Leita í fréttum mbl.is

Gott

Mér er létt að loksins skuli eitthvað vera farið að gerast. Þessi biðstaða var farin að taka aðeins á taugarnar. Ekki þó svo að ég væri illa haldin sjálfrar mín vegna, en maður gerir sér grein fyrir hvað er í húfi.

Maður var hálfhræddur um að ríkisstjórnin væri að springa eftir svipnum á ráðherrunum að dæma í gærkvöldi og framkomunni við fréttamenn þegar þeir gengu af fundi í ráðherrabústaðnum. En það hefði auðvitað verið algert ábyrgðarleysi að leyfa slíku að gerast, á svo erfiðum og viðkvæmum tíma þegar skjótra aðgerða og ákvarðana er þörf, til þess að ekki fari allt í kaldakol hér hjá okkur.

Ég fagna þessari frétt, þó það sé ógaman að verða að fá slík lán. Vænti formlegrar yfirlýsingar frá ríkisstjórninni fljótlega um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.