19.10.2008
Hverjum var um að kenna?
Kenning Agnesar um samsæri seðlabankanna er allfjarstæðukennd.
Og reyndar runnin beint undan rifjum D.O.
Árásir alþjóðlegra auðhringja gegn fjármálakerfum landa eru hins vegar þekktar.En að álíta að seðlabankar viðkomandi ríkja (þar sem þeir auðhringar hafa aðsetur sitt) eigi aðild að þeim finnst mér ansi langsótt. Þá má fjármálaspilling innan þess ríkis að minnsta kosti vera allsvakaleg, ef þessir auðhringar ráða þar lögum og lofum. ( - Meiri en á Íslandi!?)
Í þessari grein sem Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman skrifaði í The N.Y. Times í mars s.l. segir hann frá því að D.O., seðlabankastjóri Íslands telji að auðhringir bruggi slíkt samsæri gegn Íslandi. Hann leggur í sjálfu sér ekki dóm á þær staðhæfingar, en segist ætla að fylgjast með gangi mála.
Ég vek athygli á því að víða í bloggheimum er vitnað til greinar Krugmans sem hefði hann sett þarna fram eigin kenningu um samsæri gegn Íslandi. Hið rétta er að hann vekur athygli á staðhæfingum D.O. um að slíkt sé í uppsiglingu.
Hafi um slíkt samsæri verið að ræða hefði hins vegar ekki tekist að hrinda því í framkvæmd nema vegna þess að í bankakerfinu voru alvarlegar veilur og það þess vegna galopið fyrir árásum af slíkum toga.
Sérstaklega í ljósi þess að D.O taldi slíkt samsæri í uppsiglingu þykja mér yfirlýsingar hans í Kastljósþættinum fræga undarlegar, þar sem honum mátti vera ljóst að vel væri fylgst með orðum hans af erlendum aðilum.
Hrunið var ráðamönnum í bankamálum sjálfum að kenna, ekki vondum köllum í útlöndum.Það voru þeir sem stóðu ekki vörð um bankana, heldur leyfðu þeim að þenjast út erlendis án þess að gera viðeigandi varúðarráðstafanir.
Hverjum var hrunið að kenna? Þeim sem fengu Agnesi það verkefni að skrifa þessa grein, sem er einfeldningsleg tilraun til að hvítþvo stjórnendur Seðlabankans og firra þá allri ábyrgðs.
Það er aumkunarvert að halda að við sjáum ekki í gegnum barnalegt yfirklórið í grein hennar.Svona gein kastar ekki ryki í augu landsmanna.
Svo er talað fjálglega um að þjóðin eigi að snúa bökum saman, á sama tíma og okkur er boðið upp á blekkingartilraunir sem þessar.
Halda ráðmenn virkilega að íslenska þjóðin sé svo heimsk að hún gleypi við hverju sem er?
Sveiattan !
Þeir felldu bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
2 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 121481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver veit? Ekki ótrúlegt. Annars las ég að við hrun banka í Lúx, þ.e. í gegnum uppgjör, kæmust íslensk yfirvöld í reikninga og bankayfirlit þar...það er að segja ef þau kæra sig þá nokkuð um það...?
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 15:07
Þar sem peningar hafi verið millifærðir þar í gegn, ætlaði ég víst líka að segja.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.