Leita í fréttum mbl.is

Óvirk mótmæli

gandhi_729426.jpgÞetta eru sjálfsagðar og réttmætar kröfur sem Steingrímur setur fram.

Ef ekki fást svör við spurningum hans legg ég til að íslenskur almenningur geri eftirfarandi stofnanir óstarfhæfar með óvirkum mómælum þangað til þau fást: Alþingi, Stjórnarráðið og Seðlabankann.

Óvirk mótmæli gætu falist í renneríi á pöllum Alþingis, ásamt öllum þeim hljóðum sem þykja óviðeigandi á tónleikum og leiksýningum, svo sem símhringingum, skrjáfi í bréfi, hósti, hnerra, snýtingum, tyggjósmellum, geispum, hrotum, ropi og viðrekstrum, o.s.frv. Ekki hrópum og köllum, því það teljast óspektir!

Í Seðlabankanum og Stjórnarráðinu skyldi almenningur eiga fáránleg eða lítil erindi og gerast þar þaulsætinn á göngum og tröppum, utandyra sem innan, svo ekki verði þverfótað fyrir honum, og viðhafa þar sama hátterni.

Munið að þetta eru allt hús í okkar eigu, við eigum fullan rétt á að vera þar, því við erum ríkið!

Að sjálfsögðu göngum við á sama tíma vel um eigur okkar, - meira en hægt er að segja um stjórnvöld!

Skítt með það þó löggan fengi nóg að gera. Við erum 6000+ og getum skipst á!

Hugmyndin er ekki mín, hana á Mahatma Gandhi, maðurinn sem leiddi risaþjóðina Indland til sigurs og sjálfstæðis.


mbl.is Steingrímur J. krefst upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef enginn lætur í ljós álit sitt á þessari hugmynd lít ég ekki lengur á mig sem Íslending!

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 14:32

2 identicon

Góð hugmynd! ekki hætta að vera íslendingur - hvetjum fólk næsta laugardag til að nota næstu viku í þessar aðgerðir.

ÁRMANN (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:01

3 identicon

Sammála .. Komin tími til að við sem þjóð tökum til okkar ráða og sýnum hvers við erum megnug ef við stöndum saman.. Mig langar mikið til að sjá hvort Geir sé að ganga á bak orða sinna um að láta ekki kúga okkur í sambandi við ice-save 

Einar (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einar, hann er að því, það er ljóst, enda verður hann að láta undan ef hann vill fá IMF-lánið. Sem hann vill auðvitað.

Ég hlusta hins vegar á prófessor Aliber, sem segir að við eigum ekki að taka það og að við getum alveg þraukað af án þess. Ég trúi honum betur en Geir Haarde!

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er þekktur að því að ganga hart að þeim þjóðum sem hann lánar. Auk þess sem það er minn grunur að allt þetta uppskrúfaða hagkerfi eigi eftir að falla og eitthert nýtt kerfi sjá dagsins ljós - þess vegna ekki vert að reiða sig um of á það.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 15:19

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk Ármann, og Einar, samstaða almennings er það sem gildir!

Gott að geta áfram kallað mig Íslending!

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 16:30

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Björn, hvaða aðferð viltu hafa við að stjórna landinu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst það hárrétt af Steingrími að heimta svör við þessum spurningum, hvort sem það hangir á spýtunni hjá honum að verða ráðherra eða ekki.

Ég álíta alla vega vera þarna mann á ferð sem er líklegri til að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti en þeir sem nú verma stólana og hafa sýnt sig að vera í besta falli vitagagnslausir, og í versta falli eiga sök á því að hafa selt landið undan okkur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 16:51

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er fín hugmynd, Gréta, nema kannski rop og viðrekstrar! Björn Lárusson fellur í svokallaða ad hominem-rökvillu. Hann segir í raun:

Steingrímur er valdasjúkur. Af því leiðir: Allt sem Steingrímur segir er lygi.

Skynsamir menn (og konur) sjá að þetta fær ekki staðist. Osama bin Laden hefur t.d. sagt að Ísraelsmenn kúgi Palestínuaraba. Það vita allir að það er rétt og verður ekki rangt þó hryðjuverkamður haldi því fram.

Theódór Norðkvist, 18.11.2008 kl. 17:59

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ehemm, já, Theodór, það væri of langt gengið, hafði það með af stráksskap (eða stelpuskap) einum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:19

10 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

já eitthvað þarf að fara að gera..

Hinrik Þór Svavarsson, 19.11.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband