Leita í fréttum mbl.is

Ekki grín

2008-07-31_new_privacy_laws_550.jpgFréttina hér fyrir neðan ætla ég að geyma hér og lesa hana aftur og aftur þangað til ég hef sannfærst um að hún sé ekki afspyrnu lélegur brandari heldur sé efni hennar full alvara og ætlast sé til að maður taki það sem í henni segir  trúanlegt og segi svo já og amen og en krúttlegt.


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skorrdal, ertu búinn að horfa á þetta:

Big Brother - David Icke

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:25

2 identicon

Íslendingar vaknið - Spilling innan IMF
 
Hér að neðan má finna nokkrar áhugaverðar en jafnframt óþægilegar staðreyndir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn leitar nú á náðir hjá.

Það er almennur misskilningur að IMF (Aljóða gjaldeyrissjóðurinn) sé góðgerðastofnun. Hinar svokölluðu "hjálparaðgerðir" IMF hafa á síðustu árum verið harðlega gagnrýndar um allan heim.

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, starfaði sem framkvæmdastjóri IMF á árunum 1997-2000 en var svo rekinn úr starfi fyrir að tjá sig opinberlega um hinn "raunverulega árangur" IMF. Hann benti á þá staðreynd að flest ríki sem þiggja aðstoð IMF enda í mun verri stöðu en áður. Efnahagskerfin hrynja algjörlega, ríkisstjórnir splundrast og ríkisvaldið minnkar og oftar en ekki endar allt í hörðum átökum og glundroða. Fyrir það að benda á þessa alkunnu staðreynd var hann rekinn.

Það er staðreynd að ríki sem eru í efnahagslegum vandræðum þola sjaldan þau skilyrði sem IMF setur fyrir lánveitingum sínum. Hækkun skatta og harður niðurskurður í mennta- og heilbrigðiskerfum fer illa með fólk í viðkomandi löndum. Kröfur um opnun markaða eyðilegga alla innlenda framleiðslu og landbúnað. Strangar kröfur um einkavæðingu veita svo náðarhöggið því helstu nauðsynjar og þjónusta hækka upp úr öllu valdi.

Suður Ameríka er gott dæmi um þá hörmungarslóð sem IMF hefur skilið eftir sig. Mörg lönd þar hafa misst öll auðæfi sín í hendur erlendra einkaðila, aðallega bandarískra og breskra stórfyrirtækja sem kúga þegna landana með gríðarlegum hækkunum á t.d. gasi, olíu og jafnvel drykkjarvatni. Þar á meðal eru lönd eins og Argentína, Bólivía, Brazilía, Chile, Paraguay og El Salvador. Sömu sögu er að segja í Indónesíu og nokkrum Afríkuríkjum.

Eftir slíkar aðfarir er skiljanlegt að almenningur rísi upp með hörðum mótmælum og uppþotum gegn ríkisstjórnum landana, sem frá upphafi voru í vonlausri stöðu. Efnahagurinn hrynur aftur og landið þarf að afsala sér enn frekari réttindum og auðæfum til IMF.

Argentína er eitt ljótasta dæmið um þessa meðferð IMF. Þar varð á endanum efnahagslegt stórslys eftir aðkomu IMF og gjörsamlega allar auðlindir landsins voru seldar erlendum stórfyrirtækjum eins og British Petrolium og Enron. Jafnvel vatnsveitukerfin voru einkavædd og stór hluti höfuðborgarinnar Buenos Aires er án drykkjarvatns. Ekki nóg með að vatn sé nú dýrt, heldur er bara ekki hægt að skrúfa frá krananum.

Árið 2001 voru svo opinberuð mjög óþægileg skjöl fyrir IMF. Ónefndur aðilli lak viðkvæmum skjölum í hinn margverðlaunaða blaðamann og rithöfund Greg Palast, sem birti þau opinberlega í sjónvarpsviðtali og síðan á heimsíðu sinni www.gregpalast.com.
Þar kom fram að ofan á þær opinberu kröfur sem IMF hafði sett Argentínu og fleiri ríkjum settu þeir fram óopinberar og leynilegar kröfur sem alþjóða samfélagið fékk ekki að vita um. Að meðaltali voru þetta yfir hundrað leynikröfur á hvert ríki. Leiðtogum ríkjanna var stillt þannig upp við vegg að þeir urðu að láta undan og samþykkja allar kröfurnar. Þar á meðal voru kröfur um það hvaða erlendu risafyrirtæki fengju auðlindir þjóðanna svívirðilega langt undir raunvirði. Skjölin voru undirrituð af Jim Wolfensen, þáverandi framkvæmdarstjóra IMF. Í fyrstu neitaði bankinn tilvist skjalana en dró það til baka eftir að Greg Palast birti þær á síðunni sinni. Bankinn varð þá að viðurkenna tilvist skjalana en ákvað að tjá sig ekki frekar um málið opinberlega.

IMF er að því er virðist spillt stofnun að einhverju eða jafnvel öllu leyti.

Sú hugsun er í raun ekki svo langsótt þegar litið er til þeirrar staðreyndar að IMF er að 51% hlut í eigu United States Treasury.

Allir ofangreindir hlutir eru því miður staðreyndir.
Efasemdamönnum er velkomið að gera örlitla upplýsingaöflun á netinu, ekki þarf að leita lengra en www.wikipedia.com


En hefur Ísland eitthvað að óttast vegna væntanlegs láns frá IMF?

Ríkisstjórn Íslands hefur fullyrt það að kröfur IMF séu "ásættanlegar" og að íslenskt efnahagslíf sé sniðið að þörfum og kröfum IMF og þurfi ekkert að óttast. Það er von allra Íslendinga að svo sé en við skulum nú samt velta nokkrum hlutum fyrir okkur áður en við tökum þau orð góð og gild.

Ef litið er blákalt á stöðuna þá er Ísland komið í svo slæma stöðu að ekki virðist nein önnur útgönguleið en að leita á náðir IMF. En svo mikið er víst að þegar aðeins ein möguleg leið er sjáanleg úr mikilli krísu þá að sjálfsögðu virðist sú leið "ásættanleg" hver svo sem hún er.

Nú þegar IMF er kominn með hönd sína á íslensku reiðtygin, byrjar íslenski seðlabankinn að hækka stýrivexi upp í 18% sem mun án nokkurs efa veita mörgum fjölskyldum og fyrirtækjum náðarhöggið á þessum erfiðu tímum. Fjármálaspekingum um allan heim þykir þessi leikur Seðlabankans vægast sagt furðulegur þegar aðeins eru 10 dagar frá því stýrivextir voru lækkaðir niður í 12%. Seðlabankastjórnin virðist ekki vita í hvorn fótinn hún á að stíga.

Einnig er erfitt að líta fram hjá því að hækkun stýrivaxta hér á landi er algjörlega í andstæðu við þá verulegu lækkun stýrivaxta sem önnur lönd hafa ákveðið að nota gegn heimskreppunni.


En hvað er hægt að gera?
Er hægt að gera eitthvað meira en að vona það besta?

Auðvitað verðum við Íslendingar að trúa því og treysta að ráðamenn þjóðarinnar og Seðlabankinn séu að gera sitt besta á þessu erfiðu tímum. En við megum ekki gleyma því að þessir sömu aðillar sem nú fara ofan í saumana á íslenska efnahagshruninu og eru að setja saman björgunaraðgerðir fyrir þjóðina, eru þeir sömu og bera hvað stærsta ábyrgð á allri vitleysunni.

Nú verðum að standa upp og krefjast þess að þeir sem eigi hlut að máli axli ábyrgð. Krefjumst þess að gamla hugsunarhættinum verði skipt út fyrir nýjar hugsjónir, og fyrst og fremst verðum við að krefjast þess að allar upplýsingar um aðdraganda og eftirmála íslensku kreppunar verði dregnar fram í sviðsljósið.

Við eigum ekki að sætta okkur við það að þeir aðilar sem eru ábyrgir fyrir hruninu sitji nú við samningaborðið við spillta stofnun fyrir luktum dyrum og neiti að tjá sig um ákvæði samninga.

Afhverju taka samningaviðræður við IMF svo langan tíma og afhverju ríkir svo mikil leynd yfir þeim? Gæti það mögulega verið vegna þess að ráðþrota ríkisstjórn okkar eigi mjög erfitt með að kyngja þeim leynisamningum og valdbeitingu sem IMF beitir nú með miklum þunga?

Við verðum að gera ráðamönnum þjóðarinnar ljóst að okkur er ekki sama um þá álitshnekki sem þjóðin hefur orðið fyrir og að aldrei muni það viðgangast að auðæfi og stolt þjóðarinnar verði hrifsuð burt.

Íslendingar stöndum ekki aðgerðalausir né lítum niður á þá sem mótmæla. Tölum ekki gegn þeim sem hylla raunverulegt lýðræði.

Okkur Íslendingum ber skilda að standa saman og láta í okkur heyra.

Mætum næstu laugardaga niður á Austurvöll kl 15:00 og látum rödd fólksins óma til yfirvalda.


…höfundur er óflokksbundinn og stoltur Íslendingur.

Arnar Fells Gunnarsson

Dóri (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.