Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarskútan

bjorgun3.jpgbjorgun4.jpgDagskipun 1. stýrimanns: "Í björgunarbátinn!"

"Ég ber ekki ábyrgð á neinu nema 3. stýrimanni og helmingi hásetanna."

Hver verður dagskipun hans á morgun? Tja...

Það fer víst eftir því hversu vel hann og hásetarnir kunna til verka og hvort þeir telja sig bera ábyrgð á einhverju ennþá yfir höfuð...til að mynda FARÞEGUNUM sem ferðast með skútunni?

Enga björgunarbáta er að sjá handa þeim um borð. Kannski eiga þeir einfaldlega að stökkva fyrir borð og synda til lands, eða troða marvaðann og vonast til að verða veiddir upp af öðru fleyi.

Skipperinn stendur sem fastast í brúnni og neitar að henda aðstoðar-skippernum, sem kann ekki á sjókort frekar en hann sjálfur, fyrir borð.

Hvað þá að honum detti sjálfum í hug að stökkva.

Hafði aðstoðar-skipperinn þó haft þá forsjálni að útvega allri áhöfninni fyrir nokkrum árum þá bestu björgunarhringi sem völ er á.

Aðeins örfáir útvaldir fá slíka hringi.

Svo er að sjá að 2. stýrimaður hafi látið sig gossa, alla vega er hann hvergi að sjá eða heyra.

Sá sportlegasti hásetanna skippers-megin hímir við borðstokkinn og langar augljóslega mjög mikið til að hoppa niður í bátinn til hins helmingsins - en kannski væri annars betra að bíða eftir sjónvarpsþyrlunni?

Á meðan liðast flakið  í sundur.


Þetta er grátbroslegur farsi.

(Mikið vildi ég vera þokkalegur grínmyndateiknari þessa dagana. Og rosalega segi ég oft "borð" í færslunni! LoL)

Við viljum nýja áhöfn!

 


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Svo innilega sammála þér.  Þeim er líka andskotans sama þó ekki séu til nógu margir björgunarbátar handa Íslendingum öllum.  Þeir eru nefnilega eins og yfirmennirnir á Andreu Doriu sem forðuðu sér fyrstir frá borði eftir áreksturinn við Stockholm.  Þeir báru enga ábyrgð. Hvorki á skipi, farþegum eða skipsfélögum.  Þeir báru bara ábyrgð á sjálfum sér. Eins og Ingbjörg Sólrún. 

Dunni, 3.11.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, það vill allt skynsamt fólk, - eins og við.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Heidi Strand

Ja,men nð er Geir blitt skipper skuteløs.

Heidi Strand, 3.11.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eins og þessi á teikningunni, Heidi?

En hverjir eru aparnir?

Ég held að björgunarkallinn sé Norðmaður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband