Leita í fréttum mbl.is

Svalt - og hlýjar

icecream.jpgÞað bæði svalar og hlýjar að lesa svona vinsamlega grein frá breskum fjölmiðlamanni, eftir öll þau stóru orð sem höfð hafa verið uppi um Breta síðustu daga.

Barasta eins og að fá rjómaís. InLove


mbl.is Svalir Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sauvignon Blanc vínið var fullkomlega kælt þar sem ég sat á veitingastaðnum og  saup af ísuðu glasinu í góðum hópi starfsfólks BBC við störf í höfuðborg Íslands.

Stólarnir voru úr svörtu leðri, veggirnir hvítir, ljósin dimm og róleg tónlistin vall út úr Bang og Olufsen hljóðkerfinu.

Orðið "svalt" (Cool) var fundið upp fyrir svona stað og ég á ekki við ísinn í ÍS-landi.

Við njótum að smá lægð hefur myndast eftir að hafa flutt fréttir af fjármálakreppunni hér í rúma viku.

Lágt gengi íslensku krónunnar er það eina sem gerir okkur mögulegt að snæða á þessum stað.

Hótel 101, sem höfuðpaurinn í Blur; Damon Albarn átti eitt sin hluta í, er núna í eigu einnar auðugustu konu Íslands.  

Það er tákn hinnar auðugu Reykjavíkur og tilheyrir landi sem fyrir viku var miðað við fólksfjölda eitt að auðugustu ríkjum heims, en stendur nú á barmi gjaldþrots.

Heimskreppan í efnahagsmálum hefur mikil áhrif á Ísland.

Þessi Eyja eldfjallanna í Norður Atlantshafi byggði eitt sinn afkomu sína á fiskveiðum en á síðasta áratug hefur fjármögnun og bankastarfsemi fært þeim reiðuféð í hönd.

Frjáls verslunarstarfsemi og einkareknir bankar hafa gefið íslenskum fjármálastofnunum möguleika á að vaxa og breiða úr sér á djarfan hátt erlendis, dálítið eins og víkingarnir gerðu forðum daga.

Þar til fyrir viku var 76% af viðskiptum íslenska verðbréfamarkaðsins skipti með hluta í bönkum. 

Og hvað gerðist? Þegar að verðlag þessara hluta hrundi og eigur bankanna voru frystar af ríkisstjórninni sem þjóðnýtti þrjár stærstu stofnanirnar, rambaði landið á barmi gjaldþrots.

Öll viðskipti verðbréfamarkaðsins lágu niðri og krónan varð að óskiptanlegum gjaldmiðli. 

Léttir í lund

Ég tók tvisvar viðtal við forseta verðbréfamarkaðsins Þórð Friðjónsson og Forsætisráðherrann Geir Haarde á þessum tíma. 

Það kom mér á óvart hversu rólegir þeir voru í þessum viðtölum. 

Þeir voru afslappaðir, léttir í lundu - myndi vera hægt að segja það sama um Gordon Brown undir svipuðum kringumstæðum?

Geir Haarde
Geir Haarde sallarólegur þrátt fyrir erfiðleikana.

En samtímis voru þeir grafalvarlegir um allt sem snéri að erfiðleikum þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin vinnur að því "nótt og dag" sagði Forsætisráðherrann, að fá neyðarlán frá öðrum löndum, mögulega Rússlandi og Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum.

Þegar hefur verið komist að samkomulagi við Holland og Bretland.

Verðbréfamarkaðurinn opnaði loks fyrir viðskipti og þrátt fyrir ótta við 20%-25% fall á verðbréfum, var hrapið ekki nema 5.84 stig fyrsta daginn, ekkert til að hrópa upp yfir.

Ég hef það á tilfinningunni að róin og hið heimspekilega viðmót þessara tveggja mikilvægustu aðila sem takast á við að koma Íslandi út úr þessari klípu, sé talandi fyrir viðmót allrar þjóðarinnar.

Þetta fólk er vant velgengi og volæði, slæmum árum sem góðum, vant því að net togaranna séu full og að á næsta ári sé lítið að hafa.

Ó já, ekki taka það svo að hér sé fólk ekki gramt yfir því að leiðtogar þjóðarinnar hafa leift markaðnum að leika lausum hala og hætta öllu í leiðinni.

En undir niðri virðist vera djúp sannfæring um að landið muni rísa úr öskustónni og sigla í gegnum þennan storm og stíga ölduna. 

Og það er hinn sanni kjarni þess að vera "svalur." (Cool)

Þýtt af vefsíðu BBC í nótt :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fín þýðing Takk

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er nú sú hugmynd sem ég hef gert mér um persónuleika Geirs í gegnum tíðina, hvað sem segja má um hans pólitísku gjörninga.

Háttprúður maður í hvívetna. Heilmikill Norðmaður í honum.

Þess vegna var þetta þeim mun ankanalegara um daginn með Helga Seljan. Æ, hann fattaði bara ekki að hann var enn of nálægt hljóðnemanum.

Verða menn ekki að fá að eiga sínar prítvatskoðanir á mönnum þó þeir séu forsætisráðherrar?

Einu sinni vann ég í Hallgrímskirkju sem kirkjuvörður. Þangað kom Geir með tvær gamlar frænkur sínar frá Noregi að sýna þeim kirkjuna.

Ég gleymi því ekki hvað hann var ljúfur og stimamjúkur við gömlu konurnar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.