Leita í fréttum mbl.is

Hungurvaka

Mig langar til að setja hér inn í bloggið mitt stutta grein eftir Kristínu M. Baldursdóttur, rithöfund, sem birtist í Morgunblaðinu 29. október s.l. Þessi grein Kristínar segir allt það sem almenningur þessa lands hugsar þessa dagana.

kristin_marja.jpgHUNGURVAKA

STJÓRNVÖLD sviku þjóðina.

STJÓRNVÖLD sviku þjóðina. Þau báru ábyrgð á bönkum, fjármálastofnunum, eftirlitsstofnunum, einkavæðingum, þeim var treyst fyrir velferð íslenskra heimila, framtíð barnanna okkar, en í stað þess að sinna starfi sínu dorguðu þeir í rólegheitum með snekkjueigendum, dorguðu og sváfu meðan þjóðin brann.
Stjórnvöld studdu auðmenn af heilum hug, blésu út afrek þeirra, þáðu boð þeirra, sleiktu diska þeirra, en nú eftir hrunið kenna þau þjóðinni um, þjóðin hafði verið á neyslufylliríi.
Forsætisráðherra varð að biðja guð um að blessa þjóðina.
Útrásarvíkingar koma hver á eftir öðrum í viðtöl við fjölmiðla, lýsa yfir sakleysi sínu, undrun sinni á því sem gerst hefur, sjálfir komu þeir hvergi nærri, vissu ekki einu sinni af þessu.
Prestar og aðrir vitringar sem tóku ekki þátt í neyslufylliríi þjóðarinnar en aka samt um á margra milljóna króna jeppum minna þjóðina á að nú sé tími sannleikans runninn upp, nú höfum við foreldrar loks tækifæri til að sinna fjölskyldum okkar, hugsa um börnin okkar, sýna umhyggjusemi og kærleika, spara eins og við lifandi getum. Stjórnvöld og fjölmiðlar taka undir orð þeirra.
Hvern fjandann halda þau að við höfum verið að gera undanfarin ár?
Þorri þjóðarinnar er almenningur sem hefur aldrei tekið þátt í neyslufylliríi stjórnvalda og auðmanna. Almenningur er fólk sem hefur unnið hörðum höndum við að koma þaki yfir höfuðið, borga skuldir sínar, mennta börnin sín, svo útkeyrt af vinnu að það hefur aldrei haft tíma til að detta í það með stjórnvöldum og ríkri hirð þeirra. Enda aldrei verið boðið í þau partí.
Því frábið ég mér öll blessunarorð, áminningar, kjaftæði.
Stjórnvöld og auðmenn hafa ekki einungis sett heila þjóð á vonarvöl, gert hana að skuldugum vesalingum, fyrirlitnum af öðrum þjóðum, þau hafa líka með háttsemi sinni og græðgi undanfarinn áratug hunsað og eyðilagt gildin sem gerðu Íslendinga að sjálfstæðri þjóð. Virtu að vettugi hugsjónir um jafnrétti og stéttlaust þjóðfélag, gáfu skít í mannauðinn og náttúruna.
Ég bið því stjórnvöld um að hlífa mér við afsökunum og innihaldslausu bulli. Ég bið auðmenn líka um að láta það vera að væla um stöðu sína í fjölmiðlum í von um að fá samúð þjóðarinnar.
Ég hef enga samúð með ofangreindum. Mæður hafa aldrei samúð með þeim sem fremja glæpi gagnvart börnum þeirra.


Kristín Marja Baldursdóttir

Ég hafði heyrt vel látið af greininni og langaði til að lesa hana. Fann hana á netinu á netsíðu séra Arnar Bárðar, sem tekur greinina til sín og sárnar að Kristín skuli hafa hátt um að hann eigi góðan bíl.

Svo verð ég að hryggja bloggvini mína með því að ég sé fram á að verða að takmarka blogglesningu og skrif á næstunni, vegna slæmra áhrifa sem  tölvuskjárinn hefur á sjón mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Flott grein.

Annars svo finnst mér greinarnar hans Einars segja allt sem segja þarf. Þeir eru á bloggið hennar Láru Hönnu

Heidi Strand, 4.11.2008 kl. 23:44

2 identicon

Blessuð og sæl.

Ég hitti Kristínu Marju á málverkasýningu og hugsaði með mér: Þarna er hún mætt og ég nýbúinn að skammast út í hana!

Og auðvitað gekk ég til hennar, heilsaði henni og sagði henni að ég hefði skammast út í hana á vefsíðu minni vegna greinar hennar.

Viðbrögð hennar voru eitthvað á þessa leið:

Ó, ég skil, en ég var nú ekki með þig í huga og ekki presta almennt.

Okkur þótti þetta bara skondið og hlógum bara og skemmtum okkur yfir skrifum beggja. Hún skildi að hún hefði í reiði sinni gengið of langt og alhæft um presta og ég hefði auðvitað mátt bregðast við skrifum hennar til varnar minni stétt.

Fólk þarf að gæta sín á því að fara ekki út í öfund, samanburð og dómsýki. Við vitum ekkert hvernig fólk eignast sínar íbúðir, einbýlishús, sumarbústaði, smábíla eða lúxusbíla. Sumir vinna mikið og lengi, eru sparsamir og ráðdeildarsamir. Aðrir hafa kannski erft fjármuni og enn aðrir kaupa allt á lánum. Okkur kemur það bara ekki við hvað náunginn á eða hvernig hann eignaðist hlutinn.

Bestu kveðjur,

Örn B

Örn Bárður Jónsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, besta fólki er heitt í hamsi þessa dagana - enda ekki smáræði sem gengur á.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband