana).
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.8.2008 kl. 12:45
Já þetta hefur verið skemmtileg Grænlandsferð. Gaman að sjá myndina af Eddu Björnsdóttur, en við erum bræðrabörn, ég hef þó ekki heimsótt hana þarna á Grænlandi.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.8.2008 kl. 13:39
Þú þarft endilega að drífa í heimsókn, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Mér sýnist ég sjá ættarsvip með ykkur, er það ekki rétt hjá mér?
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:17
Smá ættarsvipur? Já, það gæti bara vel verið.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.8.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.