Leita í fréttum mbl.is

Hinn nýi Steingrímur

steingr_mur-j_1863793703.gifGlæsilegt viðtal við Steingrím J. Sigfússon í Silfri Egils.

Í því fékk maður að sjá stjórnmálaforingja sem lýsti af sjálfstrausti og baráttuhug. Þarna örlaði ekki á þrasinu og þvergirðingshættinum sem hefur fælt mig frá því að kjósa flokkinn sem hann stýrir, heldur mælti hann af einurð og skynsemi.

Þetta var auðvitað svokallað drottningarviðtal hjá Agli, en ég býst við að Steingrímur hefði staðið sig með sama hætti þó andmælendur hefðu verið til staðar.

Svo er að sjá að sveitadrengurinn að norðan sé búinn að taka út pólitískan þroska, mættur upp á dekk reiðubúinn að taka við stýrishjóli þjóðarskútunnar og stýra henni farsællega í gegnum þau boðaföll sem framundan má sjá með heiðarleika, bjartsýni og heilbrigða skynsemi að leiðarljósi.

Í þessu sambandi var sérlega ánægjulegt að heyra hann leggja áherslu á nauðsynina á að veita konum ráðrúm og tækifæri til þátttöku í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. - Þá tel ég að hann eigi síst af öllu við þær kerfiskellingar sem nú tróna í feitum embættum í stöðnuðu og spilltu kerfi, - heldur ungar konur með ferskar hugmyndir.

Verst hvað Björk er góður músíkant, annars vildi ég sjá hana á þingi. Þrátt fyrir að hún verði seint talin vel máli farin er kollurinn á henni í góðu lagi, fullur af góðum hugmyndum og brjóstið þar að auki fullt af kjarki til að láta hlutina gerast.

Krafa númer eitt er: Kosningar í vor!

* Í leit að mynd með færslunni komst ég fljótt að þeirri niðurstöðu að Steingrímur J. verður seint talinn myndast vel, smáfríður eða sérstakt augnayndi. Í mínum augum verður hann alltaf bóndi úr Þistilfirðinum, sama hvaða embætti hann á eftir að gegna í framtíðinni.

Íslenskir bændur eru samkvæmt minni reynslu afbragðs fólk, enda er ég af þeim komin! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér hefur alltaf þótt Steingrímur hafa slagkraft.

Ég treysti honum líka til góðra verka.

VG er enda eini flokkurinn sem hefur kvenfrelsi á stefnuskránni.

Pælduíðí kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Áfram Vinstri Grænir!

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband