28.10.2008
Því miður...
...verð ég að viðurkenna að ekkert af því sem ég horfi nú á gerast í kringum sig kemur mér á óvart. Ég hef verið agndofa undanfarin ár yfir hinum svokallaða uppgangi í þjóðfélaginu, stórhýsi skutust upp úr jörðinni eins og gorkúlur, byggingarkranar gengu nánast allan sólarhringinn, fólk þeyttist um þjóðvegina á manndrápshraða á risajeppum sem kostuðu margar milljónir, flutt var inn grjót og eðalviður í tonnavís, innflutningur á alls kyns vörum sem teljast verða til munaðar (í mínum huga, alla vega) var gengdarlaus og á marga (ekki alla) hafði runnið algjört kaupæði.
Þetta var allt einhvern veginn svo fjarstæðukennt og algjörlega í andstæðu við það sem mér var innrætt í barnæsku. Ég er af þeirri kynslóð sem hóf vegferð sína með því að fá sparibauk sem á stóð "Græddur er geymdur eyrir", mig minnir að það hafi verið gjöf frá Búnaðarbankanum sem þá hét svo. Manni var innprentað að það væri dyggð að spara og eiga peninga í banka, að skulda umfram greiðslugetu væri óráðssía; að lifa á yfirdrætti þekktist ekki mér vitanlega.
Fyrir fæðingu mína hafði "blessað" stríðið fært landinu ástandið og Bretavinnuna, síðan tók "elsku" Kaninn við. Ég er fædd árið 1951 og man því ekki þessa tíma, en ennþá var þó borin virðing fyrir þeim gömlu viðhorfum til peninga sem ég lýsti hér að framan.
Síðan kom óðaverðbólga. Henni fylgdi brenglun á verðskyni og viðmiðum í peningamálum, þá var um að gera að fjárfesta í steinsteypu (sem mér hefur alltaf fundist forljótt byggingarefni!) og skulda sem mest því lánin voru ekki verðtryggð, að spara varð fíflalegt, á því græddi enginn.
Svo tók pappírsbólan við. Fáir virtust muna eftir því að yfirdráttur er ekki raunverulegur höfuðstóll, skuldir eru ekki eignir nema á bankamáli, og enn var steinsteypuhugsunin við lýði, samhliða pappírsauðnum.
Græðgisvæðingin ríkti um allan hinn vestræna heim, en hvergi held ég að hún hafi verið eins áberandi og hér á landi, há hinum nýríku Íslendingum, þá er ég að tala um þjóðina sem heild, en ekki einstaklinga sem slíka. Þjóðin gleymdi sér á eyðslufylleríi og eftirsókn eftir vindi.
Nú standa eftir steyptir grunnar og byggingarframkvæmdir sem ekki eru til peningar til að klára. Eignir sem lokið hefur við eru skuldsettar upp í topp. Skuldir hækka, fólk missir unnvörpum vinnuna og sér ekki hvernig það á að fara að því að framfleyta sér og sínum á næstu mánuðum.
Á platta sem ég fann í Góða Hirðinum og hangir í eldhúsinu mínu stendur þessi speki:
"Undgå kredit
Lev trygt og frit."
Vonandi rís fuglinn Fönix enn úr öskunni.
Vaxtahækkun vegna IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.