Leita í fréttum mbl.is

Matarsóun ?

rotinandi_avextir_og_graenmeti.jpgÁ þessari mynd sem Jóhann Þröstur Pálmason tók á mótmælafundinum í dag má sjá að það er greinilega ekki vert að býsnast mikið yfir matarsóun þeirra sem hentu matvælum í Alþingishúsið. Mómælendur hafa fengið matvöruna gefins einhvers staðar. Kannski voru eggin líka komin fram yfir síðasta söludag?

Vonandi þurfum við ekki að leggja okkur til munns rotnandi ávexti og myglað grænmeti í framtíðinni, hvað þá fúlegg.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Sumir mundi leggja sér þetta til munns frekar en að svelta.
Þetta er sennilega hollara en pítsuleifum úr ruslatunnu.

Heidi Strand, 16.11.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Æ, mér finnst allt tal um matarsóun vera aukatriði þegar talað er um það sem krakkarnir eru að henda í Alþingishúsið. Allavega ekki miðað við það magn af matvælum sem fer á haugana á hverjum degi.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.11.2008 kl. 00:53

3 identicon

Sorglegt virðingarleysi þegar svona sóðaskapur ræður för.Að þurfa að setja ljótan blett á góð mótmæli er til skammar fyrir þá sem henda þessu.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 01:19

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er satt, ótrúlegu magni af matvælum er hent á hverjum degi úr stórmörkuðunum. Frændi minn vann einu sinni í grænmetisdeild Hagkaupa, þar var öllu grænmeti hent eftir daginn, starfsfólkið fékk ekki að kaupa neitt af því ódýrara og passað upp á að það hirti ekki neitt af því.

Birna, ég held að þetta séu bara krakkar sem aldrei hafa verið svangir sem gera þetta.  Þeim finnst þetta töfft. Þannig verður það alltaf.

Mér fannst eiginlega verra að sjá krakkana sem voru með borða og hettur yfir hausnum. Fóru svo burt eins og hræddir hérar þegar Hörður bað þau að sýna á sér andlitin, það var nú allur kjarkurinn þegar til átti að taka!

Þetta voru allt í allt flott mótmæli. Fínar ræður og gífurleg þátttaka, fólk tók undir og mótmælti af lífi og sál.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 08:47

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Heidi, að leita í ruslatunnum eftir mat er ekkert nýtt hér á landi. Ég hef séð það gert í húsasundi á Hverfisgötunni, á meðan sonur minn bjó þar. Ég man að ég varð samt mjög hissa. En það er til útigangsfólk á Íslandi sem á hvergi heima. Það er yfirleitt fólk sem á við áfengis- og/eða fíniefnavanda að stríða, þó annað komi stundum til, eins og til dæmis geðsjúkdómar. Það mætti alveg hlúa betur að þessu fólki, eftir því sem það er hægt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband