Leita í fréttum mbl.is

Stolt # Dramb

610x.jpgSannast nú ekki einfaldlega á okkur gamla máltækið að dramb er falli næst ?

Með alla jeppana okkar, stórhýsin, verslunarferðirnar...ja ég veit ekki hvað...Ísland mest og best...jú, við höfum verið drambsöm.

En þó veður hafi fljótt skipast á lofti þá skulum við ekki gleyma silfrinu okkar allra í Kína. Þar sýndi handboltaliðið  okkar hvers við erum megnug með jákvæðni og samstöðu í farteskinu. Þá vorum við stolt þjóð, og máttum svo sannarlega vera það af því tilefni.

Ísland er enn "stórasta" land í heimi í hjörtum okkar, þrátt fyrir allt, er það ekki?

Nema þeirra sem aðeins skilja: égummigfrámértilmínogminna.

Eyðslufylleríið er búið - þá taka timurmennirnir eðlilega við.

Það er munur á stolti og drambi, á sama hátt og það er munur á hugrekki og dirfsku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband