7.11.2008
Takk Pólland !
Enn berst okkur að fyrra bragði höfðinglegt boð um lán, að þessu sinni frá Póllandi.
Pólska þjóðin hefur sem kunnugt er gengið í gegnum miklar hörmungar svo öldum skiptir vegna landfæðilegrar legu landsins. Þeir þekkja vanlíðan Íslendinga núna af eigin raun og bregðast við með einstakri hjartahlýju. Kannski hafa einhverjir sem hér störfuðu og eru nú horfnir aftur á heimaslóðir einnig borið okkur góða sögu.
Það spillir aldrei fyrir að eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir, hins vegar getur hroki og valdníðsla komið þjóðum á kaldan klaka, svo sem Þjóðverjar fengu að reyna svo eftirminnilega eftir síðari heimsstyrjöldina.
Hjartans þakkir, Pólverjar!
Myndirnar með færslunni er teknar af þessari síðu: www.scrapbookpages.com/.../Warsaw/Warsaw02.html
Geir staðfestir pólska aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir með þér af heilum hug.
Takk Pólverjar. Takk
Ágúst H Bjarnason, 7.11.2008 kl. 16:56
Nákvæmlega, Takk Pólland. Þeir þurftu svo sannarlega ekki að rétta hjálparhönd. Færeyjar, Rússland, skotland og Polland. Hver hefði trúað því að þetta væru löndin sem stæðu upp þegar við þyrftum sem mest á þeim að halda en Bretland og Danmörk hreinlega spörkuðu í okkur liggjandi?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:57
heyr heyr, Takk Pólverjar!
sandkassi (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:09
Mjög höfðinglegt af Pólverjum en þeir eiga jú lika hagsmuna að gæta á íslandi
Johann Trast Palmason, 7.11.2008 kl. 17:35
Að sjálfsögðu, Jóhann. Það er samt ekki aðalmálið. Eða erum við ekki enn stolt af því að hafa orðið fyrst til að viðurkenna Eistland?
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 17:44
Pólverjar er nefnilega um margt líkir okkur. Það er mín reynsla af þeim sem ég hef kynnst. Tek undir með þér Gréta.
Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 18:21
Gréta, reyndar var það Litháen sem við viðurkenndum fyrst þjóða.
En Pólverjar hafa alltaf verið svolítið sérstakir, þeir fjölmenntu til að mynda til Bretlands til þess að berjast með bandamönnum í WW2. Aðstoðuðu þannig við sigur á Nazistum en voru að lokum sviknir um sinn hlut í sigurlaununum - sem var frelsið!
Enn horfa Pólverjar til vesturs, þrátt fyrir áratuga Sovétkúgun, eða ef til vill vegna hennar? Kommúnismanum tókst greinilega ekki að drepa niður pólska þjóðarsál, sem við njótum nú góðs af.
Kolbrún Hilmars, 7.11.2008 kl. 20:37
Takk fyrir leiðréttinguna Kolbrún, mér hættir til að rugla þessum þremur Eystrasaltsþjóðum saman.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 22:04
Já, satt segirðu Gréta, við skulum ekki gleyma að þakka þessi vinabrögð Færeyinga og Pólverja. Þeir lengi lifi. Ég þakka af auðmýkt fyrir hönd mína og minnar þjóðar.
Fylgist alltaf með þér Gréta, þó ég sé ódugleg að kommentera! Yfirleitt hef ég lítinn tíma til að dvelja í bloggheimum þessar vikurnar, en les hratt yfir síður vina minna. Góðar kveðjur til þín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.