17.10.2008
Refskák sem fór úr böndunum...
Það læðast að manni (auknar) grunsemdir við þessa frétt...
Var um að ræða refskák til þess að ná til sín tveimur bankanna og gera þá að ríkisbönkum og losa sig í leiðinni við hina svokölluðu auðmenn og útrásarvíkinga? Leyfa svo Kaupþingi að tóra, í það minnsta fyrst um sinn, þó ekki væri nema fyrir útlitið (lúkkið). Síðan hefði mátt selja "réttum" (það er að segja þægum) aðilum bankana aftur, sem allt útlit er fyrir að muni takast ef svo fer fram sem horfir, þrátt fyrir allt sem fór úrskeiðis.Sem sagt einkabankar áfram, en í höndum "réttra" aðila, eftir hreingerningu.
Refskák, sem síðan fór illilega úr böndunum og hafði ófyrirséðar afleiðingar þegar seðlabankastjóri talaði alvarlega af sér í Kastljósinu, vegna óvæntra og harkalegra viðbragða Gordons "helvísks" Brown forsætisráðherra Breta við þeim yfirlýsingum, og einnig vegna hins almenna ástands á alheimsmörkuðum, geri ég ráð fyrir.
Ef þetta hefði tekist hefði seðlabankastjóri aftur verið kominn í lykilaðstöðu til að deila og drottna. Sem hann er reyndar kominn í nú eftir hrunið, en fórnarkostnaðurinn er sá að þjóðfélagið er í uppnámi, atvinnulífið í stórhættu, Íslendingar hafa misst mannorð sitt erlendis og eru bónbjargarmenn. Fyrir utan alla þá sem misst hafa sparifé sitt (eða hluta af því, eftir því sem nú er sagt).
Þess vegna var Davíð svona óskiljanlega glaðbeittur og sigurviss í Kastljósinu, hann hélt að þetta myndi allt reddast.
Það á aldrei að líðast að pólitíkusar verði seðlabankastjórar. Hvað þá að einstaklingur geti stigið upp úr forsætisráðherrastóli og plantað sér í sæti seðlabankastjóra.
Björgvin G. Sigurðsson leggur til að bankarnir verði áfram í ríkiseign að einum þriðja, en það telur Þorgerður Katrín af og frá. Enda er einkavæðing stefna Sjálfstæðisflokksins, þó þessum ráðum hafi verið beitt við hreingerningu bláu handarinnar.Það er sama hver kústurinn er, svo fremi sem hann dugir til að sópa því út sem ekki lætur að stjórn.
Hins vegar væri vitanlega ótækt að bankarnir yrðu áfram í ríkiseign skyldi stjórnin falla við næstu kosningar, sem eiga alls ekki að fara fram aftur fyrr en eftir 3 ár að hennar áliti, það er að þegar búið er að ganga frá öllum hnútum í þessu efni.
Það er auðvitað besta mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa bæði bláu höndina í seðlabankanum og svo einkavæðinguna (les=einkavinahagsmunapotið, önnur einkavæðing er varla til á Íslandi), eftir að búið er að henda út úr henni óþekktargemlingunum. Þetta er yndislegur (að þeirra mati) dúett, sem eflir kosningasjóðinn og flokksmaskínuna í heilldrjúgu perpetuum mobile (eilífðarvél) fyrir flokkinn.
En ef svo ólíklega vildi til að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að fara frá völdum væri búið að tryggja að bankastjórar einkabankanna væru stjórnarandstöðunni hliðhollir. Sem vitanlega er þó meiri "hætta" á nú en áður (það er að segja að hann falli) þegar svona fór, en samt sorglega litlar, nema eitthvað mikið gerist í þjóðarsálinni.
Má maður vonast til að síðustu atburðir verði til þess?
Það er von að aldavinir hafi reiðst yfir að hafa verið sópað út, en róast aftur þegar búið var að lofa þeim einhverju snarli í sárabætur.
Tilboði lífeyrissjóða hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
2 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 121481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er lóðið - en þeir höfðu ekki gert ráð fyrir að fórnarkostnaðurinn yrði þessi.
Allt Brown helvískum að kenna að fara að blanda sér í málin og eyðileggja áætlunin.
Þó ekki nema að hluta til, því það virðist ætla að takast að halda öllum inni áfram sem á þarf að halda.
Einvherjir þeir sem þurftu að láta sig hverfa tímabundið fá svo eitthvert snarl síðar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 13:40
Fagfólk eingöngu takk.... hvað myndi fólk segja ef Dabbi hefði gerst heilaskurðlæknir... álíka gáfulegt
DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:47
Þú segir nokkuð...eins gott að þurfa ekki að leggjast undir þann hníf líka.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 13:51
Flott grein hjá þér og pæling. Það skyldi þó aldrei vera ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2008 kl. 14:41
Heldurðu að ég þurfi nokkuð að leigja mér lífvörð, þó ég hafi látið þessar hugrenningar flakka?
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 14:44
Því ekki myndi BB útvega mér hann.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 14:45
Góð grein Greta. Þetta er algjört plott.
Manstu 25. des. 1989? Þá varð yngri sonur mín 6 ára.
Heidi Strand, 17.10.2008 kl. 14:58
Ég man það reyndar ekki, ætli ég hafi ekki verið of gjörsamlega á kafi í vinnu til að hafa í okkur og á til þess að taka almennilega eftir því eða leggja dagsetninguna á minnið.
Ég er reyndar ekki góð að muna dagsetningar, þó ég fegin vildi. Verð stundum eins og asni út af því. Hvenær gerðist þetta eða hitt, gengur skár með ártölin.
Fræddu mig.
En ég man eftir 26. desember, því þá varð eldri sonur minn 17 ára.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 15:04
heidistrand (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.