18.10.2008
Heimurinn er að breytast
Ég álít, í ljósi síðustu atburða í samskiptum okkar við önnur lönd, að við Íslendingar gerum best í því að hlúa að okkur sjálfum og búa okkur undir að geta verið sjálfum okkur nógir á sem flestum sviðum. Að treysta um of á umheiminn er varlegt, eins og við finnum vel fyrir þessa dagana. Við verðum að treysta á okkur sjálf, fyrst og fremst, það sýnir reynslan okkur.
Annars endum við sem fátækt þróunarland sem önnur betur stæð ríki geta haft í hendi sér, það er að segja meðan þau standa enn af sér efnahagsstorminn sem gerir það að verkum að nú virðist sem þau lönd sem áður töldust hin auðugu og voldugu í heiminum stefni hraðbyri í þrot.
Ég tel það einnig hafa sýnt sig síðustu daga að þau lönd sem við eigum fyrst og fremst að leggja áherslu á að halda góðum tengslum við eru hin Norðurlöndin, þau lönd sem við tengjumst sérstökum menningarlegum og sögulegum böndum.
Það harðnar á dalnum um alla veröld. Við eigum að stefna að því að eiga alltaf hér í landinu nægar forðabirgðir af þeim vörum sem við þufum nauðsynlega á að halda og getum ekki verið án, komi til alvarlegrar heimskreppu, ekki síst vegna landfræðilegrar stöðu okkar. En til þess þurfum við gjaldeyri, þannig að augljóslega verður gjaldeyrisöflun að vera annað megin markmið okkar á komandi árum, í stað þess útstreymis á því sem verið hefur árin á undan. Það er komið í ljós að við höfum eytt margfalt um efni fram á undanförnum árum.
Jafnframt þarf að hlúa að innlendri framleiðslu á vörum fyrir heimamarkað og stefna að því að við getum orðið sem mest sjálfbær um nauðsynjar komi til þess að markaðir lokist og verslun við útlönd verði illmöguleg. Vitanlega verðum við einnig að halda áfram að leita færa til aukins útflutnings á afurðum okkar og gjaldeyrisöflun.
Ennfremur ættum við að nýta þá þekkingu og hugvit sem við búum yfir til að þróa aðferðir við að framleiða efni, til dæmis til nota við framleiðslu á öðrum vörum, úr innlendum hráefnum sem geta komið í stað þeirra sem við í dag teljum okkur tilneydd að flytja inn. Dettur mér í því sambandi í hug frétt á Stöð 2 nýlega þar sem sagt var frá því að beðið væri eftir gjaldeyrisheimild til að greiða pöntun á efnablöndu sem nauðsynleg er í framleiðslu á mjólkurvöru og fleiru. Er ekki hugsanlegt að við gætum í framtíðinni framleitt slíkar vörur sjálf?
Leggja þarf áherslu á að auka við þekkingu á náttúru okkar og þeim vannýttu auðlindum sem hún býr yfir, svo og tækniþekkingu til að vera þess megnug að nýta þá kosti sem skyldi. Og þar á ég ekki eingöngu við raforku. Til þess þurfum við vel menntað fólk, þannig að leggja verður mikla rækt við menntun ungs fólks, og raunar tel ég að við eigum að setja hana í forgang þegar kemur að fjárveitingum. Tími uppbyggðra þjóðvega í hvern krók og kima landsins fyrir risajeppa að þeytast eftir er liðinn. Minnkum hraðann, aukum gæðin!
Við ættum að reyna að læra af reynslu elstu kynslóðarinnar í þessu landi, fólkinu sem ólst upp við aðhald og sparsemi, ekki vegna þess að slíkt væri álitin sérstök dyggð, heldur af illri nauðsyn því annað var ekki í boði.
Kortinu rændi ég héðan.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
2 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 121481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er svo sammála þér. Það virðist sem margir "vinanna" hafi snúið við okkur bakinu nú. Það eru eiginlega bara Norðmenn sem hafa sýnt okkur vinarþel síðustu vikurnar.
Það er því ljóst að við verðum að treysta á okkur sjálf og hvert örðu. Með iðni, ráðdeild og nægjusem klárum við okkur.
Dunni, 18.10.2008 kl. 09:25
Því miður eru samt horfur á því nú að við lendum í greipum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - úr því fáum við litlu ráðið um eigin hag.
Líklega sýnir staðan í dag okkur að við erum hreinlega ekki fær um að gæta hans...of seint, of seint...
Þetta er svo sem ekki nýtt í Íslandssögunni. Man nokkur eftir Gamla Sáttmála?
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 14:49
Norðmenn (við sjálf fyrir 1100 árum) hafa sett skilyrði fyrir GEGNSÆJI sem alþjóðabannkinn veitir...svo vilja þeir bjarga okkur!!! "Valdamenn íslands vilja það ekki, þá sérst tengslin á milli valds og fjöldk-skylduteingsla og vinnáttuteingsla...????
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:17
Já, Anna, kannski er það eina rétta að IMF fái hér yfirráð í fjármálum - Ísland er hvort sem er fyrir löngu sokkið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 00:05
bARA TÍMABUNDIÐ...gRÉTA MÍN, VIÐ ERUM Í STÖÐU tÍTANIKS (eins og spaugstofan benti á) og nú vilja Rússar okkur ekki (án sætis í öryggisráðinu) nema að fá auðlyndirnar okkar!! Norðmenn eru miklu hreinni og beinni! Þeir vilja að við höldum menningu okkar (og þeirra ) og tungu!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2008 kl. 01:49
Já, gamla herraþjóðin okkar er okkur þegar allt kemur til alls hliðhollust.
Svo hefur kannski eitthvað að segja að við erum með hálf-norskan forsætisráðherra, það þykir alla vega og örugglega ekki verra..."en stöt norrmann" segir maður ekki svona?
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 03:46
Skemmtileg færsla. Þú hefðir verið kölluð fífl fyrir að skrifa þetta fyrir mánuði síðan, en nú er allt breytt. Mig langar að bjóða þér á www.nyjaisland.is þar sem fólk mun vonandi koma saman og breyta þjóðfélaginu til hins betra.
Villi Asgeirsson, 19.10.2008 kl. 04:55
Takk fyrir, kíki á það.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.