Leita í fréttum mbl.is

Hverjum var um að kenna?

Kenning Agnesar um samsæri seðlabankanna er allfjarstæðukennd.

Og reyndar runnin beint undan rifjum D.O.

Árásir alþjóðlegra auðhringja gegn fjármálakerfum landa eru hins vegar þekktar.En að álíta að seðlabankar viðkomandi ríkja (þar sem þeir auðhringar hafa aðsetur sitt) eigi aðild að þeim finnst mér ansi langsótt. Þá má fjármálaspilling innan þess ríkis að minnsta kosti vera allsvakaleg, ef þessir auðhringar ráða þar lögum og lofum. ( - Meiri en á Íslandi!?)

Í þessari grein sem Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman skrifaði í The N.Y. Times í mars s.l. segir hann frá því að D.O., seðlabankastjóri Íslands telji að auðhringir bruggi slíkt samsæri gegn Íslandi. Hann leggur í sjálfu sér ekki dóm á þær staðhæfingar, en segist ætla að fylgjast með gangi mála.

Ég vek athygli á því að víða í bloggheimum er vitnað til greinar Krugmans sem hefði hann sett þarna fram eigin kenningu um samsæri gegn Íslandi. Hið rétta er að hann vekur athygli á staðhæfingum D.O. um að slíkt sé í uppsiglingu.

Hafi um slíkt samsæri verið að ræða hefði hins vegar ekki tekist að hrinda því í framkvæmd nema vegna þess að í bankakerfinu voru alvarlegar veilur og það þess vegna galopið fyrir árásum af slíkum toga.

Sérstaklega í ljósi þess að D.O taldi slíkt samsæri í uppsiglingu þykja mér yfirlýsingar hans í Kastljósþættinum fræga undarlegar, þar sem honum mátti vera ljóst að vel væri fylgst með orðum hans af erlendum aðilum.

Hrunið var ráðamönnum í bankamálum sjálfum að kenna, ekki vondum köllum í útlöndum.Það voru þeir sem stóðu ekki vörð um bankana, heldur leyfðu þeim að þenjast út erlendis án þess að gera viðeigandi varúðarráðstafanir.

Hverjum var hrunið að kenna? Þeim sem fengu Agnesi það verkefni að skrifa þessa grein, sem er einfeldningsleg  tilraun til að hvítþvo stjórnendur Seðlabankans og firra þá allri ábyrgðs.

Það er aumkunarvert að halda að við sjáum ekki í gegnum barnalegt yfirklórið í grein hennar.Svona gein kastar ekki ryki í augu landsmanna.

Svo er talað fjálglega um að þjóðin eigi að snúa bökum saman, á sama tíma og okkur er boðið upp á blekkingartilraunir sem þessar.

Halda ráðmenn virkilega að íslenska þjóðin sé svo heimsk að hún gleypi við hverju sem er?

Sveiattan !


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hver veit? Ekki ótrúlegt. Annars las ég að við hrun banka í Lúx, þ.e. í gegnum uppgjör, kæmust íslensk yfirvöld í reikninga og bankayfirlit þar...það er að segja ef þau kæra sig þá nokkuð um það...?

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þar sem peningar hafi verið millifærðir þar í gegn, ætlaði ég víst líka að segja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.10.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.