Leita í fréttum mbl.is

Ofursvefn

sleepOft hefur svefnleysi plagað mig, en nú virðist hið gagnstæða láta á sér kræla, sem sé að ég að ég sofi endalaust...

Ég fór að sofa kl. 9 (já, kl. 21.00) í gærkveldi. Vaknaði upp um tvöleytið, fékk mér te og las svolítið, sofnaði svo aftur og vaknaði aftur, haldið ykkur fast,...kl. 10.32 í morgun! Ég sem hélt að ég þyrfti ekki að stilla vekjaraklukku þegar ég færi svona snemma að sofa, (því ég vil helst ekki sofa lengur en til 9.30, sér í lagi ekki á sumrin, á þeim árstíma þegar eiga má yndislega fundi við hina rósfingruðu morgungyðju við árvöku), - en svo virðist vera þessa dagana.

Í gær gerði ég ekkert sérstakt til að valda þessari miklu svefngetu, fór í Góða Hirðinn að skoða og spjalla, dundaði mér svo hér heima við að tína til dót sem ég ætla að selja á FLÓAMARKAÐI sem haldinn verður framan við KR-heimilið í Frostaskjóli, í Vesturbænum, laugardaginn 16. ágúst, kl. 12-17 (gott tækifæri til að grynna á jarðneska góssinu, nú eða afla sér nýs fyrir lítinn pening), eldaði mér góðan mat (gourmet-máltíð að vanda), horfði á fréttir og fór síðan sem fyrr segir að sofa, þegar ég gat hvorki haldið augunum opnum né líkamanum í lóðréttri stöðu lengur, svefninum mikla (ekki langa!) svo sem komið er á daginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Svefninn er allra meina bót, - allavega flestra!  Gott að lúlla svona ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.8.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, svefninn er heilög höfgi og allra meina bót..zzzz...

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband