Leita í fréttum mbl.is

Krabbamein

 icu-4423460_701323.jpg

Íslenskt stjórnmála- og efnahagslíf er í dag eins og sjúklingur sem er fárveikur af krabbameini.

Eftir að hann veiktist snögglega fór hann í aðgerð.

Hann er enn í gjörgæslu.

Vonir standa til að hann fari bráðum að hressast.

Nú ríður á að finna hvaða lækningarmeðferð er hægt að veita.

Svo hún sé möguleg verður að greina tegund meinsins og hvar það á upptök sín, svo hægt sé að ráðast að rótum vandans.

Til þess þarf færa sérfræðinga, meinafræðinga, lækna og hjúkrunarlið.

Þá fyrst er hægt að ráða í hvaða úrræðum skuli beitt.

Þangað til það hefur verið gert er meðferð sjúklingsins í biðstöðu.

Það ríður á að vinna hratt að því finna rétta meðferð eigi hann að eiga lengra líf fyrir höndum.

Meðferðin kann að reynast honum erfið, en mun auka lífslíkur hans til muna.

Síðar mun gefast ráðrúm til að velta betur fyrir sér mögulegum orsökum þess að sjúklingurinn veiktist af krabbameini og hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn komi upp aftur.

Börn hans sem eiga allt sitt undir honum bíða milli vonar og ótta.

Vonandi er sjúkdómurinn ekki lengra genginn en svo að unnt verði að bjarga lífi sjúklingsins.

Fyrir utan sjúkrahúsveggina gengur lífið sinn vana gang - enn sem komið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Stóri munurinn er að við krabbamein er allt gert til að lækna sjúklinginn. Ef það er ekki hægt, fær sjúklinginn líknaði meðferð.
Vegna ástandi hér er eins og allt er gert til að gera allt illt verra.
Ef heilsugæslan væri á sama plani og stjórnvöld, væri búin að drepa alla sjúklinga.

Heidi Strand, 17.10.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Heidi, maður fer að verða langeygur eftir að kynntar verði aðrar lausnir en lántökur sem við kannski fáum erlendis og fysting íbúðarlána, sem átti svo ekki fullkomlega við rök að styðjast. Þvílíkt bull.

Og líka bull að fá ekki óháða erlenda aðila til að fara yfir mál Landsbankans. Í staðinn eiga þeir að rannsaka sjálfa sig. Þvílíkt bull.

Þvílíkt ástand. Og maður sem bjóst við að nú yrði farið í heingerningu.

Það á allt eftir að verða vitlaust hér hjá okkur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Heidi Strand

Það er fyrir löngu búið að henda sprengjuna.

Mætum öll á morgun kl.15. og lætur í okkur heyra!

Heidi Strand, 17.10.2008 kl. 15:02

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég mæti ef heilsan leyfir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.