Leita í fréttum mbl.is

Sú næst-sætasta dansar kósakkadans

putin.jpgÞessa dagana bíða íslensk stjórnvöld vonglöð eftir að fá að dansa við næstsætustu stelpuna á ballinu.

Nú rifjar hún upp gömlu danssporin úti í Moskvu og undirbýr komu þessa bljúga, en efnilega vonbiðils.  Sá geymir nefnilega eitt og annð álitlegt í handraðanum, þó uppburðarlítill sé þessa dagana. 

Eins og Bronwen Maddox blaðamaður hjá The Times bendir á í  þessari grein, þá þarf ekki að hafa mikið milli eyrnanna til að skilja hvernig liggur í tildrögum þess (nýja - en þó gamla) ástarævintýris íslenskra stjórnvalda í útlöndum sem nú er í uppsiglingu, - því það er engin ný bóla. 

Við skulum rétt vona að biðillinn sé liðugur og vel að sér í danskúnstinn, - hafi æft kósakkadansinn betur en ameríska línudansinn og enska valsinn.


mbl.is Mestu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æjá þessi stjórnvöld hafa sýnt að þau eru gjörsamlega óhæf til að stjórna landinu, ráðalaus og stjörf af ótta, gera þau helst ekki neitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ásthildur, má vera.

Þó er, að mínu áliti, ekki alfarið við þau að sakast, heldur eru hafa þau líka látið glepjast með í loddaradansinn kringum gullkálfinn.

Íslensk stjórnvöld eru ekki þau einu sem hafa gerst sek um að taka þátt í þeim darraðardansi, heldur á það sama við um öll hin svokölluðu velferðarríki. Við verðum harðar úti og fyrr vegna smæðar okkar, sem veldur því að hér má miklu minna út af bera hjá okkur en hjá stórþjóðum. Þess vegna er mjög galið að spenna bogann á þann hátt sem bönkum landsins hefur leyfst í útrásardraumsýnunum. Það á fleira eftir að hrynja en smáríkið Ísland. 

Það er svo stutt síðan við fögnuðum silfrinu í Peking (og menntamálaráðherra þeyttist 2 ferðir fram og til baka ásamt fylgdarliði). Ísland er lítið land mikilla möguleika, og þjóð sem kann að dreyma stóra drauma, þó brösuglegar gangi að framkvæma þá á köflum. Þess vegna verðum við að leggja ofuráherslu á menntun æskufólksins, svo því takist að nýta tækifærin sem landið býður með skynsamlegum hætti, í sátt við mannlíf og náttúru landsins.

Óvart bjó Dorrit forsetafrú til hárrétta setningu þegar henni brást boglistin að stigbreyta orðið "stór". Því þó Ísland sé alls ekki stærsta land í heimi, þá er það og verður áfram "stórasta" land í heimi.  

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.10.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo máttum/megum við alveg hætta að vera svona dj... kokhraust...ríkust, hamingjusömust, duglegust...bjakk...með öðrum orðum MONTIN...

"Við eigum Illum, við eigum Magasin..." (lag: Við eigum KEA)...ekki mikið lengur

"Stórust" er fínt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.10.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband