...til að fá dansa við hana þarf ekki að kunna að dansa,
þú gerir einfaldlega eins og hún segir.
Því miður fær enginn setið hjá á þessu balli, og nú styttist í dömufrí (ef einhver man enn hvað það orð þýðir).
Fjallkonan víðsfjarri. Sú al-sætasta. Ég held hún sé farin heim að sofa, enda langþreytt og svekkt. Mætir vonandi endurnærð einhvern tíma í ekki alltof fjarlægri framtíð.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir hólið, Halldóra.
Ég hef ekki orku í að skrifa langt mál þessa dagana, reyni þess vegna að koma orðum að því sem ég er að hugsa á þessu líkingamáli. Er heldur ekki sérfróð, reyni bara að tjá það sem innsæið segir mér. Sýnist á viðbrögðum það takast allvel.
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.10.2008 kl. 14:17
Mjög vel, Gréta...
Steingrímur Helgason, 10.10.2008 kl. 21:19
Annars, Halldóra, fannst mér satt að segja alls ekkert gaman að horfa á þetta myndband, í ljósi þess að hugsanlega neyðumst við til að fá stórt lán hjá þessari sömu stofnun sem rætt er um í því.
Ég held satt að segja ekki að það breyti miklu að við teljumst enn til ríkustu þjóða í heimi. Hefur ekki einmitt sýnt sig á þessum síðustu og verstu dögum að ekki var allt með felldu í þeim efnum? Hvar verðum við stödd með margumtalaðar náttúruauðlindir okkar ef við neyðumst til að ganga að skilyrðum WB? Sem ég á ekki von á að verði svo mjög frábrugðin þeim sem þau setja vanþróuðum ríkjum - sem mörg hver eiga einnig þó nokkrar náttúrauðlindir, sem þau fá þó ekki sjálf notið - þó svo við stöndum betur að vígi hvað varðar menntunarstig og tækniþekkingu. Það setur að mér hroll við tilhugsunina.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 02:39
Annars hef ég svo sem líka lesið hér á blogginu tillögur um að bjóða Rússum bæði Vestfirðina og Austfirðina til að stússast á....
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 02:51
...það er að segja til að geta fylgst betur með athöfnum Nató og/eða fyrir olíuhreinsunarstöð þegar þeir fara að bora hér fyrir norðan okkur...o.s.frv. Því nú megum við ekki lengur missa Völlinn....
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 03:08
Gott hjá þér Gréta mín. Já ég held að við verðum að vera vel á verði gagnvart þessum svokölluðum stjórnvöldum okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 11:01
Ásthildur, ég held því miður að það sé ekki lengur spurning um val hjá þeim hvað þau taka til bragðs, eins og þau eru búin að mála okkur út í horn - að viðbættu því að skoski götustrákurinn sparkaði svona illyrmislega í okkur, ekki bætti það útlit okkar.
Bráðum verðum við bara að taka því með bros á vör ef einungis ljótasta stelpan bíður okkur upp í dömufríinu.
En ég er mjög ánægð að heyra að það er búið að semja við Hollendingana. Og kannski hlaupa Norðmenn undir bagga með okkur, og fleiri sem enn óttast Rússagrýluna. Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum. Nú er um að gera að nota dansfimina í útlöndum.
Illa hafa stjórnvöld haldið á fjöreggi okkar. Það er þungbært til þess að hugsa að missa sjálfstæði okkar, nema að nafninu til, eftir aðeins 64 ár sem sjálfstætt lýðræðisríki.
Ég hlustaði í útvarpinu (rás1) á viðtal við íslenska konu sem þekkir mjög vel til í Finnlandi (man ekki nafnið, þau hjónin eru gullsmiðir). Finnar gengu í gegnum mjög slæma kreppu á seinasta áratug en hafa rétt glæsilega úr kútnum. Þeir gerðu það að mér skilst með því að herða sultarólinu verulega, en þó með því að styrkja menntakerfið frekar en skerða það. Það hefur skilað þeirri virðingu sem Finnar njóta nú í dag alþjóðlega, þegar fjárhagur þeirra er traustur og þeir eru taldir vera með besta menntakerfi í heimi. Mér finnst að við eigum að reyna að læra af þeim og því hvernig þeir tóku á vandanum.
Eitt er víst að við megum ekki láta okkur dreyma um að halda áfram uppi þeim lifistandard sem margir hafa búið við hér síðustu ár, sem í raun réttri var sápubóla og hrein klikkun. Þá er ég ekki að tala um efnaminnsta fólkið, því það sýnir sig að það er fólkið sem, enn sem komið er alla vega, finnur minnst fyrir ástandinu sem búið er að ríkja hér í viku.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 11:39
Varðandi nafnið mitt þá eru þetta algeng mistök...afsökun fúslega tekin til greina...
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 17:29
Halldóra, mér fannst bara orðið "gaman" skjóta dálítið skökku við. Áhugavert hefði mér fundist nær lagi. Ég þóttist nú alveg skilja við hvað þú ættir.
Mér fannst þetta svona eitthvað eins og þegar frænka mín spurði ömmu okkar hvort það hefði ekki verið gaman í jarðarförinni og amma svaraði að jarðarfarir væru aldrei skemmtilegar. (Að vísu var jarðarför föður míns heitins eins skemmtileg og jarðarfarir geta orðið ).
Mér sýnist því miður að eins og íslenska þjóðin hefur spilað rassgatið úr brókum sínum eigi hún varla annarra kosta völ en að fyrirgera sjálfstæðinu að miklu leyti, líkt og Finnar, það er að segja vilji hún ekki flytja aftur í torfkofa og róa á árabátum á næstu fiskimið uppi í landsteinum.
Ætla mér þó alls ekki þá dul að dæma um hver eigi mesta sök á því ástandi sem nú er komið á daginn og mætir menn höfðu varað við fyrir mörgum mánuðum, jafnvel árum síðan.
Gleymum bara ekki í atganginum að þær ríkisstjórnir sem setið hafa hér við völd kusu landsmenn sjálfir yfir sig.
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 17:41
P.S.
Mér hefur verið bent á það síðan ég skrifaði þessa færslu að Aljóðabankinn (World Bank) og Aljóðagjaldeyrissjóðurinn (International Monetary Fund) séu ekki sami hluturinn.
En raunin er sú að þessar tvær stofnanir eru systurstofnanir með náið samstarf sín á milli, svo ég fæ ekki betur séð að þetta sé sami grauturinn, þó hann sé í tveimur skálum.
Menn geta kynnt sér þetta í þessum tengli: Global Exchange
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.