Leita í fréttum mbl.is

Takk Pólland !

warsaw08.jpgwarsaw07.jpgEnn berst okkur að fyrra bragði höfðinglegt boð um lán, að þessu sinni frá Póllandi.

Pólska þjóðin hefur sem kunnugt er gengið í gegnum miklar hörmungar svo öldum skiptir vegna landfæðilegrar legu landsins. Þeir þekkja vanlíðan Íslendinga núna af eigin raun og bregðast við með einstakri hjartahlýju. Kannski hafa einhverjir sem hér störfuðu og eru nú horfnir aftur á heimaslóðir einnig borið okkur góða sögu.

Það spillir aldrei fyrir að eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir, hins vegar getur hroki og valdníðsla komið þjóðum á kaldan klaka, svo sem Þjóðverjar fengu að reyna svo eftirminnilega eftir síðari heimsstyrjöldina.

Hjartans þakkir, Pólverjar! Heart

Myndirnar með færslunni er teknar af þessari síðu: www.scrapbookpages.com/.../Warsaw/Warsaw02.html


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir með þér af heilum hug.

Takk Pólverjar. Takk

Ágúst H Bjarnason, 7.11.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nákvæmlega, Takk Pólland.  Þeir þurftu svo sannarlega ekki að rétta hjálparhönd.  Færeyjar, Rússland, skotland og Polland.  Hver hefði trúað því að þetta væru löndin sem stæðu upp þegar við þyrftum sem mest á þeim að halda en Bretland og Danmörk hreinlega spörkuðu í okkur liggjandi?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:57

3 identicon

heyr heyr, Takk Pólverjar!

sandkassi (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Mjög höfðinglegt af Pólverjum en þeir eiga jú lika hagsmuna að gæta á íslandi

Johann Trast Palmason, 7.11.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að sjálfsögðu, Jóhann. Það er samt ekki aðalmálið. Eða erum við ekki enn stolt af því að hafa orðið fyrst til að viðurkenna Eistland?

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 17:44

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Pólverjar er nefnilega um margt líkir okkur. Það er mín reynsla af þeim sem ég hef kynnst. Tek undir með þér Gréta.

Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 18:21

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gréta, reyndar var það Litháen sem við viðurkenndum fyrst þjóða.

En Pólverjar hafa alltaf verið svolítið sérstakir, þeir fjölmenntu til að mynda til Bretlands til þess að berjast með bandamönnum í WW2.  Aðstoðuðu þannig við sigur á Nazistum en voru að lokum sviknir um sinn hlut í sigurlaununum - sem var frelsið! 

Enn horfa Pólverjar til vesturs, þrátt fyrir áratuga Sovétkúgun, eða ef til vill vegna hennar?  Kommúnismanum tókst greinilega ekki að drepa niður pólska þjóðarsál, sem við njótum nú góðs af. 

Kolbrún Hilmars, 7.11.2008 kl. 20:37

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir leiðréttinguna Kolbrún, mér hættir til að rugla þessum þremur Eystrasaltsþjóðum saman.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 22:04

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, satt segirðu Gréta, við skulum ekki gleyma að þakka þessi vinabrögð Færeyinga og Pólverja. Þeir lengi lifi. Ég þakka af auðmýkt fyrir hönd mína og minnar þjóðar.

Fylgist alltaf með þér Gréta, þó ég sé ódugleg að kommentera! Yfirleitt hef ég lítinn tíma til að dvelja í bloggheimum þessar vikurnar, en les hratt yfir síður vina minna. Góðar kveðjur til þín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.